Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 08:30 Sergio Ramos lék síðast með uppeldisfélagi sínu Sevilla en er nú mættur til Mexíkó. Getty/Joaquin Corchero Spænska fótboltagoðsögnin Sergio Ramos hefur tekið fram takkaskóna að nýju og mun spila í efstu deildinni í Mexíkó. Ramos, sem verður 39 ára í næsta mánuði, lék síðast fótbolta með Sevilla á Spáni en hætti þar síðasta sumar. Í gær var hann hins vegar kynntur sem nýr leikmaður Monterrey í Mexíkó. „Sögufrægur varnarmaður í heimsfótboltanum, margfaldur meistari með Real Madrid og PSG og heimsmeistari með Spáni. Velkominn til Club de Futbol Monterrey. Leiðtogahæfni þín, hæfileikar og sigurhugarfar mun koma „Bláum og hvítum“ í hæstu hæðir,“ segir í tilkynningu Monterrey. Athygli vekur að Ramos verður í treyju númer 93 hjá Monterrey en það er til að minnast marksins sem hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2014. Markið tryggði Real framlengingu og liðið varð svo Evrópumeistari. Sergio Ramos will wear the no.93 shirt at Monterrey to honour his late goal for Real Madrid in the 2014 #UCL final 🎯 pic.twitter.com/9bENX4zlk8— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2025 Ramos, sem vann mikinn fjölda titla á sextán árum með Real Madrid og varð heimsmeistari með Spáni 2010 og Evrópumeistari 2008 og 2012, er uppalinn hjá Sevilla. Hann lék í eitt ár fyrir félagið áður en að samningur hans rann út síðasta sumar. „Við höfum reynt að semja við hann síðan síðasta sumar. Það gekk ekki upp þá en við reyndum aftur núna í félagaskiptaglugganum,“ sagði Jose Antonio Noriega, forseti Monterrey. „Liðið þarf á honum að halda. Hann hefur gæðin, gríðarlega reynslu, rosalegan persónuleika og er óumdeildur leiðtogi,“ sagði Noriega. Ramos kemur því til með að spila á HM félagsliða í sumar en Monterrey er eitt af þremur mexíkóskum liðum sem taka þátt í mótinu. Spænski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Sjá meira
Ramos, sem verður 39 ára í næsta mánuði, lék síðast fótbolta með Sevilla á Spáni en hætti þar síðasta sumar. Í gær var hann hins vegar kynntur sem nýr leikmaður Monterrey í Mexíkó. „Sögufrægur varnarmaður í heimsfótboltanum, margfaldur meistari með Real Madrid og PSG og heimsmeistari með Spáni. Velkominn til Club de Futbol Monterrey. Leiðtogahæfni þín, hæfileikar og sigurhugarfar mun koma „Bláum og hvítum“ í hæstu hæðir,“ segir í tilkynningu Monterrey. Athygli vekur að Ramos verður í treyju númer 93 hjá Monterrey en það er til að minnast marksins sem hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2014. Markið tryggði Real framlengingu og liðið varð svo Evrópumeistari. Sergio Ramos will wear the no.93 shirt at Monterrey to honour his late goal for Real Madrid in the 2014 #UCL final 🎯 pic.twitter.com/9bENX4zlk8— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2025 Ramos, sem vann mikinn fjölda titla á sextán árum með Real Madrid og varð heimsmeistari með Spáni 2010 og Evrópumeistari 2008 og 2012, er uppalinn hjá Sevilla. Hann lék í eitt ár fyrir félagið áður en að samningur hans rann út síðasta sumar. „Við höfum reynt að semja við hann síðan síðasta sumar. Það gekk ekki upp þá en við reyndum aftur núna í félagaskiptaglugganum,“ sagði Jose Antonio Noriega, forseti Monterrey. „Liðið þarf á honum að halda. Hann hefur gæðin, gríðarlega reynslu, rosalegan persónuleika og er óumdeildur leiðtogi,“ sagði Noriega. Ramos kemur því til með að spila á HM félagsliða í sumar en Monterrey er eitt af þremur mexíkóskum liðum sem taka þátt í mótinu.
Spænski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Sjá meira