Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2025 12:20 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Vísir/Egill Skólastjóri Laugalækjarskóla segir alla í áfalli yfir skotvopni sem nemendur skólans fundu á þaki hans seint í gærkvöldi. Hann segir lögreglu nú yfirfara myndefni úr eftirlitsmyndavél sem nái tvær vikur aftur í tímann. Jón Páll Haraldsson skólastjóri sendir foreldrum og forráðamönnum póst á tólfta tímanum. Þar segist hann þurfa að flytja mjög óhugguleg tíðindi sem komi aftan að öllum. „Eftir farsæla árshátíð í Laugardalshöll héldu nemendur skólans heim í háttinn. Í góða vetrinu skruppu nokkrir nemendur upp á þak skólans. Þó það sé ekki beint í leiðinni heim eða leyfilegt í neinum skilningi þá gerist það reglulega að krakkar klifri þar upp,“ segir Jón Páll. „Á afviknum stað uppi á þakinu ráku krakkarnir augu í poka sem þeim fannst ekki eiga heima þar. Í ljós kom að í pokanum var eitthvað sem þau töldu vera skotvopn, sem nú hefur verið staðfest. Krakkarnir höfðu strax samband við lögreglu sem kom á svæðið og tók vopnið. Engin skotfæri fundust.“ Ástmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fund vopnsins við fréttastofu. Rannsókn lögreglu er hafin. Jón Páll segir hana munu ná til efnis úr eftirlitsmyndavélum skólan sem geyma efni tvær vikur aftur í tímann. „Þetta er okkur öllum mikið áfall og veldur óhug. Fyrir mitt leyti get ég þó ekki með nokkru móti tengt þetta við eitt né neitt í skólastarfinu undanfarna mánuði. Ég bið ykkur öll um að ræða þetta heima við og ég mun veita ykkur ítarlegri upplýsingar þegar og ef ég fæ þær.“ Grunnskólar Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Jón Páll Haraldsson skólastjóri sendir foreldrum og forráðamönnum póst á tólfta tímanum. Þar segist hann þurfa að flytja mjög óhugguleg tíðindi sem komi aftan að öllum. „Eftir farsæla árshátíð í Laugardalshöll héldu nemendur skólans heim í háttinn. Í góða vetrinu skruppu nokkrir nemendur upp á þak skólans. Þó það sé ekki beint í leiðinni heim eða leyfilegt í neinum skilningi þá gerist það reglulega að krakkar klifri þar upp,“ segir Jón Páll. „Á afviknum stað uppi á þakinu ráku krakkarnir augu í poka sem þeim fannst ekki eiga heima þar. Í ljós kom að í pokanum var eitthvað sem þau töldu vera skotvopn, sem nú hefur verið staðfest. Krakkarnir höfðu strax samband við lögreglu sem kom á svæðið og tók vopnið. Engin skotfæri fundust.“ Ástmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fund vopnsins við fréttastofu. Rannsókn lögreglu er hafin. Jón Páll segir hana munu ná til efnis úr eftirlitsmyndavélum skólan sem geyma efni tvær vikur aftur í tímann. „Þetta er okkur öllum mikið áfall og veldur óhug. Fyrir mitt leyti get ég þó ekki með nokkru móti tengt þetta við eitt né neitt í skólastarfinu undanfarna mánuði. Ég bið ykkur öll um að ræða þetta heima við og ég mun veita ykkur ítarlegri upplýsingar þegar og ef ég fæ þær.“
Grunnskólar Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira