Dómarinn kveður Facebook með tárum Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2025 15:27 Einn frægasti álitsgjafi landsins kveður, í bili. Brynjar er hér ásamt Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur en hún sótti einnig um stöðuna sem Brynjar hreppti. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson héraðsdómari, en hann hefur verið einhver vinsælasti gasprari á Facebook, kveður samfélagsmiðilinn og segir tal þar ekki samræmast nýju starfi. „Eins og fram hefur komið í fréttum hef ég verið settur sem héraðsdómari til ársloka. Eðli máls samkvæmt takmarkar það málfrelsi mitt á opinberum vettvangi og þátttaka í pólitísku starfi lýkur jafnframt.“ Sjálfskipaðir stjórnsýslufræðingar láta gamminn geysa Þannig hefst einskonar kveðjupistill Brynjars. Hann segist nú vilja fylgja þessum skráðu og óskráðu reglum meðan hann starfi sem dómari. Brynjar getur þó ekki á sér setið í kveðjupistli sínum; hann notar tækifærið og sendir mönnum glósu og aðra: „Stjórnsýslufræðingar, ekki síst sjálfskipaðir, hafa tekið til máls í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að þessi tímabundna setning mín í starf héraðsdómara var kunngerð. Má ráða af þeim skrifum að ég sé meira og minna vanhæfur til dómstarfa vegna þess að ég hef verið í stjórnmálum og tjáð skoðanir á þeim vettvangi. Einnig haldið fram fullum fetum að mér hafi verið tryggð full eftirlaun dómara til æviloka með þessari setningu í starf héraðsdómara.“ Meira lesinn en miðlar sem þiggja styrki Brynjar segir þetta úr lausu lofti gripið, í raun blanda af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hann vill minna þessa sérfræðinga á að dómendum ber í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögunum, eins og segir í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Það þýði að eigin skoðanir eða réttlæti getur ekki ráðið niðurstöðunni. Skipan Brynjars í stöðu héraðsdómara er umdeild og þannig ritaði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar leiðara og lýsir yfir sárum vonbrigðum með skipanina. Niðurlag hennar skrifa er á þessa leið: „Í dag búum við enn við réttarkerfi sem var mótað af körlum. Karlar settu lögin og túlkuðu þau, með þeim afleiðingum að reynsla og lífsviðhorf karla voru lögð til grundvallar réttinum. Karla sem sumir hverjir höfðu sömu viðhorf og Brynjar.“ Brynjar hins vegar lætur þetta ekki á sig fá. „Að lokum vil ég þakka fésbókarvinum mínum og fylgjendum samfylgdina öll árin. Miðað við viðbrögðin við skrifum mínum sýnist mér þið hafið fylgst nokkuð vel með mér. Sennilega hef ég haft fleiri lesendur en miðlarnir sem fá styrkina frá skattgreiðendum en geta ekki einu sinni farið rétt með staðreyndir um eftirlaun héraðsdómara. Sennilega þarf að hækka styrkina. Takk fyrir mig í bili.“ Dómstólar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
„Eins og fram hefur komið í fréttum hef ég verið settur sem héraðsdómari til ársloka. Eðli máls samkvæmt takmarkar það málfrelsi mitt á opinberum vettvangi og þátttaka í pólitísku starfi lýkur jafnframt.“ Sjálfskipaðir stjórnsýslufræðingar láta gamminn geysa Þannig hefst einskonar kveðjupistill Brynjars. Hann segist nú vilja fylgja þessum skráðu og óskráðu reglum meðan hann starfi sem dómari. Brynjar getur þó ekki á sér setið í kveðjupistli sínum; hann notar tækifærið og sendir mönnum glósu og aðra: „Stjórnsýslufræðingar, ekki síst sjálfskipaðir, hafa tekið til máls í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að þessi tímabundna setning mín í starf héraðsdómara var kunngerð. Má ráða af þeim skrifum að ég sé meira og minna vanhæfur til dómstarfa vegna þess að ég hef verið í stjórnmálum og tjáð skoðanir á þeim vettvangi. Einnig haldið fram fullum fetum að mér hafi verið tryggð full eftirlaun dómara til æviloka með þessari setningu í starf héraðsdómara.“ Meira lesinn en miðlar sem þiggja styrki Brynjar segir þetta úr lausu lofti gripið, í raun blanda af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hann vill minna þessa sérfræðinga á að dómendum ber í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögunum, eins og segir í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Það þýði að eigin skoðanir eða réttlæti getur ekki ráðið niðurstöðunni. Skipan Brynjars í stöðu héraðsdómara er umdeild og þannig ritaði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar leiðara og lýsir yfir sárum vonbrigðum með skipanina. Niðurlag hennar skrifa er á þessa leið: „Í dag búum við enn við réttarkerfi sem var mótað af körlum. Karlar settu lögin og túlkuðu þau, með þeim afleiðingum að reynsla og lífsviðhorf karla voru lögð til grundvallar réttinum. Karla sem sumir hverjir höfðu sömu viðhorf og Brynjar.“ Brynjar hins vegar lætur þetta ekki á sig fá. „Að lokum vil ég þakka fésbókarvinum mínum og fylgjendum samfylgdina öll árin. Miðað við viðbrögðin við skrifum mínum sýnist mér þið hafið fylgst nokkuð vel með mér. Sennilega hef ég haft fleiri lesendur en miðlarnir sem fá styrkina frá skattgreiðendum en geta ekki einu sinni farið rétt með staðreyndir um eftirlaun héraðsdómara. Sennilega þarf að hækka styrkina. Takk fyrir mig í bili.“
Dómstólar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira