Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 13:30 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver og uppskar rautt spjald. Getty/Carl Recine Öfugt við það sem fullyrt var á vef ensku úrvalsdeildarinnar í gær þá er ekki ljóst hvort og þá hve langt leikbann Arne Slot, stjóri Liverpool, fær eftir rauða spjaldið sem hann fékk að loknum grannaslagnum við Everton á miðvikudagskvöld. Slot var einn af þeim sem fengu að líta rauða spjaldið eftir lætin sem urðu að loknu 2-2 jafntefli Everton og Liverpool, í síðasta grannaslagnum á Goodison Park. Upp úr sauð eftir að Abdoulaye Doucouré, leikmaður Everton, fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og var Curtis Jones fyrstur á vettvang til að eiga við Doucouré. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið. Slot fékk svo beint rautt spjald eftir að hafa tekið í hönd dómarans Michael Oliver og látið einhver orð falla. Röng frétt á heimasíðu deildarinnar Mannleg mistök eru sögð ástæða þess að á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar var í gær fullyrt að Slot væri kominn í tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð Olivers. Rautt spjald á knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni hefur nefnilega ekki sjálfkrafa í för með sér bann. Enska knattspyrnusambandið þarf fyrst að leggja fram kæru, í síðasta lagi á mánudaginn. Liverpool hefur svo þrjá virka daga til að bregðast við kærunni og knattspyrnusambandið þrjá daga til viðbótar til að taka sína ákvörðun. ESPN segir í sinni grein að því sé ljóst að nær öruggt sé að Slot stýri Liverpool gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa næsta miðvikudag. Jones verður aftur á móti sjálfkrafa í banni gegn Wolves, rétt eins og Doucouré gegn Crystal Palace á morgun. Myndi vilja hafa hagað sér öðruvísi Slot var fullur eftirsjár þegar hann ræddi um hegðun sína á blaðamannafundi í dag. „Núna er ákveðið ferli í gangi og ég verð að virða það. Tilfinningarnar tóku yfir hjá mér. Ef að ég gæti farið til baka og gert hlutina öðruvísi þá myndi ég svo sannarlega vilja það og vonandi geri ég þetta öðruvísi næst,“ sagði Slot. „Ég held að það sem gerðist hafi verið það að fimm mínútna uppbótartíminn varð að átta mínútum. Það gerðist margt. Ég hefði átt að haga mér öðruvísi eftir leikinn en það eru tilfinningar í þessari íþrótt og stundum taka menn rangar ákvarðanir. Það gerði ég svo sannarlega,“ sagði Slot. Moyes skilningsríkur Kollegi hans hjá Everton, David Moyes, sýndi hegðun Slot fullan skilning: „Þetta var tilfinningaríkt kvöld fyrir alla. Ég vorkenni aðeins Slot því svona er þetta. Þegar ég var ungur stjóri var ég alltaf að lenda í svona hitaaugnablikum. Þetta sýnir að honum er annt um félagið og að hann berst fyrir sína leikmenn,“ sagði Moyes. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Slot var einn af þeim sem fengu að líta rauða spjaldið eftir lætin sem urðu að loknu 2-2 jafntefli Everton og Liverpool, í síðasta grannaslagnum á Goodison Park. Upp úr sauð eftir að Abdoulaye Doucouré, leikmaður Everton, fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og var Curtis Jones fyrstur á vettvang til að eiga við Doucouré. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið. Slot fékk svo beint rautt spjald eftir að hafa tekið í hönd dómarans Michael Oliver og látið einhver orð falla. Röng frétt á heimasíðu deildarinnar Mannleg mistök eru sögð ástæða þess að á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar var í gær fullyrt að Slot væri kominn í tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð Olivers. Rautt spjald á knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni hefur nefnilega ekki sjálfkrafa í för með sér bann. Enska knattspyrnusambandið þarf fyrst að leggja fram kæru, í síðasta lagi á mánudaginn. Liverpool hefur svo þrjá virka daga til að bregðast við kærunni og knattspyrnusambandið þrjá daga til viðbótar til að taka sína ákvörðun. ESPN segir í sinni grein að því sé ljóst að nær öruggt sé að Slot stýri Liverpool gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa næsta miðvikudag. Jones verður aftur á móti sjálfkrafa í banni gegn Wolves, rétt eins og Doucouré gegn Crystal Palace á morgun. Myndi vilja hafa hagað sér öðruvísi Slot var fullur eftirsjár þegar hann ræddi um hegðun sína á blaðamannafundi í dag. „Núna er ákveðið ferli í gangi og ég verð að virða það. Tilfinningarnar tóku yfir hjá mér. Ef að ég gæti farið til baka og gert hlutina öðruvísi þá myndi ég svo sannarlega vilja það og vonandi geri ég þetta öðruvísi næst,“ sagði Slot. „Ég held að það sem gerðist hafi verið það að fimm mínútna uppbótartíminn varð að átta mínútum. Það gerðist margt. Ég hefði átt að haga mér öðruvísi eftir leikinn en það eru tilfinningar í þessari íþrótt og stundum taka menn rangar ákvarðanir. Það gerði ég svo sannarlega,“ sagði Slot. Moyes skilningsríkur Kollegi hans hjá Everton, David Moyes, sýndi hegðun Slot fullan skilning: „Þetta var tilfinningaríkt kvöld fyrir alla. Ég vorkenni aðeins Slot því svona er þetta. Þegar ég var ungur stjóri var ég alltaf að lenda í svona hitaaugnablikum. Þetta sýnir að honum er annt um félagið og að hann berst fyrir sína leikmenn,“ sagði Moyes.
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira