Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 09:32 Síðustu landsleikir Alberts voru fyrir ári síðan, í umspili um sæti á EM 2024. Getty/Rafal Oleksiewicz Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni. Þetta má lesa úr ítölskum miðlum sem segja að Albert verði frá keppni í langan tíma, eða að minnsta kosti mánuð samkvæmt La Gazzetta dello Sport. Myndataka leiddi í ljós brotið bein á mjaðmarsvæði og samkvæmt tilkynningu Fiorentina, félags Alberts, verður staðan á honum metin betur á næstu dögum. Albert kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Como á sunnudaginn en varð svo að fara meiddur af velli í þeim leik. Fiorentina á eftir fjóra leiki í ítölsku A-deildinni fram að landsleikjahléinu sem tekur við eftir tæpan mánuð. Albert missir af þessum leikjum hið minnsta og einnig af 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, þar sem Víkingar gætu mögulega orðið andstæðingur Fiorentina. Tveir landsleikir síðan í júní 2023 Það á svo eftir að skýrast betur en virðist að minnsta kosti ólíklegt að Albert nái umspilsleikjunum við Kósovó sem fara fram 20. og 23. mars. Albert, sem hefur skorað 10 mörk í 37 landsleikjum, hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki frá því í júní 2023. Hann mátti ekki spila fyrir landsliðið á meðan að beðið var niðurstöðu vegna ákæru um kynferðisbrot en er núna gjaldgengur eftir að hann var sýknaður í október síðastliðnum. Dómnum var áfrýjað en samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er Albert gjaldgengur í landsliðið vegna niðurstöðu héraðsdóms. Albert hefði því getað spilað gegn Wales og Tyrklandi í október en þá var dómur í máli hans nýfallinn og gaf Åge Hareide, þáverandi landsliðsþjálfari, Alberti frí frá þeim leikjum. Albert meiddist svo og missti af leikjunum við Svartfjallaland og Wales í nóvember sem eru nýlegustu leikir landsliðsins. Vegna ítrekaðra meiðsla hefur Albert aðeins náð að spila fjórtán af 25 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð, þar af níu í byrjunarliði, og hann hefur skorað í þeim fjögur mörk. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Þetta má lesa úr ítölskum miðlum sem segja að Albert verði frá keppni í langan tíma, eða að minnsta kosti mánuð samkvæmt La Gazzetta dello Sport. Myndataka leiddi í ljós brotið bein á mjaðmarsvæði og samkvæmt tilkynningu Fiorentina, félags Alberts, verður staðan á honum metin betur á næstu dögum. Albert kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Como á sunnudaginn en varð svo að fara meiddur af velli í þeim leik. Fiorentina á eftir fjóra leiki í ítölsku A-deildinni fram að landsleikjahléinu sem tekur við eftir tæpan mánuð. Albert missir af þessum leikjum hið minnsta og einnig af 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu, þar sem Víkingar gætu mögulega orðið andstæðingur Fiorentina. Tveir landsleikir síðan í júní 2023 Það á svo eftir að skýrast betur en virðist að minnsta kosti ólíklegt að Albert nái umspilsleikjunum við Kósovó sem fara fram 20. og 23. mars. Albert, sem hefur skorað 10 mörk í 37 landsleikjum, hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki frá því í júní 2023. Hann mátti ekki spila fyrir landsliðið á meðan að beðið var niðurstöðu vegna ákæru um kynferðisbrot en er núna gjaldgengur eftir að hann var sýknaður í október síðastliðnum. Dómnum var áfrýjað en samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er Albert gjaldgengur í landsliðið vegna niðurstöðu héraðsdóms. Albert hefði því getað spilað gegn Wales og Tyrklandi í október en þá var dómur í máli hans nýfallinn og gaf Åge Hareide, þáverandi landsliðsþjálfari, Alberti frí frá þeim leikjum. Albert meiddist svo og missti af leikjunum við Svartfjallaland og Wales í nóvember sem eru nýlegustu leikir landsliðsins. Vegna ítrekaðra meiðsla hefur Albert aðeins náð að spila fjórtán af 25 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð, þar af níu í byrjunarliði, og hann hefur skorað í þeim fjögur mörk.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira