Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nokkrir nemendur í skólanum fundu skotvopnið eftir að hafa klifrað upp á þakið að lokinni árshátíð nemenda í Laugardalshöll.
Maðurinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag.
„Svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því, en til rannsóknar hjá lögreglu er óskylt mál sem maðurinn er grunaður um aðild að. Skotvopnið tengist því máli, en vopnið hafði verið mjög stutt á þaki skólans áður en það fannst,“ segir í tilkynningunni.
Maðurinn hefur þá ekki neina tengingu við skólasamfélagið. Skotvopnsfundurinn olli óhug innan skólasamfélagasins.