Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:03 Hansi Flick á hliðarlínunni hjá Barcelona. Hann vill ekki sjá sína menn væla í dómaranum í leikjum. Getty/Eric Verhoeven/ Barelona getur náð aftur toppsæti spænsku deildarinnar með sigri á Rayo Vallecano í kvöld. Real Madrid tapaði stigum í jafntefli á móti Osasuna um helgina. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var spurður út í mál málanna frá helginni á blaðamannafundi fyrir Vallecano leikinn. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um rauða spjaldið sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla við dómara leiksins. Dómarinn José Luis Munuera Montero rak Bellingham í sturtu fyrir að segja „f... you“ við hann. Sá enski sagðist þó hafa sagt „f... off“ við hann og ekki verið að blóta dómaranum. Flick var spurður út í hegðun Bellingham og hann telur leikmaðurinn hafa sýnt dómaranum óvirðingu sama hvort orðið hann notaði. „Þegar þú segir slíkt við mig þá finnst það ekki fallegt,“ sagði þýski þjálfarinn Hansi Flick. Hann sér ekki mikinn mun á „f... off“ og „f... you“. ESPN segir frá. „Þetta er vanvirðing. Það er ekki vafi í mínum augum. Það er samt ekki ég sem ákveð refsingarnar. Það er því ekki mitt að ákveða eitthvað í þessu tilfelli,“ sagði Flick. „Það er mín skoðun og ég hef alltaf sagt þetta við mína leikmenn. Af hverju ertu að eyða orku í það að ræða við eða deila við dómarann um einhverjar ákvarðanir,“ spurði Flick. „Við erum með einn mann á vellinum sem hefur leyfi til að ræða við dómarann og það er fyrirliðinn. Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Flick. „Ég er ekki hrifinn af svona framkomu og ég sagði það við leikmenn mína í dag [í gær]. Þetta skiptir ekki miklu máli og það er ekki gott fyrir liðið ef þú gerir slíkt og færð rautt spjald að launum. Þetta er veikleiki og við erum ekki hrifnir af slíku,“ sagði Flick. Augun verða örugglega á Flick og hans leikmönnum í næstu leikjum til að sjá hvort þeir haldi sig á mottunni hjá dómurum leikja sinna. Spænski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var spurður út í mál málanna frá helginni á blaðamannafundi fyrir Vallecano leikinn. Þá er að sjálfsögðu verið að tala um rauða spjaldið sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í fyrri hálfleik fyrir að mótmæla við dómara leiksins. Dómarinn José Luis Munuera Montero rak Bellingham í sturtu fyrir að segja „f... you“ við hann. Sá enski sagðist þó hafa sagt „f... off“ við hann og ekki verið að blóta dómaranum. Flick var spurður út í hegðun Bellingham og hann telur leikmaðurinn hafa sýnt dómaranum óvirðingu sama hvort orðið hann notaði. „Þegar þú segir slíkt við mig þá finnst það ekki fallegt,“ sagði þýski þjálfarinn Hansi Flick. Hann sér ekki mikinn mun á „f... off“ og „f... you“. ESPN segir frá. „Þetta er vanvirðing. Það er ekki vafi í mínum augum. Það er samt ekki ég sem ákveð refsingarnar. Það er því ekki mitt að ákveða eitthvað í þessu tilfelli,“ sagði Flick. „Það er mín skoðun og ég hef alltaf sagt þetta við mína leikmenn. Af hverju ertu að eyða orku í það að ræða við eða deila við dómarann um einhverjar ákvarðanir,“ spurði Flick. „Við erum með einn mann á vellinum sem hefur leyfi til að ræða við dómarann og það er fyrirliðinn. Við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Flick. „Ég er ekki hrifinn af svona framkomu og ég sagði það við leikmenn mína í dag [í gær]. Þetta skiptir ekki miklu máli og það er ekki gott fyrir liðið ef þú gerir slíkt og færð rautt spjald að launum. Þetta er veikleiki og við erum ekki hrifnir af slíku,“ sagði Flick. Augun verða örugglega á Flick og hans leikmönnum í næstu leikjum til að sjá hvort þeir haldi sig á mottunni hjá dómurum leikja sinna.
Spænski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira