Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2025 13:26 Pitsaostur hefur komið Íslandi í skammarkrók Evrópusambandsins. Cooksimage/Getty Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nýr fjármálaráðherra hafi nú birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til lögmæts horfs. „Félag atvinnurekenda fagnar því að vinda eigi ofan af því stjórnsýsluhneyksli, sem fyrri ákvörðun stjórnvalda var,“ segir í tilkynningu. Ber háan toll að ósekju Forsaga málsins sé í stuttu máli sú að heildsala hér á landi hafi hafið innflutning pitsuost með íblandaðri jurtaolíu. Samkvæmt ráðleggingum starfsmanna tollstjóra hafi osturinn verið flokkaður sem vara sem ber ekki tolla. „MS og Bændasamtökin þrýstu á stjórnvöld að flokka vöruna í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Látið var undan þeim þrýstingi og bar yfirtollvörður fyrir dómi í máli Danóls gegn ríkinu að fjármálaráðuneytið hefði gert embættinu að „fremja ólög“. Heil deild hjá Skattinum sagði sig frá málinu í framhaldinu en tollflokkuninni var engu að síður breytt.“ Alþjóðatollastofnunin ósammála Osturinn hafi verið fluttur inn frá Belgíu og tollflokkun stjórnvalda hafi verið í andstöðu við afstöðu belgískra tollayfirvalda, formlega afstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og túlkun Alþjóðatollastofnunarinnar, WCO. Evrópusambandið hafi látið á málið reyna hjá WCO og tollflokkunarfundur stofnunarinnar komist að þeirri niðurstöðu í mars 2023 að varan ætti að flokkast í 21. kafla tollskrárinnar, sem ber ekki tolla. Íslensk stjórnvöld hafi neitað að fara eftir þeirri niðurstöðu. Sett í skammarkrókinn í fyrsta sinn Eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi verið tekin ákvörðun um að setja Ísland í fyrsta sinn á lista yfir viðskiptahindranir, sem ríki utan ESB beita útflytjendur innan sambandsins. Í lýsingu málsins komi fram að varan eigi að njóta tollfrelsis samkvæmt bókun 3 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið en íslensk stjórnvöld hafi flokkað hana í tollflokk sem beri 30 prósent verðtoll og 798 króna magntoll á kíló, sem „hindri þannig útflutning frá ESB til Íslands.“ Fyrr í vikunni hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu, þar sem lögð er til leiðrétting á tollflokkuninni til fyrra horfs. Meðal annars með vísan til áðurnefndrar ákvörðunar WCO. Félagið fagnar „Við fögnum þessum viðsnúningi nýrrar ríkisstjórnar eindregið. Málið allt var stjórnsýsluhneyksli frá upphafi til enda. Látið var undan þrýstingi frá hagsmunaaðilum og vara færð á milli tollflokka, þvert á álit tollflokkunarsérfræðinga Skattsins. Fjármálaráðuneytið beitti óeðlilegum þrýstingi. Gögnum var stungið undir stól og þau bæði falin fyrir fyrirtækinu sem í hlut á, sem er brot á stjórnsýslulögum, og fyrir dómstólum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Ísland hafi hundsað álit Alþjóðatollastofnunarinnar og þar að auki tekið vöru, sem sé tollfrjáls samkvæmt EES-samningnum og fært hana í tollflokk sem ber háa tolla. „Fyrrverandi fjármálaráðherra varði þennan gjörning með kjafti og klóm á Alþingi. Að íslensk stjórnvöld hunsi alþjóðlegu tollskrána, ákvarðanir WCO, EES-samninginn og sjónarmið ESB, sem er okkar stærsti markaður, skapar stórvarasamt fordæmi. Þessi leikur verður vonandi aldrei endurtekinn, enda setja slík vinnubrögð utanríkisviðskipti Íslands í uppnám.“ Athugasemd Bændasamtakanna Bændasamtök Íslands hafa gert athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar. Hana má sjá hér að neðan: Bændasamtök Íslands gera athugasemd við fréttina Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Í fréttinni segir m.a.: Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Eftir lestur fréttarinnar má draga þá ályktun að í þessu felist að Ísland sé komið í skammarkrók hjá ESB. Miðað við þær upplýsingar sem Bændasamtökin hafa er þarna rangt með farið, enda ekki um að ræða neitt í líkingu við skammarkrók. Er þarna um að ræða lista yfir kvartanir til ESB, en skráning á listann felur hvorki í sér ákvörðun eða tilkynningu af hálfu ESB. Eins og sjá má á listanum sem um ræðir þá eru þar ýmis mál til umfjöllunar gagnvart fjölda landa og þar á meðal er annað EES land þ.e. Noregur. Einnig eru önnur stór viðskiptalönd ESB á listanum eins og Argentína, Ástralía, Bretland, Bandaríkin og Kanada. Þar sem fyrirtæki innan ESB eiga rétt á því að stofna til slíkra kvartana þá verður einfaldlega að líta á skráningu Íslands á listann sem eðlilegan hluta þess að eiga í milliríkjaviðskiptum við ESB. Matur Skattar og tollar Neytendur Evrópusambandið Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nýr fjármálaráðherra hafi nú birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til lögmæts horfs. „Félag atvinnurekenda fagnar því að vinda eigi ofan af því stjórnsýsluhneyksli, sem fyrri ákvörðun stjórnvalda var,“ segir í tilkynningu. Ber háan toll að ósekju Forsaga málsins sé í stuttu máli sú að heildsala hér á landi hafi hafið innflutning pitsuost með íblandaðri jurtaolíu. Samkvæmt ráðleggingum starfsmanna tollstjóra hafi osturinn verið flokkaður sem vara sem ber ekki tolla. „MS og Bændasamtökin þrýstu á stjórnvöld að flokka vöruna í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Látið var undan þeim þrýstingi og bar yfirtollvörður fyrir dómi í máli Danóls gegn ríkinu að fjármálaráðuneytið hefði gert embættinu að „fremja ólög“. Heil deild hjá Skattinum sagði sig frá málinu í framhaldinu en tollflokkuninni var engu að síður breytt.“ Alþjóðatollastofnunin ósammála Osturinn hafi verið fluttur inn frá Belgíu og tollflokkun stjórnvalda hafi verið í andstöðu við afstöðu belgískra tollayfirvalda, formlega afstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og túlkun Alþjóðatollastofnunarinnar, WCO. Evrópusambandið hafi látið á málið reyna hjá WCO og tollflokkunarfundur stofnunarinnar komist að þeirri niðurstöðu í mars 2023 að varan ætti að flokkast í 21. kafla tollskrárinnar, sem ber ekki tolla. Íslensk stjórnvöld hafi neitað að fara eftir þeirri niðurstöðu. Sett í skammarkrókinn í fyrsta sinn Eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi verið tekin ákvörðun um að setja Ísland í fyrsta sinn á lista yfir viðskiptahindranir, sem ríki utan ESB beita útflytjendur innan sambandsins. Í lýsingu málsins komi fram að varan eigi að njóta tollfrelsis samkvæmt bókun 3 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið en íslensk stjórnvöld hafi flokkað hana í tollflokk sem beri 30 prósent verðtoll og 798 króna magntoll á kíló, sem „hindri þannig útflutning frá ESB til Íslands.“ Fyrr í vikunni hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu, þar sem lögð er til leiðrétting á tollflokkuninni til fyrra horfs. Meðal annars með vísan til áðurnefndrar ákvörðunar WCO. Félagið fagnar „Við fögnum þessum viðsnúningi nýrrar ríkisstjórnar eindregið. Málið allt var stjórnsýsluhneyksli frá upphafi til enda. Látið var undan þrýstingi frá hagsmunaaðilum og vara færð á milli tollflokka, þvert á álit tollflokkunarsérfræðinga Skattsins. Fjármálaráðuneytið beitti óeðlilegum þrýstingi. Gögnum var stungið undir stól og þau bæði falin fyrir fyrirtækinu sem í hlut á, sem er brot á stjórnsýslulögum, og fyrir dómstólum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Ísland hafi hundsað álit Alþjóðatollastofnunarinnar og þar að auki tekið vöru, sem sé tollfrjáls samkvæmt EES-samningnum og fært hana í tollflokk sem ber háa tolla. „Fyrrverandi fjármálaráðherra varði þennan gjörning með kjafti og klóm á Alþingi. Að íslensk stjórnvöld hunsi alþjóðlegu tollskrána, ákvarðanir WCO, EES-samninginn og sjónarmið ESB, sem er okkar stærsti markaður, skapar stórvarasamt fordæmi. Þessi leikur verður vonandi aldrei endurtekinn, enda setja slík vinnubrögð utanríkisviðskipti Íslands í uppnám.“ Athugasemd Bændasamtakanna Bændasamtök Íslands hafa gert athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar. Hana má sjá hér að neðan: Bændasamtök Íslands gera athugasemd við fréttina Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Í fréttinni segir m.a.: Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Eftir lestur fréttarinnar má draga þá ályktun að í þessu felist að Ísland sé komið í skammarkrók hjá ESB. Miðað við þær upplýsingar sem Bændasamtökin hafa er þarna rangt með farið, enda ekki um að ræða neitt í líkingu við skammarkrók. Er þarna um að ræða lista yfir kvartanir til ESB, en skráning á listann felur hvorki í sér ákvörðun eða tilkynningu af hálfu ESB. Eins og sjá má á listanum sem um ræðir þá eru þar ýmis mál til umfjöllunar gagnvart fjölda landa og þar á meðal er annað EES land þ.e. Noregur. Einnig eru önnur stór viðskiptalönd ESB á listanum eins og Argentína, Ástralía, Bretland, Bandaríkin og Kanada. Þar sem fyrirtæki innan ESB eiga rétt á því að stofna til slíkra kvartana þá verður einfaldlega að líta á skráningu Íslands á listann sem eðlilegan hluta þess að eiga í milliríkjaviðskiptum við ESB.
Bændasamtök Íslands gera athugasemd við fréttina Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Í fréttinni segir m.a.: Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Eftir lestur fréttarinnar má draga þá ályktun að í þessu felist að Ísland sé komið í skammarkrók hjá ESB. Miðað við þær upplýsingar sem Bændasamtökin hafa er þarna rangt með farið, enda ekki um að ræða neitt í líkingu við skammarkrók. Er þarna um að ræða lista yfir kvartanir til ESB, en skráning á listann felur hvorki í sér ákvörðun eða tilkynningu af hálfu ESB. Eins og sjá má á listanum sem um ræðir þá eru þar ýmis mál til umfjöllunar gagnvart fjölda landa og þar á meðal er annað EES land þ.e. Noregur. Einnig eru önnur stór viðskiptalönd ESB á listanum eins og Argentína, Ástralía, Bretland, Bandaríkin og Kanada. Þar sem fyrirtæki innan ESB eiga rétt á því að stofna til slíkra kvartana þá verður einfaldlega að líta á skráningu Íslands á listann sem eðlilegan hluta þess að eiga í milliríkjaviðskiptum við ESB.
Matur Skattar og tollar Neytendur Evrópusambandið Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira