Kennari stakk átta ára stúlku til bana Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2025 09:11 Blóm og skilaboð sem íbúar í Daejeon skildu eftir við grunnskólann eftir að kennari þar stakk nemanda til bana í gær. Vísir/EPA Suðurkóreska þjóðin er sögð í áfalli eftir að kennari stakk átta ára gamla stúlku til bana í grunnskóla í gær. Starfandi forseti landsins hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. Stúlkan fannst særð á annarri hæð grunnskólans í borginni Daejeon um klukkan 18:00 að staðartíma í gær. Hennar hafði verið saknað frá því að rútubílstjóri lét vita af því að hún hefði ekki mætt til að vera sótt þá um daginn. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Kennarinn, kona á fimmtugsaldri, var hjá stúlkunni og með stungusár sem lögregla telur að hún gæti hafa veitt sér sjálf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Konan játaði að hafa stungið stúlkuna en yfirvöld segja að hún hafi ekki haft nein tengsl við stúlkuna. Yfirheyra átti konuna frekar eftir skurðaðgerð sem hún gekkst undir vegna sára sinna. Tók annan kennara hálstaki skömmu áður Kennarinn er sagður hafa óskað eftir sex mánaða leyfi vegna þunglyndis í desember og snúið aftur til starfa eftir aðeins tuttugu daga eftir að læknir mat hann tilbúinn til starfa. Nokkrum dögum áður en konan stakk stúlkuna hafði hún sýnt af sér ofbeldisfulla hegðuna og meðal annars tekið samkennara sinn hálstaki. Tveir embættismenn skólayfirvalda heimsóttu skólann vegna þess að morgni árásarinnar og mæltu með því að konan yrði sett í leyfi og haldið aðskilinni frá öðrum kennurum. Henni hafði verið gert að sitja við borð aðstoðarskólastjórans til að hægt væri að hafa eftirlit með henni. Choi Sang-mok, starfandi forseti Suður-Kóreu, hvatti yfirvöld til að grípa til allra mögulegra ráða til þess að koma í veg fyrir sér að atburður af þessu tagi geti endurtekið sig. Suður-Kórea Erlend sakamál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Stúlkan fannst særð á annarri hæð grunnskólans í borginni Daejeon um klukkan 18:00 að staðartíma í gær. Hennar hafði verið saknað frá því að rútubílstjóri lét vita af því að hún hefði ekki mætt til að vera sótt þá um daginn. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Kennarinn, kona á fimmtugsaldri, var hjá stúlkunni og með stungusár sem lögregla telur að hún gæti hafa veitt sér sjálf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Konan játaði að hafa stungið stúlkuna en yfirvöld segja að hún hafi ekki haft nein tengsl við stúlkuna. Yfirheyra átti konuna frekar eftir skurðaðgerð sem hún gekkst undir vegna sára sinna. Tók annan kennara hálstaki skömmu áður Kennarinn er sagður hafa óskað eftir sex mánaða leyfi vegna þunglyndis í desember og snúið aftur til starfa eftir aðeins tuttugu daga eftir að læknir mat hann tilbúinn til starfa. Nokkrum dögum áður en konan stakk stúlkuna hafði hún sýnt af sér ofbeldisfulla hegðuna og meðal annars tekið samkennara sinn hálstaki. Tveir embættismenn skólayfirvalda heimsóttu skólann vegna þess að morgni árásarinnar og mæltu með því að konan yrði sett í leyfi og haldið aðskilinni frá öðrum kennurum. Henni hafði verið gert að sitja við borð aðstoðarskólastjórans til að hægt væri að hafa eftirlit með henni. Choi Sang-mok, starfandi forseti Suður-Kóreu, hvatti yfirvöld til að grípa til allra mögulegra ráða til þess að koma í veg fyrir sér að atburður af þessu tagi geti endurtekið sig.
Suður-Kórea Erlend sakamál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira