Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2025 16:53 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að hver og einn framhaldsskóli sé vinnuveitandi kennara í skilningi laga um kjaradeilur. Því hafi nýlegur dómur Félagsdóms í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands engin áhrif á fyrirhuguð verkföll framhaldsskólakennara. Samningafundum í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og SÍS lauk um klukkan 16 eftir að hafa staðið síðan klukkan 11 í morgun. Guðjón Hreinn ræddi við fréttamann að fundi loknum en gaf lítið upp um gang viðræðna. „Við erum að kasta á milli okkar hlutum og reyna að lenda,“ segir hann. Hafa ekki rætt launatöflur Launatöflur hafi ekki verið ræddar á fundinum í dag en krafa FF sé jöfnun kjara milli almenns markaðar og hins opinbera, líkt og kröfur annarra félaga innan KÍ. Þá segist hann ekkert geta sagt til um hversu lengi sé búist við að samræðurnar taki að þessu sinni. „Við ætlum bara að einbeita okkur að vinnunni. Við vonumst til þess að getum náð þessu saman. Við erum ekkert í neinum slíkum hugmyndum, það er dagur fyrir dag núna.“ Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif Þá segir Guðjón Hreinn að dómur Félagsdóms á dögunum hafi engin áhrif á fyrirhuguð verkföll. Félagsdómur féllst þá á með SÍS að boðuð verkföll í aðeins litlum hluta leik- og grunnskóla væru ólögmæt. „Þetta snýst um hugtakið vinnustað, eða vinnuveitanda öllu heldur. Það er ljóst að hver framhaldsskóli er sérstök ríkisstofnun og er þar með skýr vinnuveitandi. Þannig að það hefur ekki áhrif á framhaldsskóladeiluna,“ segir Guðjón Hreinn. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Samningafundum í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og SÍS lauk um klukkan 16 eftir að hafa staðið síðan klukkan 11 í morgun. Guðjón Hreinn ræddi við fréttamann að fundi loknum en gaf lítið upp um gang viðræðna. „Við erum að kasta á milli okkar hlutum og reyna að lenda,“ segir hann. Hafa ekki rætt launatöflur Launatöflur hafi ekki verið ræddar á fundinum í dag en krafa FF sé jöfnun kjara milli almenns markaðar og hins opinbera, líkt og kröfur annarra félaga innan KÍ. Þá segist hann ekkert geta sagt til um hversu lengi sé búist við að samræðurnar taki að þessu sinni. „Við ætlum bara að einbeita okkur að vinnunni. Við vonumst til þess að getum náð þessu saman. Við erum ekkert í neinum slíkum hugmyndum, það er dagur fyrir dag núna.“ Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif Þá segir Guðjón Hreinn að dómur Félagsdóms á dögunum hafi engin áhrif á fyrirhuguð verkföll. Félagsdómur féllst þá á með SÍS að boðuð verkföll í aðeins litlum hluta leik- og grunnskóla væru ólögmæt. „Þetta snýst um hugtakið vinnustað, eða vinnuveitanda öllu heldur. Það er ljóst að hver framhaldsskóli er sérstök ríkisstofnun og er þar með skýr vinnuveitandi. Þannig að það hefur ekki áhrif á framhaldsskóladeiluna,“ segir Guðjón Hreinn.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira