Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 12:30 Kylian Mbappé og Lorenzo glaðbeittir í heimsókn stráksins unga til Madridar í janúar. realmadrid.com Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé minntist unga aðdáandans Lorenzo, í færslu á samfélagsmiðlum, eftir að þessi 10 ára strákur lést síðasta miðvikudag. Lorenzo var með ólæknandi heilaæxli. Hann hafði fengið að kynnast Mbappé og nokkrum vikum áður en Lorenzo lést bauð Mbappé honum í heimsókn, í gegnum áhrifavaldinn Julian Gerondi sem L‘Equipe segir að noti TikTok-frægð sína til að hjálpa langveikum börnum að fá drauma uppfyllta. Lorenzo flaug til Madridar í boði Mbappé og sá hann skora í 4-1 sigri Real Madrid gegn Las Palmas þann 19. janúar. Fagnaðarfundir urðu þegar þeir hittust eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan sem Real Madrid birti. 🤍 ¡El sueño cumplido de Lorenzo al conocer a @KMbappe! 🤍 pic.twitter.com/evIco5SrOe— Real Madrid C.F. (@realmadrid) January 21, 2025 Lorenzo lést á miðvikudagskvöld á sjúkrahúsi í Rouen í Frakklandi. Mbappé birti þá færslu á Instagram þar sem hann skrifaði: „Eftir langa baráttu, sem þú tókst á við af hugrekki, þá kvaddir þú í nótt. Ég sendi foreldrum þínum, sem studdu þig svo vel á þessum erfiðu tímum, allar mínar hlýjustu hugsanir. Ég fékk þann heiður að verja smátíma með þér og kynnast því hvað þú varst mikill snillingur og hvatning fyrir aðra. Þinn vinur, Kylian.“ Á heimasíðu Real Madrid er sömuleiðis greint frá andláti Lorenzo. „Við munum alltaf minnast „Lorenzo litla“ með mikilli væntumþykju og hann verður áfram í hjörtum okkar,“ segir í tilkynningu Spánarmeistaranna. Spænski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
Lorenzo var með ólæknandi heilaæxli. Hann hafði fengið að kynnast Mbappé og nokkrum vikum áður en Lorenzo lést bauð Mbappé honum í heimsókn, í gegnum áhrifavaldinn Julian Gerondi sem L‘Equipe segir að noti TikTok-frægð sína til að hjálpa langveikum börnum að fá drauma uppfyllta. Lorenzo flaug til Madridar í boði Mbappé og sá hann skora í 4-1 sigri Real Madrid gegn Las Palmas þann 19. janúar. Fagnaðarfundir urðu þegar þeir hittust eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan sem Real Madrid birti. 🤍 ¡El sueño cumplido de Lorenzo al conocer a @KMbappe! 🤍 pic.twitter.com/evIco5SrOe— Real Madrid C.F. (@realmadrid) January 21, 2025 Lorenzo lést á miðvikudagskvöld á sjúkrahúsi í Rouen í Frakklandi. Mbappé birti þá færslu á Instagram þar sem hann skrifaði: „Eftir langa baráttu, sem þú tókst á við af hugrekki, þá kvaddir þú í nótt. Ég sendi foreldrum þínum, sem studdu þig svo vel á þessum erfiðu tímum, allar mínar hlýjustu hugsanir. Ég fékk þann heiður að verja smátíma með þér og kynnast því hvað þú varst mikill snillingur og hvatning fyrir aðra. Þinn vinur, Kylian.“ Á heimasíðu Real Madrid er sömuleiðis greint frá andláti Lorenzo. „Við munum alltaf minnast „Lorenzo litla“ með mikilli væntumþykju og hann verður áfram í hjörtum okkar,“ segir í tilkynningu Spánarmeistaranna.
Spænski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira