Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar 7. febrúar 2025 09:02 Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir yfir stuðningi við leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og þá kröfu að störf þeirra verði metin að verðleikum. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn íslenskt leikverk árið 1903, Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, hafa listsköpun, velferð og hagsmunir íslenskra rithöfunda og sviðslistafólks farið saman. Leiklist og dans eru mikilvægar og verðmætar listgreinar sem krefjast menntunar, fórna og vinnu við að gæða sígild og ný listaverk lífi, vekja áhorfendur til umhugsunar, samkenndar og djúpra tilfinninga, sýna samfélag okkar og menningu stöðugt í nýju ljósi, og viðhalda siðmenningu í landinu. Stjórn RSÍ álítur með öllu ólíðandi að fagfólkið sem stendur bókstaflega í fremstu línu hins listræna starfs Borgarleikhússins skuli vera á lægri launum en sem nemur meðallaunum starfsfólks á skrifstofu Borgarleikhússins , enda er það í hróplegu ósamræmi við þann grundvöll sem starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hefur byggst á frá upphafi. Fólk sem starfar við listir og skapandi greinar á sífellt erfiðara með að fá störf sín metin til launa. Mörg okkar hafa þurft að sjá á eftir stórum hluta tekjumöguleikanna í hendur milliliða og streymisveitna. Rithöfundar þekkja þetta af eigin raun, þar sem hljóðbækur hafa tekið yfir stóran hluta bókamarkaðarins. Höfundarréttargreiðslur af prentuðum bókum dragast saman á meðan streymisveitur á borð við Storytel eru reknar með stórgróða, en greiðslur til höfunda af hljóðbókahlustun eru skammarlega lágar. Stjórn RSÍ álítur að allar skapandi stéttir standi frammi fyrir sömu áskoruninni; að berjast fyrir tilvist sinni og afkomu gagnvart milliliðum, hvort sem þeir starfa hjá alþjóðlegum streymisveitum eða á skrifstofu Borgarleikhússins. Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært. Stjórn RSÍ hvetur stjórn Leikfélags Reykjavíkur til að rifja upp til hvers leikfélagið er starfrækt, og í hvaða tilgangi Borgarleikhúsið var byggt. Án listamanna væri þar lítið að sjá. Reykjavík 4. febrúar 2025 F.h. Stjórnar Rithöfundasambands Íslands Margrét Tryggvadóttir formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir yfir stuðningi við leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og þá kröfu að störf þeirra verði metin að verðleikum. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn íslenskt leikverk árið 1903, Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, hafa listsköpun, velferð og hagsmunir íslenskra rithöfunda og sviðslistafólks farið saman. Leiklist og dans eru mikilvægar og verðmætar listgreinar sem krefjast menntunar, fórna og vinnu við að gæða sígild og ný listaverk lífi, vekja áhorfendur til umhugsunar, samkenndar og djúpra tilfinninga, sýna samfélag okkar og menningu stöðugt í nýju ljósi, og viðhalda siðmenningu í landinu. Stjórn RSÍ álítur með öllu ólíðandi að fagfólkið sem stendur bókstaflega í fremstu línu hins listræna starfs Borgarleikhússins skuli vera á lægri launum en sem nemur meðallaunum starfsfólks á skrifstofu Borgarleikhússins , enda er það í hróplegu ósamræmi við þann grundvöll sem starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hefur byggst á frá upphafi. Fólk sem starfar við listir og skapandi greinar á sífellt erfiðara með að fá störf sín metin til launa. Mörg okkar hafa þurft að sjá á eftir stórum hluta tekjumöguleikanna í hendur milliliða og streymisveitna. Rithöfundar þekkja þetta af eigin raun, þar sem hljóðbækur hafa tekið yfir stóran hluta bókamarkaðarins. Höfundarréttargreiðslur af prentuðum bókum dragast saman á meðan streymisveitur á borð við Storytel eru reknar með stórgróða, en greiðslur til höfunda af hljóðbókahlustun eru skammarlega lágar. Stjórn RSÍ álítur að allar skapandi stéttir standi frammi fyrir sömu áskoruninni; að berjast fyrir tilvist sinni og afkomu gagnvart milliliðum, hvort sem þeir starfa hjá alþjóðlegum streymisveitum eða á skrifstofu Borgarleikhússins. Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært. Stjórn RSÍ hvetur stjórn Leikfélags Reykjavíkur til að rifja upp til hvers leikfélagið er starfrækt, og í hvaða tilgangi Borgarleikhúsið var byggt. Án listamanna væri þar lítið að sjá. Reykjavík 4. febrúar 2025 F.h. Stjórnar Rithöfundasambands Íslands Margrét Tryggvadóttir formaður
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar