Sér samninginn endurtekið í hyllingum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 23:10 Verkföll eru framundan. Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar. Verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst þann 3. mars næstkomandi í Kópavogsbæ en þar eru 22 leikskólar. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi fara einnig í verkfall 3. mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Þá hefst atkvæðagreiðsla um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðarbyggðar eftir helgi. Fyrr í mánuðinum voru aðgerðir Kennarasambandsins, sem náðu til þrettán leikskóla og sjö grunnskóla dæmd ólögmæt af Félagsdómi. Einungis verkfall í leikskólanum í Snæfellsnesbæ var talið löglegt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vonar að nýja verkfallsboðunin hafi ekki áhrif á samningaviðræður milli kennara, ríkis og sveitarfélaga. „Það hefur náðst árangur í mörgu finnst mér, við höfum verið í góðri umræðu við launagreiðendur um virðismatsvegferðina sem að ríkissáttasemjari hefur verið að leggja svolítið til og bæði forsætisráðherra og formaður sambandsins hafa stutt. Við lendum í því að síðasta sunnudag kemur Félagsdómur sem að dæmir þær aðgerðir sem voru ólöglegar. Það auðvitað kom okkur mjög á óvart og veit ég fleiri lögfræðingum í opinberum launþegasamtökum. Við fórum strax um kvöldið að lesa hvað væri leyfilegt og það var ákveðið fordæmi í þeim eina leikskóla sem var dæmdur í löglegu verkfalli,“ segir Magnús Þór. „Því miður hefur það verið þannig í þessum viðræðum að það hefur yfirleitt verið mesti fókusinn á viðræður þegar það eru aðgerðir á leiðinni eða í gangi.“ Vildu dreifa verkföllunum Ákveðið var að verkföll yrðu í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem að ekki hafa verið verkföll þar áður. „Það var ástæðan það. Við höfðum verið að dreifa verkföllunum í grunnskólunum á álíka staði. Þetta er þannig núna að við vorum að velja sveitarfélög en ekki einstaka skóla. Það eru aðildarfélög KÍ hvert og eitt sem að velja ákveðna skóla og núna þá sveitarfélög sem urðu fyrir valinu. Þetta var niðurstaðan,“ segir Magnús. Framundan eru einnig ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla sem hefjast 21. febrúar. Magnús vonar að yfirvofandi verkfall hjálpi samningsaðilum að semja sem fyrst. Hann er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Mér finnst við oft síðustu daga hafa verið á þeim stað að við gætum farið yfir þessa síðustu brú,“ segir Magnús. „Það er löngu kominn tími á að við klárum þessa kjarasamninga.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst þann 3. mars næstkomandi í Kópavogsbæ en þar eru 22 leikskólar. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi fara einnig í verkfall 3. mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Þá hefst atkvæðagreiðsla um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðarbyggðar eftir helgi. Fyrr í mánuðinum voru aðgerðir Kennarasambandsins, sem náðu til þrettán leikskóla og sjö grunnskóla dæmd ólögmæt af Félagsdómi. Einungis verkfall í leikskólanum í Snæfellsnesbæ var talið löglegt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vonar að nýja verkfallsboðunin hafi ekki áhrif á samningaviðræður milli kennara, ríkis og sveitarfélaga. „Það hefur náðst árangur í mörgu finnst mér, við höfum verið í góðri umræðu við launagreiðendur um virðismatsvegferðina sem að ríkissáttasemjari hefur verið að leggja svolítið til og bæði forsætisráðherra og formaður sambandsins hafa stutt. Við lendum í því að síðasta sunnudag kemur Félagsdómur sem að dæmir þær aðgerðir sem voru ólöglegar. Það auðvitað kom okkur mjög á óvart og veit ég fleiri lögfræðingum í opinberum launþegasamtökum. Við fórum strax um kvöldið að lesa hvað væri leyfilegt og það var ákveðið fordæmi í þeim eina leikskóla sem var dæmdur í löglegu verkfalli,“ segir Magnús Þór. „Því miður hefur það verið þannig í þessum viðræðum að það hefur yfirleitt verið mesti fókusinn á viðræður þegar það eru aðgerðir á leiðinni eða í gangi.“ Vildu dreifa verkföllunum Ákveðið var að verkföll yrðu í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem að ekki hafa verið verkföll þar áður. „Það var ástæðan það. Við höfðum verið að dreifa verkföllunum í grunnskólunum á álíka staði. Þetta er þannig núna að við vorum að velja sveitarfélög en ekki einstaka skóla. Það eru aðildarfélög KÍ hvert og eitt sem að velja ákveðna skóla og núna þá sveitarfélög sem urðu fyrir valinu. Þetta var niðurstaðan,“ segir Magnús. Framundan eru einnig ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla sem hefjast 21. febrúar. Magnús vonar að yfirvofandi verkfall hjálpi samningsaðilum að semja sem fyrst. Hann er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Mér finnst við oft síðustu daga hafa verið á þeim stað að við gætum farið yfir þessa síðustu brú,“ segir Magnús. „Það er löngu kominn tími á að við klárum þessa kjarasamninga.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira