Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir og Stefanía Gísladóttir skrifa 19. febrúar 2025 17:00 Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í nafni grænnar orku. Vindmyllur eru dýrari í uppsetningu en fallvatnsvirkjanir, valda meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum og 40% af tímanum þurfa þær utanaðkomandi rafmagn til að ganga. Vindmyllurnar eru reistar uppi á fjöllum, þar sem fjalltopparnir eru sprengdir og flattir út. Þá er steypt undirstaða á stærð við íþróttavöll (í Noregi) ofan í bergið með járnabindingu og öllu tilheyrandi. Þetta getur valdið jarðvegseyðingu og röskun á lífríki, fyrir utan að bergið hér á Íslandi er miklu mýkra en í Noregi og því þurfa undirstöðurnar að vera talsvert umfangsmeiri og dýpri. Þar að auki þarf að leggja breiða vegi fyrir þungaflutninga vítt og breitt um fjöllin, leggja rafmagnslínur upp að myllunum til að knýja þær áfram, sem og rafmagnslínur frá þeim. Það er ásættanlegt að Landsvirkjun sjálf sé að reisa vindmyllugarða, að undangengnu faglegu mati, þar sem þjóðin er ennþá eigandi og nýtur hagnaðarins en þegar atvinnufjárfestar byrja að seilast í hagnaðinn er fjandinn laus. Fjárfestar geta sótt um allt að 60% kostnaðarins við vindmyllugarða í loftslagssjóði. Þá fá þeir lífeyrissjóði, sveitarfélög eða ríkið til að koma með hin 40% á móti. Eini kostnaður fjárfestanna er því að borga fyrir teikningar og skipulag og auðvitað greiða fyrir leyfum og samþykki með því að gera réttum mönnum gylliboð sem þeir geta ekki hafnað. Almennt hafa vindmyllur líftíma upp á 20-25 ár og þörf er á reglulegu viðhaldi til að tryggja hámarksafköst og öryggi þeirra. Eftir 15-20 ár getur verið nauðsynlegt að fara í stærri endurnýjun eða uppfærslu á vindmyllunni, skipta um spaða, uppfæra stýrikerfi eða jafnvel skipta út miklum hluta vélbúnaðar. En raunveruleikinn er, eins og reynslan hefur sýnt, að fyrstu árin verður ekkert hugað að viðhaldi heldur greiddur út allur arður við mikla gleði lífeyrissjóðanna og sveitarfélaganna. Auðvelt fé með lítilli fyrirhöfn. Fjárfestar munu líklega standa í vegi fyrir nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun til að hámarka gróðann og einungis sinna bráðnauðsynlegum viðgerðum, því þeir hyggjast selja hlut sinn rétt áður en vindmyllurnar gefa upp andann. Eftir sitja lífeyrissjóðir og sveitarfélög, þ.e. almenningur, með ónýtar myllur, gífurlegan kostnað við að taka þær niður og meiriháttar óafturkræf umhverfisspjöll og langvarandi áhrif á lífríki, jarðveg og vatnsrennsli. Fyrir þá sem efast um þetta má nefna einkavæðingu fráveitukerfis Lundúna þar sem fjárfestar hirtu ekki um viðhald og seldu rétt áður en allt fór til fjandans. Viðbjóðsleg saurlykt gýs nú upp úr niðurföllum borgarinnar og fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Einnig er fólki bent á að horfa á þriðju þáttaröð norsku þáttanna Exit þar sem aðferð atvinnufjárfestanna er útlistuð því í Noregi hefur fagfjárfestum tekist að kaupa upp orkunet landsmanna og leika sama leikinn þar. Vindmyllur framkalla hávaða, lágstemmd truflandi hljóð ef þær eru nálægt íbúðarsvæðum. Þótt talsmenn vindorku reyni að gera lítið úr þessum hávaða er ljóst að fasteignaverð hríðlækkar því nær sem húsin eru vindmyllunum. Íbúar við nágrenni fyrirhugaðra vindmyllugarða hér um allt land ættu að hafa það í huga. Til að fjárfestingar í vindorku borgi sig þarf að tengjast orkuneti Evrópu og bjóða rafmagnið hæstbjóðanda. Nú þegar hefur fyrirtækið Icelink hafið undirbúning þess. Raforkuverð mun þá hækka upp úr öllu veldi því bannað verður að mismuna notendum hér á landi og í Evrópu. Þegar búið verður að samþykkja bókun 35 standa lög Evrópusambandsins ofar þeim íslensku og þá er ekkert sem við getum gert. Norðmenn eru nú að átta sig á því að þeir hafi verið plataðir til að tengja raforkunet sitt við Evrópunetið. Það er von okkar í Landsbyggðin lifi að Íslendingar láti ekki plata sig og samþykki vindorkugarða í einkaeigu. Jafnframt er nauðsynlegt að Landsvirkjun verði alltaf í eigu Íslendinga, annars er hætta á að raforkukerfi Íslendinga endi eins og frárennsliskerfi Lundúnabúa, í djúpum skít. Höfundar eru formaður og varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í nafni grænnar orku. Vindmyllur eru dýrari í uppsetningu en fallvatnsvirkjanir, valda meiri óafturkræfum umhverfisspjöllum og 40% af tímanum þurfa þær utanaðkomandi rafmagn til að ganga. Vindmyllurnar eru reistar uppi á fjöllum, þar sem fjalltopparnir eru sprengdir og flattir út. Þá er steypt undirstaða á stærð við íþróttavöll (í Noregi) ofan í bergið með járnabindingu og öllu tilheyrandi. Þetta getur valdið jarðvegseyðingu og röskun á lífríki, fyrir utan að bergið hér á Íslandi er miklu mýkra en í Noregi og því þurfa undirstöðurnar að vera talsvert umfangsmeiri og dýpri. Þar að auki þarf að leggja breiða vegi fyrir þungaflutninga vítt og breitt um fjöllin, leggja rafmagnslínur upp að myllunum til að knýja þær áfram, sem og rafmagnslínur frá þeim. Það er ásættanlegt að Landsvirkjun sjálf sé að reisa vindmyllugarða, að undangengnu faglegu mati, þar sem þjóðin er ennþá eigandi og nýtur hagnaðarins en þegar atvinnufjárfestar byrja að seilast í hagnaðinn er fjandinn laus. Fjárfestar geta sótt um allt að 60% kostnaðarins við vindmyllugarða í loftslagssjóði. Þá fá þeir lífeyrissjóði, sveitarfélög eða ríkið til að koma með hin 40% á móti. Eini kostnaður fjárfestanna er því að borga fyrir teikningar og skipulag og auðvitað greiða fyrir leyfum og samþykki með því að gera réttum mönnum gylliboð sem þeir geta ekki hafnað. Almennt hafa vindmyllur líftíma upp á 20-25 ár og þörf er á reglulegu viðhaldi til að tryggja hámarksafköst og öryggi þeirra. Eftir 15-20 ár getur verið nauðsynlegt að fara í stærri endurnýjun eða uppfærslu á vindmyllunni, skipta um spaða, uppfæra stýrikerfi eða jafnvel skipta út miklum hluta vélbúnaðar. En raunveruleikinn er, eins og reynslan hefur sýnt, að fyrstu árin verður ekkert hugað að viðhaldi heldur greiddur út allur arður við mikla gleði lífeyrissjóðanna og sveitarfélaganna. Auðvelt fé með lítilli fyrirhöfn. Fjárfestar munu líklega standa í vegi fyrir nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun til að hámarka gróðann og einungis sinna bráðnauðsynlegum viðgerðum, því þeir hyggjast selja hlut sinn rétt áður en vindmyllurnar gefa upp andann. Eftir sitja lífeyrissjóðir og sveitarfélög, þ.e. almenningur, með ónýtar myllur, gífurlegan kostnað við að taka þær niður og meiriháttar óafturkræf umhverfisspjöll og langvarandi áhrif á lífríki, jarðveg og vatnsrennsli. Fyrir þá sem efast um þetta má nefna einkavæðingu fráveitukerfis Lundúna þar sem fjárfestar hirtu ekki um viðhald og seldu rétt áður en allt fór til fjandans. Viðbjóðsleg saurlykt gýs nú upp úr niðurföllum borgarinnar og fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Einnig er fólki bent á að horfa á þriðju þáttaröð norsku þáttanna Exit þar sem aðferð atvinnufjárfestanna er útlistuð því í Noregi hefur fagfjárfestum tekist að kaupa upp orkunet landsmanna og leika sama leikinn þar. Vindmyllur framkalla hávaða, lágstemmd truflandi hljóð ef þær eru nálægt íbúðarsvæðum. Þótt talsmenn vindorku reyni að gera lítið úr þessum hávaða er ljóst að fasteignaverð hríðlækkar því nær sem húsin eru vindmyllunum. Íbúar við nágrenni fyrirhugaðra vindmyllugarða hér um allt land ættu að hafa það í huga. Til að fjárfestingar í vindorku borgi sig þarf að tengjast orkuneti Evrópu og bjóða rafmagnið hæstbjóðanda. Nú þegar hefur fyrirtækið Icelink hafið undirbúning þess. Raforkuverð mun þá hækka upp úr öllu veldi því bannað verður að mismuna notendum hér á landi og í Evrópu. Þegar búið verður að samþykkja bókun 35 standa lög Evrópusambandsins ofar þeim íslensku og þá er ekkert sem við getum gert. Norðmenn eru nú að átta sig á því að þeir hafi verið plataðir til að tengja raforkunet sitt við Evrópunetið. Það er von okkar í Landsbyggðin lifi að Íslendingar láti ekki plata sig og samþykki vindorkugarða í einkaeigu. Jafnframt er nauðsynlegt að Landsvirkjun verði alltaf í eigu Íslendinga, annars er hætta á að raforkukerfi Íslendinga endi eins og frárennsliskerfi Lundúnabúa, í djúpum skít. Höfundar eru formaður og varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun