Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 23:30 Dómari í inni-bandý í Svíþjóð dæmdi hjá liði sem hann spilaði síðan fyrir. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/R. Wesley Mjög furðulegt mál er komið upp í sænsku deildarkeppninni í inni-bandý. Það lítur út fyrir að einn dómaranna í leik hjá Mölndal hafi spilað fyrir félagið í sömu viku. „Þetta er sorgleg vitleysa,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsbergs Bandy, sem hefur skiljanlega sent inn kvörtun. @Sportbladet Pär Billsmon, yfirmaður aga og reglunefndar sænska bandý-sambandsins, virtist koma af fjöllunum þegar Aftonbladet sóttist eftir útskýringu. „Vandamálið er að það er engin góð útskýring til. Þar liggur vandinn. Kannski er ekki einu sinni til regla fyrir þetta en þetta er náttúrulega bara spurningum um heilbrigða skynsemi. Hjá bæði félaginu og leikmanninum. Ég veit ekki til að svona hafi gerst einhvern tímann áður,“ sagði Pär Billsmon. Mölndal Bandy er að berjast fyrir lífi sínu í sænsku b-deildinni. Liðið vann mikilvægan sigur í einum leik en í þeim næsta var einn dómaranna kominn í búning hjá þeim. „Þetta er ekki í lagi og alls ekki gott mál,“ sagði Billsmonn, sem er yfirmaður dómara. Hann tekur ekki þá afsökun gilda að þetta sé vegna skorts á dómurum. Gustavsberg er að berjast við Mölndal á botni deildarinnar og lagði inn kvörtun. Mótanefnd mun fara yfir málið og það má búast við einhvers konar refsingu. „Þessi tengsl hans við liðið er ekki gott. Ef þú ætlar að dæma í sænsku deildinni þá má ekki vera uppi neinn vafi um hvar hollusta þín liggur,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsberg. Hann segir að þetta mál sé enn alvarlegra vegna þess hversu deildin er jöfn. Úrslitin hafa áhrif á mjög mörg lið í deildinni. Mölndal skilur samt ekki í gagnrýninni þar sem félagið taldi sig hafa fengið leyfi fyrir þessu. Þeir voru að glíma við erfiða stöðu og töldu sig vera í fullum rétti. Liðið vantaði leikmann og kallaði á dómarann. „Þetta getur ekki verið vandamál nema ef hann dæmi fleiri leiki eftir þetta. Það væri mun verra ef hann héldi síðan áfram að dæma eftir að hann spilaði fyrir eitt liðið,“ sagði Pär Ringbo, liðstjóri Mölndal. Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
„Þetta er sorgleg vitleysa,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsbergs Bandy, sem hefur skiljanlega sent inn kvörtun. @Sportbladet Pär Billsmon, yfirmaður aga og reglunefndar sænska bandý-sambandsins, virtist koma af fjöllunum þegar Aftonbladet sóttist eftir útskýringu. „Vandamálið er að það er engin góð útskýring til. Þar liggur vandinn. Kannski er ekki einu sinni til regla fyrir þetta en þetta er náttúrulega bara spurningum um heilbrigða skynsemi. Hjá bæði félaginu og leikmanninum. Ég veit ekki til að svona hafi gerst einhvern tímann áður,“ sagði Pär Billsmon. Mölndal Bandy er að berjast fyrir lífi sínu í sænsku b-deildinni. Liðið vann mikilvægan sigur í einum leik en í þeim næsta var einn dómaranna kominn í búning hjá þeim. „Þetta er ekki í lagi og alls ekki gott mál,“ sagði Billsmonn, sem er yfirmaður dómara. Hann tekur ekki þá afsökun gilda að þetta sé vegna skorts á dómurum. Gustavsberg er að berjast við Mölndal á botni deildarinnar og lagði inn kvörtun. Mótanefnd mun fara yfir málið og það má búast við einhvers konar refsingu. „Þessi tengsl hans við liðið er ekki gott. Ef þú ætlar að dæma í sænsku deildinni þá má ekki vera uppi neinn vafi um hvar hollusta þín liggur,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsberg. Hann segir að þetta mál sé enn alvarlegra vegna þess hversu deildin er jöfn. Úrslitin hafa áhrif á mjög mörg lið í deildinni. Mölndal skilur samt ekki í gagnrýninni þar sem félagið taldi sig hafa fengið leyfi fyrir þessu. Þeir voru að glíma við erfiða stöðu og töldu sig vera í fullum rétti. Liðið vantaði leikmann og kallaði á dómarann. „Þetta getur ekki verið vandamál nema ef hann dæmi fleiri leiki eftir þetta. Það væri mun verra ef hann héldi síðan áfram að dæma eftir að hann spilaði fyrir eitt liðið,“ sagði Pär Ringbo, liðstjóri Mölndal.
Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira