Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 10:31 Rod Stewart ræddi við Peter Schmeichel fyrir leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Rod var í stuði, vægt til orða tekið. Vísir/Getty Breski söngvarinn Rod Stewart sló heldur betur í gegn í beinum útsendingum TNT Sport og CBS frá leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Þar viðurkenndi Stewart að hann væri búinn að fá sér nokkra. Rod Stewart, nú áttatíu ára gamall, hefur átt ófáa smellina í gegnum tíðina. Hann er mikill stuðningsmaður skoska fótboltaliðsins Celtic og var mættur til þess að styðja sína menn á Celtic Park í fyrri leik liðsins gegn þýska stórveldinu Bayern Munchen í umspili fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nokkuð óvænt var hann tekinn í viðtal bæði hjá TNT Sports og CBS á hliðarlínunni á Celtic Park. Hjá CBS ræddi hann við markvarðargoðsögnina Peter Schmeichel sem og við Thierry Henry, Kate Scott, Jamie Carragher og Micah Richards í stúdíói en þáttur þeirra hefur slegið í gegn á tímabilinu. File this Rod Stewart interview under ICONIC 😂💚 pic.twitter.com/xsAgN6TutT— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 12, 2025 Rod, lék á als oddi. Þegar að vallarþulurinn byrjaði að gjamma í kallkerfi Celtic Park sagði hann honum að þegja. Þá viðurkenndi Rod í upphafi viðtalsins við Schmeichel að hann væri búinn að fá sér nokkra. Fjórmenningar CBS voru á meðan í hláturskasti hinum megin á línunni og áður en langt var um liðið sagði Stewart: „Ég held þið ættuð að taka mig úr loftinu. Eg er bara að verða mér til skammar.“ Úrslit leiksins fóru ekki eins og Rod Stewart hefði viljað. Bayern bar 2-1 sigur úr býtum og er því með eins marks forystu í einvíginu fyrir seinni leik þess eftir tæpa viku. Samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um hvort liðið fer áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Rod Stewart, nú áttatíu ára gamall, hefur átt ófáa smellina í gegnum tíðina. Hann er mikill stuðningsmaður skoska fótboltaliðsins Celtic og var mættur til þess að styðja sína menn á Celtic Park í fyrri leik liðsins gegn þýska stórveldinu Bayern Munchen í umspili fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nokkuð óvænt var hann tekinn í viðtal bæði hjá TNT Sports og CBS á hliðarlínunni á Celtic Park. Hjá CBS ræddi hann við markvarðargoðsögnina Peter Schmeichel sem og við Thierry Henry, Kate Scott, Jamie Carragher og Micah Richards í stúdíói en þáttur þeirra hefur slegið í gegn á tímabilinu. File this Rod Stewart interview under ICONIC 😂💚 pic.twitter.com/xsAgN6TutT— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 12, 2025 Rod, lék á als oddi. Þegar að vallarþulurinn byrjaði að gjamma í kallkerfi Celtic Park sagði hann honum að þegja. Þá viðurkenndi Rod í upphafi viðtalsins við Schmeichel að hann væri búinn að fá sér nokkra. Fjórmenningar CBS voru á meðan í hláturskasti hinum megin á línunni og áður en langt var um liðið sagði Stewart: „Ég held þið ættuð að taka mig úr loftinu. Eg er bara að verða mér til skammar.“ Úrslit leiksins fóru ekki eins og Rod Stewart hefði viljað. Bayern bar 2-1 sigur úr býtum og er því með eins marks forystu í einvíginu fyrir seinni leik þess eftir tæpa viku. Samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um hvort liðið fer áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira