Fótbolti

Kvarta yfir því að leik­maður Barcelona káfaði á klofi leik­manns þeirra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barcelona leikmaðurinn Mapi León hefur ásökuð um að káfa á klofi leikmanns andstæðinganna í miðjum leik.
Barcelona leikmaðurinn Mapi León hefur ásökuð um að káfa á klofi leikmanns andstæðinganna í miðjum leik. Getty/Michael Campanella

Það eru eftirmálar af leik nágrannanna Espanyol og Barcelona í spænsku kvennadeildinni í fótbolta um helgina.

Forráðamenn Espanyol saka Mapi León, leikmann Barcelona, um að hafa káfað á klofi eða kynfærum utanklæða hjá Daniela Caracas, leikmanni Espanyol.

Atvikið varð á fimmtándu mínútu leiksins þegar León og Caracas stilltu sér upp hlið við hlið fyrir fast leikatriði.

Miðvörður Barcelona á þá að hafa sagt eitthvað við Caracas og í framhaldinu káfað á klofi hennar á ósæmilegan hátt.

„Espanyol vill fordæma það sem gerðist í leiknum en við teljum það vera óásættanlegt og ætti heldur ekki að fara framhjá neinum,“ segir í yfirlýsingu Espanyol.

„Á meðan leik stóð þá var Barcelona leikmaðurinn León í baráttu við okkar leikmann Caracas en hún gerðist þá sek um hreyfingu handa sem braut á friðhelgi okkar leikmanns,“ segir í yfirlýsingunni.

„Þegar þetta gerðist þá brást Caracas ekki við þar sem þetta var henni það mikið áfall. Eftir að hafa áttað sig á því hvað hafði gerst þá gerði hún sér betur grein fyrir alvarleika málsins. Hún ákvað hins vegar að bregðast ekki reiðilega við til að sleppa við agabann og um leið að skaða sitt lið,“ segir í yfirlýsingunni.

Espanyol segir líka að leikmaðurinn hafi mátt þola skítkast og níð úr mörgum áttum á samfélagsmiðlum.

Mapi León er 29 ára gömul og á að baki 54 landsleiki fyrir Spán.  Daniela Caracas er 27 ára og frá Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×