David Moyes finnur til með Arne Slot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2025 18:00 David Moyes og Arne Slot á hliðarlínunni í leik Everton og Liverpool á Goodison Park í vikunni. Getty/Robbie Jay Barratt David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, vorkennir kollega sínum Arne Slot hjá Liverpool eftir að sá hollenski fékk að líta rauða spjaldið í lok borgarslags Everton og Liverpool á miðvikudagskvöldið. Michael Oliver dómari sýndi Slot enga miskunn eftir að Slot sagði eitthvað við hann þegar hann tók í hönd hans og þakkaði fyrir leikinn. Bæði Slot og aðstoðarmaður hans fengu rauða spjaldið. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á áttundu mínútu í uppbótatíma og svekkelsið var mikið. Það voru líka mikil læti eftir leik og tveir leikmenn fóru að slást. Abdoulaye Doucouré var fórnarlamb kynþáttaníðs sem bæði félögin fordæmdu eftir leikinn. Liverpool maðurinn Curtis Jones var mjög ósáttur með það að Doucouré fagnaði sigri fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Þeir slógust og fengu síðan báðir rautt spjald. „Það er í fínu lagi með Doucouré. Ég var vonsvikinn með að hann var rekinn af velli. Félagið mun skoða það betur. Þetta var tilfinningaríkt kvöld og allir tóku þátt í því,“ sagði David Moyes. ESPN segir frá. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Liverpool liði, líklega besta liði Evrópu, og við urðum því að skila okkar bestu frammistöðu,“ sagði Moyes. „Ég finn samt til með Arne Slot því ég þekki svona frá því að ég var ungur stjóri. Ég lenti oft í svona þegar ég var yngri. Það segir mér að þetta skipti hann miklu máli og að hann vilji berjast fyrir leikmenn sína og félagið,“ sagði Moyes. Hann hefur vit á því að æða ekki í átt að dómaranum eftir svekkjandi úrslit. „Ég var svekktur með Doucouré af því að hann spilaði svo vel í leiknum og stóð sig svo vel fyrir liðið. Hann myndi ekki gera þetta ef hann gæti valið um það núna. Það breytir ekki því að fólk hefur ekki leyfi til að svívirða þig. Ef það er raunin þá er það kolrangt,“ sagði Moyes. Slot ræddi rauða spjaldið á blaðamannafundi sínum og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann sagði að tilfinningarnar hefðu hlaupið með hann í gönur. David Moyes has sympathised with Arne Slot after the #LFC boss was sent off in a chaotic end to the Merseyside derby.#BBCFootball pic.twitter.com/tr21JalfvA— Match of the Day (@BBCMOTD) February 14, 2025 Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Sjá meira
Michael Oliver dómari sýndi Slot enga miskunn eftir að Slot sagði eitthvað við hann þegar hann tók í hönd hans og þakkaði fyrir leikinn. Bæði Slot og aðstoðarmaður hans fengu rauða spjaldið. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á áttundu mínútu í uppbótatíma og svekkelsið var mikið. Það voru líka mikil læti eftir leik og tveir leikmenn fóru að slást. Abdoulaye Doucouré var fórnarlamb kynþáttaníðs sem bæði félögin fordæmdu eftir leikinn. Liverpool maðurinn Curtis Jones var mjög ósáttur með það að Doucouré fagnaði sigri fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Þeir slógust og fengu síðan báðir rautt spjald. „Það er í fínu lagi með Doucouré. Ég var vonsvikinn með að hann var rekinn af velli. Félagið mun skoða það betur. Þetta var tilfinningaríkt kvöld og allir tóku þátt í því,“ sagði David Moyes. ESPN segir frá. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Liverpool liði, líklega besta liði Evrópu, og við urðum því að skila okkar bestu frammistöðu,“ sagði Moyes. „Ég finn samt til með Arne Slot því ég þekki svona frá því að ég var ungur stjóri. Ég lenti oft í svona þegar ég var yngri. Það segir mér að þetta skipti hann miklu máli og að hann vilji berjast fyrir leikmenn sína og félagið,“ sagði Moyes. Hann hefur vit á því að æða ekki í átt að dómaranum eftir svekkjandi úrslit. „Ég var svekktur með Doucouré af því að hann spilaði svo vel í leiknum og stóð sig svo vel fyrir liðið. Hann myndi ekki gera þetta ef hann gæti valið um það núna. Það breytir ekki því að fólk hefur ekki leyfi til að svívirða þig. Ef það er raunin þá er það kolrangt,“ sagði Moyes. Slot ræddi rauða spjaldið á blaðamannafundi sínum og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann sagði að tilfinningarnar hefðu hlaupið með hann í gönur. David Moyes has sympathised with Arne Slot after the #LFC boss was sent off in a chaotic end to the Merseyside derby.#BBCFootball pic.twitter.com/tr21JalfvA— Match of the Day (@BBCMOTD) February 14, 2025
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Sjá meira