Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2025 06:54 Framganga og yfirlýsingar Donald Trump frá því að hann tók embætti hafa vakið mikla óvissu og ugg vestanhafs. Getty/Alex Wong Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. Hvíta húsið segir 40 þúsund starfsmenn hafa gengið að tilboðinu, sem var sent út í tölvupósti. Það átti að renna út á miðnætti en dómarinn ákvað að „frysta“ það fram á mánudag, þegar hann tekur fyrir mál sem verkalýðsfélög hafa höfðað vegna tilboðsins. CBS hafði eftir lögmanni hjá dómsmálaráðuneytinu að fresturinn til að þiggja boðið hefði verið framlengdur í kjölfar ákvörðunar dómarans, fram til miðnættis á mánudag. Stjórnvöld hefðu enn í hyggju að heiðra gefin fyrirheit um átta mánaða biðlaun gegn uppsögn. Tilboðið er liður í áætlunum Trump um að draga úr „bákninu“ vestanhafs en vonir höfðu staðið til að allt að 200 þúsund starfsmenn myndu ganga að því. Verkalýðsfélög segja það hins vegar brjóta gegn lögum og að skilmálar tilboðsins séu afar óljósir. Fregnir hafa borist af því að til standi að láta fólk vinna uppsagnarfrestinn þrátt fyrir loforð um annað. Félögin hafa einnig bent á að ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist til að standa við tilboðið. Sumir starfsmenn segjast hafa upplifað tilboðið sem hótun; það væri eins gott að ganga að því þar sem menn gætu hvort sem er misst vinnuna á næstunni. Þá hafa Demókratar gagnrýnt það harðlega og óttast að það muni stuðla að „spekileka“ innan kerfisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Hvíta húsið segir 40 þúsund starfsmenn hafa gengið að tilboðinu, sem var sent út í tölvupósti. Það átti að renna út á miðnætti en dómarinn ákvað að „frysta“ það fram á mánudag, þegar hann tekur fyrir mál sem verkalýðsfélög hafa höfðað vegna tilboðsins. CBS hafði eftir lögmanni hjá dómsmálaráðuneytinu að fresturinn til að þiggja boðið hefði verið framlengdur í kjölfar ákvörðunar dómarans, fram til miðnættis á mánudag. Stjórnvöld hefðu enn í hyggju að heiðra gefin fyrirheit um átta mánaða biðlaun gegn uppsögn. Tilboðið er liður í áætlunum Trump um að draga úr „bákninu“ vestanhafs en vonir höfðu staðið til að allt að 200 þúsund starfsmenn myndu ganga að því. Verkalýðsfélög segja það hins vegar brjóta gegn lögum og að skilmálar tilboðsins séu afar óljósir. Fregnir hafa borist af því að til standi að láta fólk vinna uppsagnarfrestinn þrátt fyrir loforð um annað. Félögin hafa einnig bent á að ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist til að standa við tilboðið. Sumir starfsmenn segjast hafa upplifað tilboðið sem hótun; það væri eins gott að ganga að því þar sem menn gætu hvort sem er misst vinnuna á næstunni. Þá hafa Demókratar gagnrýnt það harðlega og óttast að það muni stuðla að „spekileka“ innan kerfisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira