Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 08:01 Sölvi Geir mun stýra Víkingum í stórleik kvöldsins. Vísir/Arnar Sölva Geir Ottesen er hent út í djúpu laugina í sínu fyrsta verkefni sem þjálfari Víkings. Liðið mætir Panathinaikos frá Grikklandi í sögulegum leik í umspili Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ekkert íslenskt lið hefur komist eins langt í Evrópukeppni og Víkingar. Um er að ræða fyrsta alvöru leik Sölva sem þjálfara Víkings en hann tók við af Arnari Gunnlaugssyni í vetur þegar sá síðarnefndi var ráðinn landsliðsþjálfari. Hann ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Þetta er stórt verkefni. Ég hef bara litið á þetta jákvætt, ég fæ risaverkefni í mínu fyrsta djobbi og mér finnst þetta lyfta mér hraðar á hærra stig. Mér er hent út í djúpu laugina, án kúta, og hef þurft að læra að synda mjög fljótt,“ segir Sölvi. „Það er oft besta leiðin að sleppa hjálpardekkjunum að henda sér af stað. Ég lít bara á þetta sem jákvætt og spennandi. Þetta mun bara ýta mér ennþá hærra til að vera klár,“ bætir hann við. Vonast eftir slyddu á „heimavellinum“ Panathinaikos frá Grikklandi er andstæðingur morgundagsins og telst leikurinn sem heimaleikur Víkings en fer þó fram í Helsinki í Finnlandi vegna þess að enginn völlur hérlendis uppfyllir skilyrði til að halda leikinn. Sölvi segir það ekki trufla menn. „Ég hef eiginlega ekki hugsað út í það. Það var vitað fljótlega að við myndum spila heimaleikinn úti og fókusinn hefur verið á Panathinaikos og okkur og hvað við ætlum að gera. Við spáum bara í hluti sem við getum stjórnað og allt annað gengur sinn gang. Við erum bara einbeittir á þetta verkefni og lítum á þetta sem heimavöll okkar núna,“ „Þetta er mjög svipað, þetta er gervigras og þetta er á svipuðum slóðum á heimskringlunni, norðarlega með kulda. Vonandi fáum við smá slyddu í leiknum svo við fáum alvöru íslenskt veður og okkur líður enn meira eins og heima,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Ekkert íslenskt lið hefur komist eins langt í Evrópukeppni og Víkingar. Um er að ræða fyrsta alvöru leik Sölva sem þjálfara Víkings en hann tók við af Arnari Gunnlaugssyni í vetur þegar sá síðarnefndi var ráðinn landsliðsþjálfari. Hann ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Þetta er stórt verkefni. Ég hef bara litið á þetta jákvætt, ég fæ risaverkefni í mínu fyrsta djobbi og mér finnst þetta lyfta mér hraðar á hærra stig. Mér er hent út í djúpu laugina, án kúta, og hef þurft að læra að synda mjög fljótt,“ segir Sölvi. „Það er oft besta leiðin að sleppa hjálpardekkjunum að henda sér af stað. Ég lít bara á þetta sem jákvætt og spennandi. Þetta mun bara ýta mér ennþá hærra til að vera klár,“ bætir hann við. Vonast eftir slyddu á „heimavellinum“ Panathinaikos frá Grikklandi er andstæðingur morgundagsins og telst leikurinn sem heimaleikur Víkings en fer þó fram í Helsinki í Finnlandi vegna þess að enginn völlur hérlendis uppfyllir skilyrði til að halda leikinn. Sölvi segir það ekki trufla menn. „Ég hef eiginlega ekki hugsað út í það. Það var vitað fljótlega að við myndum spila heimaleikinn úti og fókusinn hefur verið á Panathinaikos og okkur og hvað við ætlum að gera. Við spáum bara í hluti sem við getum stjórnað og allt annað gengur sinn gang. Við erum bara einbeittir á þetta verkefni og lítum á þetta sem heimavöll okkar núna,“ „Þetta er mjög svipað, þetta er gervigras og þetta er á svipuðum slóðum á heimskringlunni, norðarlega með kulda. Vonandi fáum við smá slyddu í leiknum svo við fáum alvöru íslenskt veður og okkur líður enn meira eins og heima,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira