Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 6. febrúar 2025 23:30 Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við í málinu. Getty Kona sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann. Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað sveitarfélagið og tryggingafélagið af kröfum konunnar. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í matsal grunnskólans árið 2017. Aðdragandi árásarinnar er sagður hafa verið sá að nemandinn hafi verið að elta yngri nemanda í matsalnum og konan rétt út höndina til að fá nemandann til að hætta hlaupunum. Nemandinn hafi brugðist við með því að kýla konuna með krepptum hnefa í kjálkann. Þá hafi kennarinn gripið um búk nemandans aftan frá og haldið baki hans að bringu hennar. Þannig hafi hún komið nemandanum úr matsalnum. Síðan hafi konan fallið í átökum við nemandann og lent á tröppum. Þá hafi nemandinn skallað hana í andlitið þannig hún vankaðist. Taldi kennarann hafa brugðist rangt við Kennarinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Hún byggði á því að vanræksla stjórnenda grunnskólans og gáleysi starfsmanna hafi leitt til þess að nemandinn hafi verið hömlulaus og ráðist á hana. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2023 að kennarinn hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans og sýknaði því bæði sveitarfélagið og Vís af kröfum konunnar. Héraðsdómur taldi inngrip kennarans hafa verið á skjön við ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins sem bannar líkamlegt inngrip í mál nemenda í refsingarskyni. Landsréttur féllst aftur á móti ekki á að inngrip hennar hafi verið á skjön við ákvæðið. Kallaði eftir aðstoð en fékk hana ekki Fram kom í dómi Landsréttar að dómurinn teldi að ekki hafi verið um að ræða líkamlegt inngrip í refsingarskyni heldur hafi ætlunin verið að grípa inn í mögulega skaðlega hegðun nemandans. Í reglugerðinni kemur fram að meti starfsfólk skóla svo að háttsemi nemanda leiði af sér hættu fyrir samnemendur eða starfsfólk beri því skylda að bregðast tafarlaust við með líkamlegu inngripi til að stöðva nemanda. Því úrræði skuli aðeins beita í ítrustu neyð. Í málsatvikum dómsins kemur jafnframt fram að þegar kennarinn hafi verið slegin í andlitið af nemandanum hafi verið henni efst í huga að stöðva frekari hættu og því tekið utan um hann aftan frá og komið honum fram. Á leiðinni úr matsalnum hafi hún kallað eftir aðstoð en enga hjálp fengið þar til hún var komin fram að tröppunum, þar sem hún hafi fallið í stympingum við nemanda og hann skallað hana. Í framburði kennarans kom fram að nemandinn ætti sögu um að vera óútreiknanlegir og geta tekið æðisköst og misst stjórn á sér. Þá þyrfti inngrip frá starfsfólki til að hann ylli hvorki sjálfum sér né öðrum skaða. Þá kom fram í málsatvikum að umsjónarkennari nemandans hafi skráð fjölda tilvika í dagbók sem voru til marks um alvarlegan hegðunarvanda hans. Atvikið ekki skráð sem skyldi Áður en nemandinn hóf nám í skólanum hafi verið talin þörf á því að ráða sérstakan kennara til að fylgja honum. Kennari sem hafi verið ráðinn til þess hafi tekið við umsjónarkennslu í bekk nemandans og ekki yrði séð að annars starfsmaður hefði tekið við sambærilegri umsjón með honum. Í dóminum kemur loks fram að skólinn hafi ekki skráð atvikið og varðveitt eins og skylt er samkvæmt reglugerðinni. Þá hafi skólinn átt að skrá fyrri atvik nemandans, sem finna mátti í dagbók um skólagöngu hans, í samræmi við þá skyldu. Svo virðist sem sú vanræksla hafi leitt til þess að skólastjórnendur höfðu ekki rétta mynd af stöðu nemandans og þörf á ráðstöfunum til að gæta að öryggi nemenda og kennara innan skólans. Því hafi vanrækslan átt þátt í því að kennarinn varð fyrir varanlegu líkamstjóni af völdum nemandans. Sem fyrr segir var skaðabótaskylda sveitarfélagsins viðurkennd sem og réttur kennarans til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá tryggingarfélaginu Vís. Þá var bæði sveitarfélaginu og tryggingarfélaginu gert að greiða 2,6 milljónir króna óskipt í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómsmál Grunnskólar Tryggingar Skóla- og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað sveitarfélagið og tryggingafélagið af kröfum konunnar. