Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2025 08:39 Alexander O'Donovan-Jones, Gunnar Singh og Ásmundur Alma Guðjónsson. Alexander O'Donovan-Jones hugbúnaðar- og gagnafræðingur, Ásmundur Alma Guðjónsson hugbúnaðarverkfræðingur og Gunni Singh gagnavísindamaður hafa verið ráðnir til Snjallgagna. Fyrirtækið er tíu manna hugbúnaðarhús í Reykjavík sem sérhæfir sig í þróun gervigreindarlausna fyrir atvinnulífið. Í tilkynningu segir að Alexander O'Donovan-Jones sé að upplagi rafeindaverkfræðingur frá University of Reading í Englandi. „Hann starfar hjá Snjallgögnum sem hugbúnaðar- og gagnafræðingur. Helsta hlutverk hans hjá Snjallgögnum er að byggja upp þjónustu, samþættingu og ferla sem hjálpa fyrirtækinu og teyminu að byggja lausnir á sviði gervigreindar, sem hafa burði til að skara fram úr. Alexander kemur til Snjallgagna frá Kara Connect. Hann hefur 18 ára reynslu af nýsköpunarverkefnum hjá sprotafyrirtækjum. Þar hefur hann til að mynda leitt þróun á skalanlegum skýjalausnum og stjórn tækniinnviða í greinum á borð við alþjóðlega leikjahönnun, peningaþvætti, ferðaþjónustu á netinu og heilbrigðistækni. Ásmundur Alma Guðjónsson er hugbúnaðarverkfræðingur með 10 ára starfsreynslu sem sérhæfir sig í náttúrulegri málvinnslu (NLP) með áherslu á að efla máltækni og gervigreindardrifnar lausnir og stuðla að nýsköpun í hugbúnaðarþróun. Ásmundur kemur til Snjallgagna frá 1984 ehf. Hann er með BSc-gráðu í hugbúnaðarverkfræði og MSc-gráðu í máltækni frá Háskólanum í Reykjavík. Ásmundur hefur víðtæka reynslu af gervigreind og vélanámi og starfað við verkefni á borð við þróun gervigreindarlíkana og forritun á bak- og framendum hugbúnaðarkerfa. Gunni Singh er gagnavísindamaður með fjölbreytta reynslu úr fjarskipta-, ráðgjafar- og upplýsingatæknigeiranum. Gunni hefur meistaragráðu í gervigreind frá Queen’s University í Kanada, þar sem hann hlaut styrk fyrir framúrskarandi árangur, og B.Com-gráðu í markaðsfræði frá University of Guelph. Gunni kemur til Snjallgagna frá Activity Stream. Hann hefur unnið að þróun og innleiðingu gagnadrifinna lausna og lagt áherslu á greiningu viðskiptavina, spálíkön og sjálfvirkni rekstrarferla. Gunni hefur sérhæft sig í að nýta gervigreind og gagnavinnslu til að bæta viðskiptaárangur og rekstrarhagkvæmni. Hann hefur leitt ýmis verkefni sem samþætta tækni og stefnumótun til að hámarka skilvirkni og skapa virði fyrir fyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Fyrirtækið er tíu manna hugbúnaðarhús í Reykjavík sem sérhæfir sig í þróun gervigreindarlausna fyrir atvinnulífið. Í tilkynningu segir að Alexander O'Donovan-Jones sé að upplagi rafeindaverkfræðingur frá University of Reading í Englandi. „Hann starfar hjá Snjallgögnum sem hugbúnaðar- og gagnafræðingur. Helsta hlutverk hans hjá Snjallgögnum er að byggja upp þjónustu, samþættingu og ferla sem hjálpa fyrirtækinu og teyminu að byggja lausnir á sviði gervigreindar, sem hafa burði til að skara fram úr. Alexander kemur til Snjallgagna frá Kara Connect. Hann hefur 18 ára reynslu af nýsköpunarverkefnum hjá sprotafyrirtækjum. Þar hefur hann til að mynda leitt þróun á skalanlegum skýjalausnum og stjórn tækniinnviða í greinum á borð við alþjóðlega leikjahönnun, peningaþvætti, ferðaþjónustu á netinu og heilbrigðistækni. Ásmundur Alma Guðjónsson er hugbúnaðarverkfræðingur með 10 ára starfsreynslu sem sérhæfir sig í náttúrulegri málvinnslu (NLP) með áherslu á að efla máltækni og gervigreindardrifnar lausnir og stuðla að nýsköpun í hugbúnaðarþróun. Ásmundur kemur til Snjallgagna frá 1984 ehf. Hann er með BSc-gráðu í hugbúnaðarverkfræði og MSc-gráðu í máltækni frá Háskólanum í Reykjavík. Ásmundur hefur víðtæka reynslu af gervigreind og vélanámi og starfað við verkefni á borð við þróun gervigreindarlíkana og forritun á bak- og framendum hugbúnaðarkerfa. Gunni Singh er gagnavísindamaður með fjölbreytta reynslu úr fjarskipta-, ráðgjafar- og upplýsingatæknigeiranum. Gunni hefur meistaragráðu í gervigreind frá Queen’s University í Kanada, þar sem hann hlaut styrk fyrir framúrskarandi árangur, og B.Com-gráðu í markaðsfræði frá University of Guelph. Gunni kemur til Snjallgagna frá Activity Stream. Hann hefur unnið að þróun og innleiðingu gagnadrifinna lausna og lagt áherslu á greiningu viðskiptavina, spálíkön og sjálfvirkni rekstrarferla. Gunni hefur sérhæft sig í að nýta gervigreind og gagnavinnslu til að bæta viðskiptaárangur og rekstrarhagkvæmni. Hann hefur leitt ýmis verkefni sem samþætta tækni og stefnumótun til að hámarka skilvirkni og skapa virði fyrir fyrirtæki,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira