Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2025 15:34 Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu telur málið skýrt. vísir/vilhelm Hæstaréttarlögmaður er ósammála tveimur lögfræðiálitum sem hafi verið útbúin að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framlög til stjórnmálaflokka. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almenn í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa,” segir Arnar Þór Stefánsson, lögfræðingur og einn eigenda LEX lögmannstofu. Hann bætir við að stjórnmálamennirnir geti ekki hafið verið í góðri trú þegar þeir tóku við þessum fjármunum. Arnar fór yfir málið í færslu á Facebook-síðu sinni og ályktar að það kunni að hafa verið refsivert fyrir viðkomandi stjórnmálasamtök að taka við fénu. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og vísar hann þar í áðurnefnd sérfræðiálit. Fjallað hefur verið um það að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar árið 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Fram hefur komið að Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar hafi einnig þegið styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt. Flokkur fólksins er sá hins vegar eini flokkurinn sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. Gæti mögulega þýtt gjaldþrot Arnar segir að fjármála- og efnahagsráðherra beri að innheimta það sem til ríkisins heyrir og þá mögulega fyrir dómstólum. „Það er skylda á honum að láta fylgja eftir kröfum sem ríkið á og það er ekki þannig að menn geti bara gefið það eftir, hvort sem á í hlut á öryrki eða einhver sem hefur fengið ofgreitt úr ríkissjóði af öðrum ástæðum. Það gildir jafnt um alla og menn skulu vera jafnir fyrir lögunum hvað þetta varðar,“ segir hann i samtali við fréttastofu. „Ef þessir stjórnmálaflokkar eru ekki borgunarmenn þá bara mögulega fara þeir í gjaldþrot. Svo geta þessir stjórnmálaflokkar reynt að semja um kröfuna og að endurgreiða hana á einhverjum tíma.“ Arnar bætir við að samkvæmt lögunum þurfi ekki að sýna fram á ásetning heldur nægir gáleysi. Það feli í sér að fulltrúar flokkana viti eða hafi mátt vita að það hefði ekki verið heimilt að greiða styrkina út þar sem flokkarnir hafi ekki uppfyllt skilyrði laga. Ekki undanþegnir lögum Telur Arnar rétt að láta reyna á málið fyrir dómi og segir ríkið hafa góð rök fyrir sínum málstað. „Þú gefur ekki eftir svona kröfur ef þú ert ríkið. Ríkið er mjög hart til dæmis gagnvart öryrkjum og þeim sem skulda skatta. Það er engin miskunn þar en þarna á að vera einhver miskunn en það bara á ekki við.“ Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eigi að fara á undan með góðu fordæmi og þeir séu ekki undanþegnir lögum. „Ég tel vera greiðsluskyldu og ég átta mig á því að það eru einhver álit í hina áttina en við þessar aðstæður tel ég að það eigi að sækja kröfuna.” Það sé hans lögfræðilega mat og svo geti dómstólar dæmt um það hvað sé rétt í þessu. Facebook-færsla Arnars í heild sinni: Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. 7. febrúar 2025 20:02 Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
„Reglan er sú almenn í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa,” segir Arnar Þór Stefánsson, lögfræðingur og einn eigenda LEX lögmannstofu. Hann bætir við að stjórnmálamennirnir geti ekki hafið verið í góðri trú þegar þeir tóku við þessum fjármunum. Arnar fór yfir málið í færslu á Facebook-síðu sinni og ályktar að það kunni að hafa verið refsivert fyrir viðkomandi stjórnmálasamtök að taka við fénu. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og vísar hann þar í áðurnefnd sérfræðiálit. Fjallað hefur verið um það að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar árið 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Fram hefur komið að Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar hafi einnig þegið styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt. Flokkur fólksins er sá hins vegar eini flokkurinn sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. Gæti mögulega þýtt gjaldþrot Arnar segir að fjármála- og efnahagsráðherra beri að innheimta það sem til ríkisins heyrir og þá mögulega fyrir dómstólum. „Það er skylda á honum að láta fylgja eftir kröfum sem ríkið á og það er ekki þannig að menn geti bara gefið það eftir, hvort sem á í hlut á öryrki eða einhver sem hefur fengið ofgreitt úr ríkissjóði af öðrum ástæðum. Það gildir jafnt um alla og menn skulu vera jafnir fyrir lögunum hvað þetta varðar,“ segir hann i samtali við fréttastofu. „Ef þessir stjórnmálaflokkar eru ekki borgunarmenn þá bara mögulega fara þeir í gjaldþrot. Svo geta þessir stjórnmálaflokkar reynt að semja um kröfuna og að endurgreiða hana á einhverjum tíma.“ Arnar bætir við að samkvæmt lögunum þurfi ekki að sýna fram á ásetning heldur nægir gáleysi. Það feli í sér að fulltrúar flokkana viti eða hafi mátt vita að það hefði ekki verið heimilt að greiða styrkina út þar sem flokkarnir hafi ekki uppfyllt skilyrði laga. Ekki undanþegnir lögum Telur Arnar rétt að láta reyna á málið fyrir dómi og segir ríkið hafa góð rök fyrir sínum málstað. „Þú gefur ekki eftir svona kröfur ef þú ert ríkið. Ríkið er mjög hart til dæmis gagnvart öryrkjum og þeim sem skulda skatta. Það er engin miskunn þar en þarna á að vera einhver miskunn en það bara á ekki við.“ Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eigi að fara á undan með góðu fordæmi og þeir séu ekki undanþegnir lögum. „Ég tel vera greiðsluskyldu og ég átta mig á því að það eru einhver álit í hina áttina en við þessar aðstæður tel ég að það eigi að sækja kröfuna.” Það sé hans lögfræðilega mat og svo geti dómstólar dæmt um það hvað sé rétt í þessu. Facebook-færsla Arnars í heild sinni:
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. 7. febrúar 2025 20:02 Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. 7. febrúar 2025 20:02
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55
Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30