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í matsal grunnskólans árið 2017. Aðdragandi árásarinnar er sagður hafa verið sá að nemandinn hafi verið að elta yngri nemanda í matsalnum og konan rétt út höndina til að fá nemandann til að hætta hlaupunum. Nemandinn hafi brugðist við með því að kýla konuna með krepptum hnefa í kjálkann. Þá hafi kennarinn gripið um búk nemandans aftan frá og haldið baki hans að bringu hennar. Þannig hafi hún komið nemandanum úr matsalnum. Síðan hafi konan fallið í átökum við nemandann og lent á tröppum. Þá hafi nemandinn skallað hana í andlitið þannig hún vankaðist. Taldi kennarann hafa brugðist rangt við Kennarinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Hún byggði á því að vanræksla stjórnenda grunnskólans og gáleysi starfsmanna hafi leitt til þess að nemandinn hafi verið hömlulaus og ráðist á hana. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2023 að kennarinn hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans og sýknaði því bæði sveitarfélagið og Vís af kröfum konunnar. Héraðsdómur taldi inngrip kennarans hafa verið á skjön við ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins sem bannar líkamlegt inngrip í mál nemenda í refsingarskyni. Landsréttur féllst aftur á móti ekki á að inngrip hennar hafi verið á skjön við ákvæðið. Kallaði eftir aðstoð en fékk hana ekki Fram kom í dómi Landsréttar að dómurinn teldi að ekki hafi verið um að ræða líkamlegt inngrip í refsingarskyni heldur hafi ætlunin verið að grípa inn í mögulega skaðlega hegðun nemandans. Í reglugerðinni kemur fram að meti starfsfólk skóla svo að háttsemi nemanda leiði af sér hættu fyrir samnemendur eða starfsfólk beri því skylda að bregðast tafarlaust við með líkamlegu inngripi til að stöðva nemanda. Því úrræði skuli aðeins beita í ítrustu neyð. Í málsatvikum dómsins kemur jafnframt fram að þegar kennarinn hafi verið slegin í andlitið af nemandanum hafi verið henni efst í huga að stöðva frekari hættu og því tekið utan um hann aftan frá og komið honum fram. Á leiðinni úr matsalnum hafi hún kallað eftir aðstoð en enga hjálp fengið þar til hún var komin fram að tröppunum, þar sem hún hafi fallið í stympingum við nemanda og hann skallað hana. Í framburði kennarans kom fram að nemandinn ætti sögu um að vera óútreiknanlegir og geta tekið æðisköst og misst stjórn á sér. Þá þyrfti inngrip frá starfsfólki til að hann ylli hvorki sjálfum sér né öðrum skaða. Þá kom fram í málsatvikum að umsjónarkennari nemandans hafi skráð fjölda tilvika í dagbók sem voru til marks um alvarlegan hegðunarvanda hans. Atvikið ekki skráð sem skyldi Áður en nemandinn hóf nám í skólanum hafi verið talin þörf á því að ráða sérstakan kennara til að fylgja honum. Kennari sem hafi verið ráðinn til þess hafi tekið við umsjónarkennslu í bekk nemandans og ekki yrði séð að annars starfsmaður hefði tekið við sambærilegri umsjón með honum. Í dóminum kemur loks fram að skólinn hafi ekki skráð atvikið og varðveitt eins og skylt er samkvæmt reglugerðinni. Þá hafi skólinn átt að skrá fyrri atvik nemandans, sem finna mátti í dagbók um skólagöngu hans, í samræmi við þá skyldu. Svo virðist sem sú vanræksla hafi leitt til þess að skólastjórnendur höfðu ekki rétta mynd af stöðu nemandans og þörf á ráðstöfunum til að gæta að öryggi nemenda og kennara innan skólans. Því hafi vanrækslan átt þátt í því að kennarinn varð fyrir varanlegu líkamstjóni af völdum nemandans. Sem fyrr segir var skaðabótaskylda sveitarfélagsins viðurkennd sem og réttur kennarans til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá tryggingarfélaginu Vís. Þá var bæði sveitarfélaginu og tryggingarfélaginu gert að greiða 2,6 milljónir króna óskipt í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Dómsmál Grunnskólar Tryggingar Skóla- og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira