Enski boltinn

Aston Villa mis­tókst að höggva í for­skot Arsenal

Aron Guðmundsson skrifar
Barry fagnar marki sínu í kvöld
Barry fagnar marki sínu í kvöld Vísir/Getty

Everton hafði betur gegn Aston Villa 1-0 í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Það dró til tíðinda á 59.mínútu leiksins þegar að Thierno Barry kom gestunum frá Liverpoolborg yfir með marki eftir vandræðagang heimamanna í öftustu línu. Boltinn datt fyrir Dwight McNeil sem átti skot að marki sem Emiliano Martinez varði en frákastið endaði hjá Barry sem kom boltanum í netið. 

Úrslitin hafa þá þýðingu að Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal á toppi deildarinnar og koma sér um leið í annað sæti hennar.

Arsenal gerði jafntefli við Nottingham Forest í gær og fyrr um daginn hafði Manchester City, sem vermir annað sætið, tapað gegn nágrönnum sínum í Manchester City. 

Staðan á toppi deildarinnar er því þannig að Arsenal vermir toppsætið og er með sjö stiga forskot á Manchester City og Aston Villa sem eru í öðru og þriðja sæti með sama stigafjölda, 43 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×