Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2025 16:39 Eiríkur Rögnvaldsson birti óvænt síðbúna umsögn um Dægradvöl Benedikts Gröndal, sem hefur notið þess að vera viðurkennd sem einhver fyndnasta og sérstæðasta ævisaga íslenskrar bókmenntasögu. Eiríkur er ekki hrifinn. vísir/vilhelm Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, birti síðbúna umsögn um rómaða bók Benedikts Gröndal og sannast sagna kemur dómur hans mjög á óvart. „Ég hef verið að lesa Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal sem ég hef aldrei lesið áður þótt skömm sé frá að segja.“ Frekar trist rant biturs manns Svo hefst dómur Eiríks og verður að segjast að umsögn hans kemur á óvart. Eiríkur hafði alltaf heyrt að þetta væri svo skemmtileg og vel skrifuð bók. Og vissulega eru þarna ýmsar kátlegar frásagnir og oft vel að orði komist … „en meginefni bókarinnar er samt lýsingar á drykkjuskap og iðjuleysi höfundar og þeirra sem hann umgengst sem mörgum hverjum er lýst sem undirmálsmönnum og nánast landeyðum. Þetta er fyrst og fremst meinfýsið rant manns sem finnst hann ekki njóta sannmælis og nær sér niðri á samtímanum með því að gera lítið úr andlegu og/eða líkamlegu atgervi nær alls samferðafólks síns. Þetta verður býsna einhæft til lengdar og eiginlega fannst mér það frekar trist.“ Eiríkur birtir þessa óvæntu umsögn sína á Facebook-síðu sinni en Dægradvöl er einhver rómaðasta sjálfsævisaga íslenskra bókmennta. Eða hefur verið allt frá því hún kom út á síðustu áratugum 19. Aldar, en þá var höfundur orðinn roskinn að árum. Rómað snilldarverk allt þar til nú Í kynningu á bókinni er vitnað í ýmsar umsagnir svo sem Guðjóns Friðrikssonar núverandi handhafa Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem segir um hana: „Skemmtilegasta og frumlegasta íslenska sjálfsævisagan. „Litrík og kjarnyrt frásögn sem kemur manni í gott skap í hvert sinn sem maður les hana.“ Og rithöfundurinn Páll Baldvin Baldvinsson er hrifinn: „„Dýrð ævisögunnar felst í hispursleysi Gröndals,játningum hans um fögnuð og fegurð lífs, ama hansog önuglyndi; víðáttu heimssýnar hins klassíska fjölfræðings,lifandi tungutaki nítjándu aldar sem hér er opin bók: sígilt rit um mann og samtíma hans.“ Guðjón Friðriksson segir um Dægradvöl Benedikts meðal annars: „Litrík og kjarnyrt frásögn sem kemur manni í gott skap í hvert sinn sem maður les hana.“ En þetta truflar Eiríki ekki hið minnsta.vísir/vilhelm Þá lætur íslenskufræðingurinn Jón Yngvi Jóhannsson ekki sitt eftir liggja: „Ógleymanleg ævisaga eins sérstæðasta og ritfimasta höfundar íslenskrar bókmenntasögu.“ En Eiríkur er ekki hrifinn og eftir að hann birti umsögn sína er sem ís hafi brotnað og stíga margir fram, einkum konur og lýsa því yfir að þær séu hjartanlega sammála Eiríki. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er til að mynda ein þeirra: „Sammála. Ég hef reyndar lesið hana í tvígang. Var um tvítugt í fyrra skiptið og hafði þá mun meiri ánægju af henni. Keypti hana svo fyrir nokkrum árum og las aftur og gat ekki með nokkru móti skilið af hverju.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Ég hef verið að lesa Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal sem ég hef aldrei lesið áður þótt skömm sé frá að segja.“ Frekar trist rant biturs manns Svo hefst dómur Eiríks og verður að segjast að umsögn hans kemur á óvart. Eiríkur hafði alltaf heyrt að þetta væri svo skemmtileg og vel skrifuð bók. Og vissulega eru þarna ýmsar kátlegar frásagnir og oft vel að orði komist … „en meginefni bókarinnar er samt lýsingar á drykkjuskap og iðjuleysi höfundar og þeirra sem hann umgengst sem mörgum hverjum er lýst sem undirmálsmönnum og nánast landeyðum. Þetta er fyrst og fremst meinfýsið rant manns sem finnst hann ekki njóta sannmælis og nær sér niðri á samtímanum með því að gera lítið úr andlegu og/eða líkamlegu atgervi nær alls samferðafólks síns. Þetta verður býsna einhæft til lengdar og eiginlega fannst mér það frekar trist.“ Eiríkur birtir þessa óvæntu umsögn sína á Facebook-síðu sinni en Dægradvöl er einhver rómaðasta sjálfsævisaga íslenskra bókmennta. Eða hefur verið allt frá því hún kom út á síðustu áratugum 19. Aldar, en þá var höfundur orðinn roskinn að árum. Rómað snilldarverk allt þar til nú Í kynningu á bókinni er vitnað í ýmsar umsagnir svo sem Guðjóns Friðrikssonar núverandi handhafa Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem segir um hana: „Skemmtilegasta og frumlegasta íslenska sjálfsævisagan. „Litrík og kjarnyrt frásögn sem kemur manni í gott skap í hvert sinn sem maður les hana.“ Og rithöfundurinn Páll Baldvin Baldvinsson er hrifinn: „„Dýrð ævisögunnar felst í hispursleysi Gröndals,játningum hans um fögnuð og fegurð lífs, ama hansog önuglyndi; víðáttu heimssýnar hins klassíska fjölfræðings,lifandi tungutaki nítjándu aldar sem hér er opin bók: sígilt rit um mann og samtíma hans.“ Guðjón Friðriksson segir um Dægradvöl Benedikts meðal annars: „Litrík og kjarnyrt frásögn sem kemur manni í gott skap í hvert sinn sem maður les hana.“ En þetta truflar Eiríki ekki hið minnsta.vísir/vilhelm Þá lætur íslenskufræðingurinn Jón Yngvi Jóhannsson ekki sitt eftir liggja: „Ógleymanleg ævisaga eins sérstæðasta og ritfimasta höfundar íslenskrar bókmenntasögu.“ En Eiríkur er ekki hrifinn og eftir að hann birti umsögn sína er sem ís hafi brotnað og stíga margir fram, einkum konur og lýsa því yfir að þær séu hjartanlega sammála Eiríki. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er til að mynda ein þeirra: „Sammála. Ég hef reyndar lesið hana í tvígang. Var um tvítugt í fyrra skiptið og hafði þá mun meiri ánægju af henni. Keypti hana svo fyrir nokkrum árum og las aftur og gat ekki með nokkru móti skilið af hverju.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira