„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. febrúar 2025 20:59 RC Lens v Panathinaikos - UEFA Europa Conference League - Qualifying round LENS, FRANCE - AUGUST 22: Sverrir Ingason of Panathinaikos FC looks on prior to the UEFA Europa Conference League qualifying round match between Lens and Panathinaikos at Stade Bollaert-Delelis on August 22, 2024 in Lens, France. (Photo by Franco Arland/Getty Images) Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku. „Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur í dag. Víkingarnir voru bara betri en við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Gerðu okkur mjög erfitt fyrir og við virtumst einhvern veginn ekki klárir. Þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir seinni leikinn ef við ætlum að fara áfram úr þessu einvígi,“ sagði Sverrir fljótlega eftir leik. „Í fyrra markinu voru þeir ákveðnari en við, unnu bolta eitt, tvö og þrjú, sem gerir það að verkum að þeir skora í autt markið. Í seinni markinu vorum við einhvern veginn í engu jafnvægi, boltinn hafnar af slánni og dettur fyrir framan markið þar sem hann skorar einn og óvaldaður. Mér fannst þetta saga dagsins. Við vörðumst ekki vel og vorum ekki effektívir með boltann heldur, þannig að við áttum ekkert annað skilið en að tapa þessum leik í dag,“ hélt hann svo áfram. Misstu tvo í meiðsli Panathinaikos missti tvo menn í meiðsli í fyrri hálfleik og þurfti að gera breytingar á miðjunni og í miðvarðarstöðunni. „Ekki gott fyrir okkur. Við erum að spila mikið af leikjum, búið að vera erfið verkefni og verða það áfram. Aldrei gott að missa menn í meiðsli en við þurfum bara að nota þá sem eru available, eins og staðan er núna.“ Markið mikilvæga Þrátt fyrir fremur slaka frammistöðu tókst Panathinaikos að skora og minnka muninn í eitt mark fyrir seinni leik liðanna. „Mjög mikilvægt að skora þetta mark í lok leiks, annars hefði þetta verið enn þá erfiðara fyrir okkur í næstu viku þegar við spilum heima, en þetta gefur okkur von um að við séum inni í einvíginu enn þá. Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir næstu viku.“ „Ég held að við þurfum að spila betur alls staðar, verjast betur, hreyfa boltann betur… Við þurfum að sjá hvað við getum gert betur, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Sverrir að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 20. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Sverrir Ingi eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
„Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur í dag. Víkingarnir voru bara betri en við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Gerðu okkur mjög erfitt fyrir og við virtumst einhvern veginn ekki klárir. Þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir seinni leikinn ef við ætlum að fara áfram úr þessu einvígi,“ sagði Sverrir fljótlega eftir leik. „Í fyrra markinu voru þeir ákveðnari en við, unnu bolta eitt, tvö og þrjú, sem gerir það að verkum að þeir skora í autt markið. Í seinni markinu vorum við einhvern veginn í engu jafnvægi, boltinn hafnar af slánni og dettur fyrir framan markið þar sem hann skorar einn og óvaldaður. Mér fannst þetta saga dagsins. Við vörðumst ekki vel og vorum ekki effektívir með boltann heldur, þannig að við áttum ekkert annað skilið en að tapa þessum leik í dag,“ hélt hann svo áfram. Misstu tvo í meiðsli Panathinaikos missti tvo menn í meiðsli í fyrri hálfleik og þurfti að gera breytingar á miðjunni og í miðvarðarstöðunni. „Ekki gott fyrir okkur. Við erum að spila mikið af leikjum, búið að vera erfið verkefni og verða það áfram. Aldrei gott að missa menn í meiðsli en við þurfum bara að nota þá sem eru available, eins og staðan er núna.“ Markið mikilvæga Þrátt fyrir fremur slaka frammistöðu tókst Panathinaikos að skora og minnka muninn í eitt mark fyrir seinni leik liðanna. „Mjög mikilvægt að skora þetta mark í lok leiks, annars hefði þetta verið enn þá erfiðara fyrir okkur í næstu viku þegar við spilum heima, en þetta gefur okkur von um að við séum inni í einvíginu enn þá. Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir næstu viku.“ „Ég held að við þurfum að spila betur alls staðar, verjast betur, hreyfa boltann betur… Við þurfum að sjá hvað við getum gert betur, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Sverrir að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 20. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Sverrir Ingi eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira