Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2025 17:19 Dóra Björt er oddviti Pírata í borgarmálunum. Vísir/Arnar Oddviti Pírata segist vongóður um að meirihlutaviðræðum síðustu daga verði lokið í þessari viku. Stólar og embætti hafi enn lítið verið rædd. Meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna hafa staðið yfir í tæpa viku, en í gær var greint frá því að drög að málefnasamningi milli flokkanna lægi fyrir. „Við erum komin nokkuð langt, erum að vinna texta sáttmálans og erum búin að snerta á flestöllum málefnum. Þetta lítur bara vel út hjá okkur og við vonum bara að við náum til lands, fljótt og örugglega,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Erum við þá að tala um í þessari viku? „Ég held það, ég vona það. Það lítur þannig út að það gæti náðst.“ Gott að skapa ró um stjórn borgarinnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti bæjarstjórnar sagði í gær að brýnt væri að niðurstaða næðist í viðræðurnar í þessari viku. „Það er auðvitað gott að það skapist ró um stjórn borgarinnar, fyrirsjáanleiki um það hvernig störfum verður háttað, hver mun gegna hvaða hlutverki og hvað við erum að fara að gera. Það er auðvitað það sem við erum að ræða hér,“ segir Dóra. Eðlilegt sé að fólk vilji fá áherslur nýs meirihluta fram sem fyrst. „En eins og ég hef sagt. Það er mikilvægt að vanda sig, en auðvitað gera þetta hratt og örugglega.“ Fjölda mála frestað á bjöllufundi Svokallaður bjöllufundur fór fram í borgarstjórn í dag, þar sem öllum málum var frestað. „Það er ekkert óeðlilegt við það. Við erum að vinna að nýrri samstarfsyfirlýsingu og það er auðvitað eitthvað sem er gott að liggi fyrir áður en lengra er haldið.“ Enn hafi lítið verið rætt um stóla og embætti. „Vegna þess að við höfum verið að tala um verkefnin og við viljum klára það.“ Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna hafa staðið yfir í tæpa viku, en í gær var greint frá því að drög að málefnasamningi milli flokkanna lægi fyrir. „Við erum komin nokkuð langt, erum að vinna texta sáttmálans og erum búin að snerta á flestöllum málefnum. Þetta lítur bara vel út hjá okkur og við vonum bara að við náum til lands, fljótt og örugglega,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Erum við þá að tala um í þessari viku? „Ég held það, ég vona það. Það lítur þannig út að það gæti náðst.“ Gott að skapa ró um stjórn borgarinnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti bæjarstjórnar sagði í gær að brýnt væri að niðurstaða næðist í viðræðurnar í þessari viku. „Það er auðvitað gott að það skapist ró um stjórn borgarinnar, fyrirsjáanleiki um það hvernig störfum verður háttað, hver mun gegna hvaða hlutverki og hvað við erum að fara að gera. Það er auðvitað það sem við erum að ræða hér,“ segir Dóra. Eðlilegt sé að fólk vilji fá áherslur nýs meirihluta fram sem fyrst. „En eins og ég hef sagt. Það er mikilvægt að vanda sig, en auðvitað gera þetta hratt og örugglega.“ Fjölda mála frestað á bjöllufundi Svokallaður bjöllufundur fór fram í borgarstjórn í dag, þar sem öllum málum var frestað. „Það er ekkert óeðlilegt við það. Við erum að vinna að nýrri samstarfsyfirlýsingu og það er auðvitað eitthvað sem er gott að liggi fyrir áður en lengra er haldið.“ Enn hafi lítið verið rætt um stóla og embætti. „Vegna þess að við höfum verið að tala um verkefnin og við viljum klára það.“
Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira