Þingið kafi í styrkveitingarnar Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 08:18 Vilhjálmur vill að þingið kafi í styrkjamálið svokallaða. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun leggja til á fundi nefndarinnar í dag að stofnað verði til frumkvæðisathugunar á styrkveitingum ríkisins til stjórnmálaflokka. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Í umfjöllun blaðsins segir að með því muni nefndin taka fyrir ákvörðun Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að krefja þá stjórnmálaflokka sem þegið hafa framlög úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skýr skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka, um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, ekki um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Fleiri hundruð milljóna undir Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Það gerði fjármálaráðherra að fengnum tveimur lögfræðiálitum, annars vegar innan úr ráðuneytinu og hins vegar frá Flóka Ásgeirssyni, lögmanni á Magna lögmönnum. Gegn markmiðum laganna að sögn lögmanns og ráðherra Mat hans var að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá Ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra um málið. Ekki allir lögfræðingar sammála Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu, lét sig málið varða eftir að ákvörðun ráðherra var kunngjörð. Hann kvaðst ósammála báðum lögfræðiálitum. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almennt í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa.“ Ef marka má könnun Maskínu, sem athugaði hug þjóðarinnar til málsins, er meirihluti þjóðarinnar sammála mati Arnars Þórs, flokkarnir ættu að endurgreiða styrkina. Niðurstaða eftir mánuð Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætti ekki að taka langan tíma, „kannski mánuð.“ Að fenginni niðurstöðu þeirrar athugunar muni nefndin hefja aðra frumkvæðisathugun, á framkvæmd og framfylgd laga um stjórnmálasamtök. Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Í umfjöllun blaðsins segir að með því muni nefndin taka fyrir ákvörðun Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að krefja þá stjórnmálaflokka sem þegið hafa framlög úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skýr skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka, um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, ekki um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Fleiri hundruð milljóna undir Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Það gerði fjármálaráðherra að fengnum tveimur lögfræðiálitum, annars vegar innan úr ráðuneytinu og hins vegar frá Flóka Ásgeirssyni, lögmanni á Magna lögmönnum. Gegn markmiðum laganna að sögn lögmanns og ráðherra Mat hans var að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá Ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra um málið. Ekki allir lögfræðingar sammála Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu, lét sig málið varða eftir að ákvörðun ráðherra var kunngjörð. Hann kvaðst ósammála báðum lögfræðiálitum. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almennt í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa.“ Ef marka má könnun Maskínu, sem athugaði hug þjóðarinnar til málsins, er meirihluti þjóðarinnar sammála mati Arnars Þórs, flokkarnir ættu að endurgreiða styrkina. Niðurstaða eftir mánuð Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætti ekki að taka langan tíma, „kannski mánuð.“ Að fenginni niðurstöðu þeirrar athugunar muni nefndin hefja aðra frumkvæðisathugun, á framkvæmd og framfylgd laga um stjórnmálasamtök.
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent