Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í 103 Reykjavík og þó nokkur fjöldi stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna víða um höfuðborgarsvæðið.
Þá aðstoðaði lögreglan nokkra sem voru ofurölvi við að koma heim.
Einn var handtekinn í Hafnarfirði fyrir að selja og dreifa vímuefnum og einn fluttur með sjúkrabíl á spítala í kjölfar áreksturs. Fram kemur í dagbók lögreglu að meiðsl viðkomandi hafi verið minniháttar.