Viðburðurinn var sérstaklega tileinkaður einhleypum í tilefni Galentine’s Day, alþjóðlegs vináttudags kvenna, sem er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heiminn þann 13. febrúar ár hvert, daginn fyrir Valentínusardaginn.
Gestir fengu tækifæri til að spreyta sig í hinu skemmtilega dildókasti og snúa lukkuhjóli í von um að tryggja sér fullnægandi vinninga.
DJ Anna María hélt uppi stemningunni, á meðan Sigga Kling spáði fyrir um ástina og deildi visku sinni og góðum ráðum á sinn einstaka hátt.
Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum.














