Vill auka eftirlit með þungaflutningum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 06:02 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir þungaflutninga auka slit á vegum margfalt séu tonnin fleiri en þau mega vera. Vísir/Sigurjón Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga. Eyjólfur segir vegi lifandi fyrirbæri og það sé alltaf verið að þróa nýjar leiðir. Hönnunarleiðbeiningar og staðlar sem notast sé við komi frá Noregi til dæmis en gögnin séu staðfærð hér á landi. Leiðbeiningarnar séu öllum aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útboðsskilmálar byggi alltaf á gögnunum sem sé þó erfitt að festa í lög. Það yrði of flókið. „Það eru ákveðin atriði sem eru séríslensk fyrirbæri. Það eru blæðingar í bundnu slitlagi hér, algengt á sumrin og veturna, dýpri hjólför,“ segir Eyjólfur og að veðráttan geti haft áhrif á það. Hann segir loftslag líka öðruvísi hér en til dæmis í Þýskalandi og Noregi. Vegagerðin vilji leggja meira malbik en bundna slitlagið sé ódýrara. Það sé hægt að leggja fleiri vegi með því að nota það í stað malbiksins. Fjallað um viðhaldsskuld í stjórnarsáttmála Ráðherra segir gríðarlega aukningu í umferð vegna fjölgunar ferðamanna og aukningu í þungaflutningum. Um það sé fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að auka fjárfestingu í samgöngum, hefja framkvæmdir um land allt og vinna upp viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það sé aðeins hægt að greiða þá skuld með því að setja meiri pening í verkefnið. Nauðsynlegt sé að viðhalda virði innviða okkar. Virðið minnki þegar viðhaldið sé ekki nægilegt og þannig hafi virði vegakerfisins minnkað með minna viðhaldi. Hámark þungaflutninga sé 49 tonn og sé farið fram yfir það aukist álagið á vegunum í veldisvexti. Hvert auka tonn auki slit verulega. Frá fyrsta degi í stól samgönguráðherra hafi hann legið yfir vandamálinu. Áður fyrr hafi verið meira eftirlit með þungaflutningum þar sem bílarnir hafi verið vigtaðir af starfsfólki Vegagerðarinnar. Verkefnið hafi verið fært til lögreglunnar en Eyjólfur vill skoða hvort betra væri að færa það aftur til Vegagerðarinnar eða auka samstarf þessara tveggja aðila. Hann ætli að skoða hvernig þetta hafi gengið hjá lögreglu. „Um leið og þú ferð fram yfir leyfilegan tonnafjölda eykst álagið á vegina alveg gríðarlega mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að allir þungaflutningar séu samkvæmt þeim reglum sem settar eru.“ Hin aukna umferð hafi áhrif á viðhaldsskuldina. Stjórnvöld ætli að verja 40 milljörðum í samgöngur; 27 fari í framkvæmdir og viðhald en 13 í þjónustu. Viðhaldsskuldin nái aftur til hruns en ný ríkisstjórn ætli í átak í þessum málum. Viðtalið við Eyjólf má heyra í heild sinni hér að ofan en hann ætlar sömuleiðis að leggjast yfir strandsiglingar hér á landi. Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Vegagerð Færð á vegum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Eyjólfur segir vegi lifandi fyrirbæri og það sé alltaf verið að þróa nýjar leiðir. Hönnunarleiðbeiningar og staðlar sem notast sé við komi frá Noregi til dæmis en gögnin séu staðfærð hér á landi. Leiðbeiningarnar séu öllum aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útboðsskilmálar byggi alltaf á gögnunum sem sé þó erfitt að festa í lög. Það yrði of flókið. „Það eru ákveðin atriði sem eru séríslensk fyrirbæri. Það eru blæðingar í bundnu slitlagi hér, algengt á sumrin og veturna, dýpri hjólför,“ segir Eyjólfur og að veðráttan geti haft áhrif á það. Hann segir loftslag líka öðruvísi hér en til dæmis í Þýskalandi og Noregi. Vegagerðin vilji leggja meira malbik en bundna slitlagið sé ódýrara. Það sé hægt að leggja fleiri vegi með því að nota það í stað malbiksins. Fjallað um viðhaldsskuld í stjórnarsáttmála Ráðherra segir gríðarlega aukningu í umferð vegna fjölgunar ferðamanna og aukningu í þungaflutningum. Um það sé fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að auka fjárfestingu í samgöngum, hefja framkvæmdir um land allt og vinna upp viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það sé aðeins hægt að greiða þá skuld með því að setja meiri pening í verkefnið. Nauðsynlegt sé að viðhalda virði innviða okkar. Virðið minnki þegar viðhaldið sé ekki nægilegt og þannig hafi virði vegakerfisins minnkað með minna viðhaldi. Hámark þungaflutninga sé 49 tonn og sé farið fram yfir það aukist álagið á vegunum í veldisvexti. Hvert auka tonn auki slit verulega. Frá fyrsta degi í stól samgönguráðherra hafi hann legið yfir vandamálinu. Áður fyrr hafi verið meira eftirlit með þungaflutningum þar sem bílarnir hafi verið vigtaðir af starfsfólki Vegagerðarinnar. Verkefnið hafi verið fært til lögreglunnar en Eyjólfur vill skoða hvort betra væri að færa það aftur til Vegagerðarinnar eða auka samstarf þessara tveggja aðila. Hann ætli að skoða hvernig þetta hafi gengið hjá lögreglu. „Um leið og þú ferð fram yfir leyfilegan tonnafjölda eykst álagið á vegina alveg gríðarlega mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að allir þungaflutningar séu samkvæmt þeim reglum sem settar eru.“ Hin aukna umferð hafi áhrif á viðhaldsskuldina. Stjórnvöld ætli að verja 40 milljörðum í samgöngur; 27 fari í framkvæmdir og viðhald en 13 í þjónustu. Viðhaldsskuldin nái aftur til hruns en ný ríkisstjórn ætli í átak í þessum málum. Viðtalið við Eyjólf má heyra í heild sinni hér að ofan en hann ætlar sömuleiðis að leggjast yfir strandsiglingar hér á landi.
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Vegagerð Færð á vegum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira