Handbolti

Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í topp­sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Berg Andrason skoraði níu mörk fyrir FH í kvöld þar af sjö þeirra í fyrri hálfleiknum.
Jóhannes Berg Andrason skoraði níu mörk fyrir FH í kvöld þar af sjö þeirra í fyrri hálfleiknum. Vísir/Diego

FH endurheimti toppsætið í Olís deild karla í handbolta með langþráðum sigri í kvöld.

FH vann þá sextán marka útisigur á Fjölni, 38-22, en stigin tvö komu liðinu upp fyrir Fram þótt að liðin séu jöfn.

Sigur FH var mjög öruggur eins og lokatölurnar sýna en liðið var sex mörkum yfir í hálfleik, 18-12. Jóhannes Berg Andrason nýtti öll sjö skotin sín í fyrri hálfleiknum.

FH var komið tíu mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn búinn.

FH hafði ekki unnið leik á nýju ári. Þeir voru án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum sínum og duttu líka út fyrir ÍBV í bikarnum.

Þetta var fyrstu deildarsigur FH í meira en sjötíu daga eða síðan liðið vann HK 5. desember á síðasta ári.

Jóhannes Berg Andrason skoraði níu mörk fyirr FH og Garðar Ingi Sindrason var með sjö mörk. Einar Örn Sindrason skoraði fimm mörk. Björgvin Páll Rúnarsson skoraði mest fyrir Fjölni eða sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×