Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2025 10:37 West sagðist bæði elska konuna sína og drottna yfir henni. Þá viðurkenndi hann að hafa gengið í skrokk á konu. Getty/Ye á X Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann hefur einnig kallað sig, hefur lokað eða eytt aðgangi sínum á X/Twitter eftir að hafa farið hamförum á miðlinum um helgina. Það má segja að lokasprettur West hafi hafist í síðustu viku, eftir að hann greip til varna fyrir eiginkonu sína Biöncu Censori, sem var harðlega gagnrýnd fyrir að mæta svo til nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Þá hvatti hann einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta til að frelsa Sean „Puffy“ Combs, sem er grunaður um kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi. Sjá einnig: Segist vera nasisti sem elskar Hitler Á föstudaginn fór Ye svo á flug og sagði sig meðal annars vera nasista og elska Hitler. Go to bed @kanyewest you monumental dickhead.— Piers Morgan (@piersmorgan) February 7, 2025 Fjöldi fólks, meðal annarra David Schwimmer og Piers Morgan, biðluðu til Elon Musk, eiganda X, um að loka á aðgang West og Morgan gekk svo langt að tagga West í færslu þar sem hann kallaði hann stórkostlegan fávita og skipaði honum í rúmið. Musk brást við með því að hætta að fylgja West og þá var viðvörun sett á aðgang hans, þess efnis að þar væri að finna óviðurkvæðilegt efni. West fór mikinn áður en yfir lauk, ekki síst gegn gyðingum. Sagði hann meðal annars að þeir hefðu verið betri sem þrælar í Egyptalandi og þá birti hann mynd af hvítum stuttermabol með hakakrossi á, sem hann sagðist lengi hafa langað að framleiða og selja. Hann hraunaði einnig yfir Taylor Swift á meðan Ofurskálinni stóð og greiddi fúlgur fjár fyrir furðulega auglýsingu sem hann tók upp á símann sinn í tannlæknastólnum. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) „Ég ætla að logga mig út af Twitter,“ sagði rapparinn að lokum. „Ég kann að meta að Elon hafi leyft mér að fá útrás. Það hefur verið mjög frelsandi að nota umheiminn fyrir endurgjöf. Þetta var eins og Ayahuasca-tripp. Elska öll ykkar sem gáfuð mér orku ykkar og athygli. Þar til við tengjumst aftur. Gott kvöld og góða nótt.“ Þar sem allt efni hefur verið tekið út, eða því eytt, er erfitt að hafa uppi á öllum færslum rapparans frá því um helgina en ef marka má erlenda miðla þá virtist honum mikið í mun að koma því til skila að hann væri með fullu viti og sæi ekki eftir neinu af því sem hann hefði sent frá sér. West hafði áður greint frá því að hann teldi nú líklegt að hann hefði verið ranglega greindur með geðhvarfasýki og að einkenni hans mætti frekar rekja til einhverfu. X (Twitter) Mál Kanye West Samfélagsmiðlar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Það má segja að lokasprettur West hafi hafist í síðustu viku, eftir að hann greip til varna fyrir eiginkonu sína Biöncu Censori, sem var harðlega gagnrýnd fyrir að mæta svo til nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Þá hvatti hann einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta til að frelsa Sean „Puffy“ Combs, sem er grunaður um kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi. Sjá einnig: Segist vera nasisti sem elskar Hitler Á föstudaginn fór Ye svo á flug og sagði sig meðal annars vera nasista og elska Hitler. Go to bed @kanyewest you monumental dickhead.— Piers Morgan (@piersmorgan) February 7, 2025 Fjöldi fólks, meðal annarra David Schwimmer og Piers Morgan, biðluðu til Elon Musk, eiganda X, um að loka á aðgang West og Morgan gekk svo langt að tagga West í færslu þar sem hann kallaði hann stórkostlegan fávita og skipaði honum í rúmið. Musk brást við með því að hætta að fylgja West og þá var viðvörun sett á aðgang hans, þess efnis að þar væri að finna óviðurkvæðilegt efni. West fór mikinn áður en yfir lauk, ekki síst gegn gyðingum. Sagði hann meðal annars að þeir hefðu verið betri sem þrælar í Egyptalandi og þá birti hann mynd af hvítum stuttermabol með hakakrossi á, sem hann sagðist lengi hafa langað að framleiða og selja. Hann hraunaði einnig yfir Taylor Swift á meðan Ofurskálinni stóð og greiddi fúlgur fjár fyrir furðulega auglýsingu sem hann tók upp á símann sinn í tannlæknastólnum. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) „Ég ætla að logga mig út af Twitter,“ sagði rapparinn að lokum. „Ég kann að meta að Elon hafi leyft mér að fá útrás. Það hefur verið mjög frelsandi að nota umheiminn fyrir endurgjöf. Þetta var eins og Ayahuasca-tripp. Elska öll ykkar sem gáfuð mér orku ykkar og athygli. Þar til við tengjumst aftur. Gott kvöld og góða nótt.“ Þar sem allt efni hefur verið tekið út, eða því eytt, er erfitt að hafa uppi á öllum færslum rapparans frá því um helgina en ef marka má erlenda miðla þá virtist honum mikið í mun að koma því til skila að hann væri með fullu viti og sæi ekki eftir neinu af því sem hann hefði sent frá sér. West hafði áður greint frá því að hann teldi nú líklegt að hann hefði verið ranglega greindur með geðhvarfasýki og að einkenni hans mætti frekar rekja til einhverfu.
X (Twitter) Mál Kanye West Samfélagsmiðlar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira