Fótbolti

Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna

Sindri Sverrisson skrifar
Vinicius og Brahim Diaz með skemmtilegt látbragð í sigrinum magnaða gegn Manchester City í gærkvöld.
Vinicius og Brahim Diaz með skemmtilegt látbragð í sigrinum magnaða gegn Manchester City í gærkvöld. Getty/Jose Hernandez

Dramatíkin var mikil á lokakafla stórskemmtilegs leiks Manchester City og Real Madrid í gærkvöld. Öll mörkin úr leikjunum fjórum í gær, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum, má nú sjá á Vísi.

Fjögur einvígi hófust í gær og fjögur í kvöld, og þeim lýkur svo í næstu viku. Ljóst er að City þarf núna að vinna upp eins marks forskot Real Madrid eftir að hafa kastað frá sér sigrinum á heimavelli í gærkvöld.

Real vann 3-2 eftir að Brahim Diaz og Jude Bellingham skoruðu á síðustu fimm mínútum leiksins. Erling Haaland hafði komið City í tvígang yfir en Kylian Mbappé skoraði fyrsta mark Real með afar óvenjulegum hætti því hann hitti boltann með legghlífinni og sveif boltinn rólega í fjærhornið.

Dortmund er í frábærum málum eftir 3-0 útisigur gegn Sporting Lissabon þar sem mörkin komu öll í seinni hálfleik. Serhou Guirassy og Pascal Gross skoruðu tvö keimlík mörk eftir fyrirgjafir utan af kanti og Karim Adeyemi bætti við þriðja markinu eftir skyndisókn.

Samuel Mbangula tryggði Juventus 2-1 heimasigur gegn PSV með marki á 82. mínútu. Weston McKennie hafði komið Juventus yfir í fyrri hálfleik en hinn 36 ára gamli Ivan Perisic jafnaði metin laglega snemma í seinni hálfleik.

Slagur frönsku liðanna Brest og PSG virðist svo ekki ætla að verða spennandi en PSG vann af öryggi, 3-0, á útivelli í gær þar sem Vitinha skoraði fyrsta markið úr víti en Ousmane Dembélé var maður leiksins og skoraði tvö mörk.


Tengdar fréttir

Bellingham: „Þessi var skrýtinn“

Jude Bellingham var hetja Real Madrid í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Manchester City með síðustu snertingu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×