Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 10:02 Víkingar stóðu sig frábærlega gegn Panathinaikos í gær og unnu sögulegan sigur Vísir/Samsett mynd Víkingur Reykjavík vann sögulegan 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspilum um laust sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í gær. Sögulegur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir. Grískir miðlar fara ekki mjúkum höndum um lið Panathinaikos í kjölfar tapsins. Nikos Athanasiou, blaðamaður Gazettunnar í Grikklandi segir frammistöðu liðsins og tapið óásættanlegt og óafsakanlegt með öllu. „Leikmenn Panathinaikos voru vonlausir gegn leikmönnum Víkings sem spiluðu þennan leik eins og hann væri þeirra síðasti, þeir sýndu dug og hjarta, hugrekki og höfðu skýrt plan. Þeir gerðu lítið úr hátt launuðum kollegum sínum.“ Hann vill að þeir 150 stuðningsmenn Panathinaikos sem gerðu sér ferð til Helsinki fái miðann sinn endurgreiddan. „Þeir eyddu miklum fjárhæðum til að geta komist til Helsinki, studdu við bakið á liðinu í heimskautskulda og snúa nú aftur sorgmæddir til Aþenu. Þeir horfðu á þessa hörmungar frammistöðu á með eigin augum á staðnum. Mér finnst það lágmarks krafa að Panathinaikos sýni þeim þá virðingu að endurgreiða þeim miðann sinn og bjóða þeim frítt á næsta leik.“ Það var Davíð Örn Atlason sem kom Víkingum yfir í gær með sínu fyrsta Evrópumarki. Matthías Vilhjálmsson tvöfaldaði svo forystu Víkinga á 56.mínútu áður en gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Leftera Bakolias, blaðamaður SDNA tekur í svipaðan streng og kollegi sinn hjá Gazettunni. Úrslitin í gær séu niðurlægjandi fyrir Panathinaikos. „Þetta tap er skammarlegt. Kvöld niðurlægingar í sögu Panathinaikos. Hver sá sem klæðist treyju félagsins hefur engan rétt á því að smána félagið svona.“ Panathinaikos sé núna aðhlátursefni. Seinni leikur Panathinaikos og Víkings Reykjavíkur, sem verður sýndur í beinni á Vodafone Sport, fer fram í Aþenu eftir tæpa viku. Víkingur leiðir einvígið 2-1 en samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um það hvort liðið kemst í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05 Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41 „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Grískir miðlar fara ekki mjúkum höndum um lið Panathinaikos í kjölfar tapsins. Nikos Athanasiou, blaðamaður Gazettunnar í Grikklandi segir frammistöðu liðsins og tapið óásættanlegt og óafsakanlegt með öllu. „Leikmenn Panathinaikos voru vonlausir gegn leikmönnum Víkings sem spiluðu þennan leik eins og hann væri þeirra síðasti, þeir sýndu dug og hjarta, hugrekki og höfðu skýrt plan. Þeir gerðu lítið úr hátt launuðum kollegum sínum.“ Hann vill að þeir 150 stuðningsmenn Panathinaikos sem gerðu sér ferð til Helsinki fái miðann sinn endurgreiddan. „Þeir eyddu miklum fjárhæðum til að geta komist til Helsinki, studdu við bakið á liðinu í heimskautskulda og snúa nú aftur sorgmæddir til Aþenu. Þeir horfðu á þessa hörmungar frammistöðu á með eigin augum á staðnum. Mér finnst það lágmarks krafa að Panathinaikos sýni þeim þá virðingu að endurgreiða þeim miðann sinn og bjóða þeim frítt á næsta leik.“ Það var Davíð Örn Atlason sem kom Víkingum yfir í gær með sínu fyrsta Evrópumarki. Matthías Vilhjálmsson tvöfaldaði svo forystu Víkinga á 56.mínútu áður en gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Leftera Bakolias, blaðamaður SDNA tekur í svipaðan streng og kollegi sinn hjá Gazettunni. Úrslitin í gær séu niðurlægjandi fyrir Panathinaikos. „Þetta tap er skammarlegt. Kvöld niðurlægingar í sögu Panathinaikos. Hver sá sem klæðist treyju félagsins hefur engan rétt á því að smána félagið svona.“ Panathinaikos sé núna aðhlátursefni. Seinni leikur Panathinaikos og Víkings Reykjavíkur, sem verður sýndur í beinni á Vodafone Sport, fer fram í Aþenu eftir tæpa viku. Víkingur leiðir einvígið 2-1 en samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um það hvort liðið kemst í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05 Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41 „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05
Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41
„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39