Barelona gerði það með sannfærandi 5-0 útisigri á Valencia á Mestalla leikvanginum.
Áður höfðu Atlético Madrid, Real Madrid og Real Sociedad tryggt sig áfram í undanúrslitin.
Leikurinn var nánast búinn eftir hálftíma því Börsungar voru þá komnir í 4-0.
Ferran Torres skoraði þrennu í fyrri hálfleik en mörkin hans komu á 3., 17. og 30. mínútu. Fermin Lopez skoraði þriðja markið á 23. mínútu.
Lamine Yamal skoraði síðan fimmta markið eftir undirbúning Raphinha á 59. mínútu.