Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar 11. febrúar 2025 09:45 Ég er ekki kennari, en ég hef verið grunnskólanemandi og eitt sinn langaði mig til að verða kennari. Ég ákvað þó á endanum að fara aðra leið, því mér fannst kjör kennara og starfsskilyrði ekki nægilega aðlaðandi. Ég er í Háskóla Íslands að leggja stund á hagfræði, en ég hefði aldrei komist þangað án kennara sem veittu mér leiðsögn, hvöttu mig áfram og kenndu mér að beita gagnrýnni hugsun. Það er því sorglegt að kennarar njóta ekki þeirrar virðingar og launakjara sem endurspegla það þjóðhagslega verðmæti sem þeir skapa. Kennarar eru burðarás lýðræðislegra samfélaga. Þeir kenna börnum að lesa, skrifa, reikna og tjá sig – en umfram allt efla þeir gagnrýna hugsun, sem er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu. Hvernig getum við tryggt sterkar lýðræðisstofnanir ef kennarar geta ekki sinnt hlutverki sínu við að mennta unga kynslóð og notið virðingar og mannsæmandi launa? Menntakerfið er líka grunnstoð hagvaxtar. Án þess getum við ekki byggt upp samfélag sem stenst kröfur framtíðarinnar. Það eru kennarar í grunnskólum sem leggja grunninn að þekkingu og hæfni sem síðar nýtist í nýsköpun, tækniþróun og verðmætasköpun. Vanræksla menntunar í dag kostar okkur framtíðina. Við verðum að endurmeta afstöðu okkar til kennarastarfsins. Kennarar eru sérfræðingar í menntun barna, og rétt eins og við treystum heilbrigðisstarfsfólki fyrir lífi okkar, treystum við kennurum fyrir framtíðinni. Við verðum að greiða þeim laun sem endurspegla mikilvægi starfsins og veita þeim skilyrði til að sinna því af fagmennsku og metnaði. Það er óásættanlegt að menntakerfið byggi á ómetanlegu starfi kennara, en þeir þurfi sjálfir að berjast fyrir lágmarksviðurkenningu í formi launa og starfsumhverfis. Ef við metum framtíðina, verðum við að virða kennara í verki. Því það eru viðsjárverðir tímar, besta vörnin eru menntaðir borgarar. Krefjumst betri kjara fyrir kennara. Krefjumst eflingar menntakerfisins. Höfundur er hagfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ekki kennari, en ég hef verið grunnskólanemandi og eitt sinn langaði mig til að verða kennari. Ég ákvað þó á endanum að fara aðra leið, því mér fannst kjör kennara og starfsskilyrði ekki nægilega aðlaðandi. Ég er í Háskóla Íslands að leggja stund á hagfræði, en ég hefði aldrei komist þangað án kennara sem veittu mér leiðsögn, hvöttu mig áfram og kenndu mér að beita gagnrýnni hugsun. Það er því sorglegt að kennarar njóta ekki þeirrar virðingar og launakjara sem endurspegla það þjóðhagslega verðmæti sem þeir skapa. Kennarar eru burðarás lýðræðislegra samfélaga. Þeir kenna börnum að lesa, skrifa, reikna og tjá sig – en umfram allt efla þeir gagnrýna hugsun, sem er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu. Hvernig getum við tryggt sterkar lýðræðisstofnanir ef kennarar geta ekki sinnt hlutverki sínu við að mennta unga kynslóð og notið virðingar og mannsæmandi launa? Menntakerfið er líka grunnstoð hagvaxtar. Án þess getum við ekki byggt upp samfélag sem stenst kröfur framtíðarinnar. Það eru kennarar í grunnskólum sem leggja grunninn að þekkingu og hæfni sem síðar nýtist í nýsköpun, tækniþróun og verðmætasköpun. Vanræksla menntunar í dag kostar okkur framtíðina. Við verðum að endurmeta afstöðu okkar til kennarastarfsins. Kennarar eru sérfræðingar í menntun barna, og rétt eins og við treystum heilbrigðisstarfsfólki fyrir lífi okkar, treystum við kennurum fyrir framtíðinni. Við verðum að greiða þeim laun sem endurspegla mikilvægi starfsins og veita þeim skilyrði til að sinna því af fagmennsku og metnaði. Það er óásættanlegt að menntakerfið byggi á ómetanlegu starfi kennara, en þeir þurfi sjálfir að berjast fyrir lágmarksviðurkenningu í formi launa og starfsumhverfis. Ef við metum framtíðina, verðum við að virða kennara í verki. Því það eru viðsjárverðir tímar, besta vörnin eru menntaðir borgarar. Krefjumst betri kjara fyrir kennara. Krefjumst eflingar menntakerfisins. Höfundur er hagfræðinemi við Háskóla Íslands.
Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun
Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun
Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir Skoðun