„Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 13:02 Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingum í stórum leik í kvöld. Jafnvel þeim stærsta sem íslenskt fótboltalið hefur spilað. vísir/Aron Öll áhersla Víkinga síðustu vikur og mánuði hefur verið á leik dagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Allar æfingar og leikir hafa tekið mið af leikstíl gríska liðsins. Sölvi Geir Ottesen tók við keflinu af Arnari Gunnlaugssyni í vetur en eftir að Víkingar tryggðu sæti sitt í umspilinu hefur ekkert annað komist að en þessir leikir. Víkingur átti lengsta tímabil íslensks liðs í sögunni á síðasta ári og því tímabili í raun ekki enn lokið. Öll nálgun hafi tekið mið af andstæðingi dagsins. „Við ákváðum það eftir að við komum til baka úr þessu stutta fríi okkar, sem var sirka þrjár vikur, að við skildum setja allan fókusinn okkar á þennan leik. Allir æfingaleikirnir sem við spiluðum voru út frá þessum leik. Kerfin sem við vorum að prófa eru þau sem okkur þótti hentugast á móti þeim,“ segir Sölvi Geir. Aðallið félagsins fékk téð vetrarfrí og þeir sem yngri eru spiluðu fyrstu leiki Víkings í Reykjavíkurmótinu á meðan aðrir kláruðu fríið. Haft margar vikur til að stúdera Grikkina Á meðal þeirra leikmanna sem spiluðu þar var Stígur Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir Víkings fyrir áramót, en fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir Reykjavíkurmótið. Umtalaðar voru sektir sem Víkingur tók á kassann til að Stígur gæti komist inn í hlutina, öðlast leikform og spilað með í Reykjavíkurmótinu. „Það er líka kannski ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann í Reykjavíkurmótinu til að undirbúa okkur fyrir þetta verkefni. Við höfum haft góðan tíma til að fara yfir þetta. Það er kannski það jákvæða við okkar einvígi á móti Panathinaikos að við höfum haft margar vikur til að stúdera þá og gera okkur klára fyrir þennan leik. Kannski vegur upp á móti að við erum ekki í besta leikforminu,“ segir Sölvi Geir. Ekkert kvartað í erfiðum janúar Víkingar séu sannarlega ekki á sama stað og þegar síðustu Evrópuleikir fóru fram. Margir leikirnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar voru í miðri viku á milli mikilvægra leikja hér heima og þá gafst andrými á milli þeirra þegar leið á. Þó engin pása í líkingu við þá sem þeir hafa fengið síðustu vikur, á meðan Panathinaikos er á miðju tímabili. „Við erum ekki á sama stað og við vorum þegar við vorum að spila á móti LASK og Djugarden þessa síðustu leiki í Sambandsdeildinni en teljum okkur samt sem áður verið í góðu formi. Við höfum lent í hindrunum með veður og svoleiðis heima, það hefur ekki verið besta verðið í janúar, En ég verð að hrósa leikmönnum fyrir það hversu einbeittir þeir voru í gegnum allt þetta ferli að koma sér í gang. Þeir kvörtuðu ekki einu sinni yfir því sem bjátaði á og mér líður rosalega vel með hvar liðið er statt núna. Við erum bara fullir tilhlökkunar,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen tók við keflinu af Arnari Gunnlaugssyni í vetur en eftir að Víkingar tryggðu sæti sitt í umspilinu hefur ekkert annað komist að en þessir leikir. Víkingur átti lengsta tímabil íslensks liðs í sögunni á síðasta ári og því tímabili í raun ekki enn lokið. Öll nálgun hafi tekið mið af andstæðingi dagsins. „Við ákváðum það eftir að við komum til baka úr þessu stutta fríi okkar, sem var sirka þrjár vikur, að við skildum setja allan fókusinn okkar á þennan leik. Allir æfingaleikirnir sem við spiluðum voru út frá þessum leik. Kerfin sem við vorum að prófa eru þau sem okkur þótti hentugast á móti þeim,“ segir Sölvi Geir. Aðallið félagsins fékk téð vetrarfrí og þeir sem yngri eru spiluðu fyrstu leiki Víkings í Reykjavíkurmótinu á meðan aðrir kláruðu fríið. Haft margar vikur til að stúdera Grikkina Á meðal þeirra leikmanna sem spiluðu þar var Stígur Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir Víkings fyrir áramót, en fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir Reykjavíkurmótið. Umtalaðar voru sektir sem Víkingur tók á kassann til að Stígur gæti komist inn í hlutina, öðlast leikform og spilað með í Reykjavíkurmótinu. „Það er líka kannski ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann í Reykjavíkurmótinu til að undirbúa okkur fyrir þetta verkefni. Við höfum haft góðan tíma til að fara yfir þetta. Það er kannski það jákvæða við okkar einvígi á móti Panathinaikos að við höfum haft margar vikur til að stúdera þá og gera okkur klára fyrir þennan leik. Kannski vegur upp á móti að við erum ekki í besta leikforminu,“ segir Sölvi Geir. Ekkert kvartað í erfiðum janúar Víkingar séu sannarlega ekki á sama stað og þegar síðustu Evrópuleikir fóru fram. Margir leikirnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar voru í miðri viku á milli mikilvægra leikja hér heima og þá gafst andrými á milli þeirra þegar leið á. Þó engin pása í líkingu við þá sem þeir hafa fengið síðustu vikur, á meðan Panathinaikos er á miðju tímabili. „Við erum ekki á sama stað og við vorum þegar við vorum að spila á móti LASK og Djugarden þessa síðustu leiki í Sambandsdeildinni en teljum okkur samt sem áður verið í góðu formi. Við höfum lent í hindrunum með veður og svoleiðis heima, það hefur ekki verið besta verðið í janúar, En ég verð að hrósa leikmönnum fyrir það hversu einbeittir þeir voru í gegnum allt þetta ferli að koma sér í gang. Þeir kvörtuðu ekki einu sinni yfir því sem bjátaði á og mér líður rosalega vel með hvar liðið er statt núna. Við erum bara fullir tilhlökkunar,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira