Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 09:30 John Eustace er hættur hjá Blackburn til að taka við Derby. Getty/Rob Newell Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Blackburn lýsa yfir vonbrigðum með þá ákvörðun knattspyrnustjórans John Eustace að yfirgefa félagið. Hann tók tilboði Derby sem er sextán sætum neðar en Blackburn í ensku B-deildinni. Eustace, sem er 45 ára, lék með Derby árið 2009 og einnig á síðustu árum ferils síns, 2013-15. Í tilkynningu Blackburn um brotthvarf stjórans segir að félagið sýni því skilning að Eustace vilji flytja nær fjölskyldu sinni og taka við liði sem hann hafi áður verið hjá. Félagið er engu að síður vonsvikið: „Félagið hafði vonast til að John myndi klára tímabilið og halda áfram sínu frábæra starfi, sérstaklega eftir að hafa styrkt leikmannahópinn í janúar og komið okkur í sterka stöðu í deildinni,“ segir í tilkynningunni. Blackburn er í 5. sæti B-deildarinnar en tvö lið fara beint upp og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Derby er tveimur stigum frá botni deildarinnar, í fjórða neðsta sæti, og hefur leikið leik meira en liðin þrjú sem sitja í fallsætunum. Eins og segir í tilkynningu Blackburn þá sótti félagið nýja leikmenn í janúarglugganum en það hafði jafnframt í för með sér að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson, sem glímt hefur við meiðsli og veikindi á tímabilinu, var tekinn af lista yfir löglega leikmenn liðsins það sem eftir lifir leiktíðar. Arnór fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir vinnubrögðum Blackburn-manna sem með því að skýra ekki stöðuna fyrr gerðu Arnóri mun erfiðara fyrir að finna sér nýtt og spennandi félag. Eustace sagði í viðtali við Lancashire Telegraph að Blackburn hefði neyðst til að taka Arnór af leikmannalista sínum eftir að hafa landað leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum. Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Eustace, sem er 45 ára, lék með Derby árið 2009 og einnig á síðustu árum ferils síns, 2013-15. Í tilkynningu Blackburn um brotthvarf stjórans segir að félagið sýni því skilning að Eustace vilji flytja nær fjölskyldu sinni og taka við liði sem hann hafi áður verið hjá. Félagið er engu að síður vonsvikið: „Félagið hafði vonast til að John myndi klára tímabilið og halda áfram sínu frábæra starfi, sérstaklega eftir að hafa styrkt leikmannahópinn í janúar og komið okkur í sterka stöðu í deildinni,“ segir í tilkynningunni. Blackburn er í 5. sæti B-deildarinnar en tvö lið fara beint upp og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Derby er tveimur stigum frá botni deildarinnar, í fjórða neðsta sæti, og hefur leikið leik meira en liðin þrjú sem sitja í fallsætunum. Eins og segir í tilkynningu Blackburn þá sótti félagið nýja leikmenn í janúarglugganum en það hafði jafnframt í för með sér að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson, sem glímt hefur við meiðsli og veikindi á tímabilinu, var tekinn af lista yfir löglega leikmenn liðsins það sem eftir lifir leiktíðar. Arnór fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir vinnubrögðum Blackburn-manna sem með því að skýra ekki stöðuna fyrr gerðu Arnóri mun erfiðara fyrir að finna sér nýtt og spennandi félag. Eustace sagði í viðtali við Lancashire Telegraph að Blackburn hefði neyðst til að taka Arnór af leikmannalista sínum eftir að hafa landað leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum. Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10. febrúar 2025 12:32