Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 20:58 Tíu sveitar- og bæjarstjórar mótmæla lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Samsett Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV. „Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þarf hlýst,“ stendur í aðsendri grein á Vísi. Bæjar- og sveitarstjórarnir krefjast þar að flugbrautin verði opnuð og öryggi flugs verði tryggt. Það hefur verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað þar sem að tré sem skyggðu á flugbrautina höfðu ekki verið felld. Umræddu trén eru um fjögur hundruð talsins en unnið er nú að því að fella þau. Margir hafa þá áhyggjur af stöðu sjúkraflugs vegna lokunarinnar en bæjar- og sveitarstjórarnir segja eitt mannslíf meira virði en vöxtur og viðgangur þúsund trjáa. Sjá nánar: Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Sjá nánar: Hver einasta mínúta skipti máli Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar eru skráð fyrir greininni. Aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni ekkert tilfinningaklám Þau segja flest hafa „beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði.“ Bæjar- og sveitarstjórarnir segja það sannarlega ekki við hæfi að kalla málið „tilfinningaklám.“ Það er vísun í orð Helgu Völu Helgadóttur lögmanns. Í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöld kallaði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Reykjavíkurflugvöll líflínu landsbyggðarinnar, þar á meðal fyrir langveik börn, gamalmenn og þungaðar konur. Helga Vala sagði þá Guðmundi að forðast „tilfinningaklám“ sem rök, hún telur það hagkvæmara að flugið færi í gegnum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þá segja þau ekkert tilfinningaklám að lengdur flutningstími í tímaháðu inngripi hafi hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. „Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
„Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þarf hlýst,“ stendur í aðsendri grein á Vísi. Bæjar- og sveitarstjórarnir krefjast þar að flugbrautin verði opnuð og öryggi flugs verði tryggt. Það hefur verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað þar sem að tré sem skyggðu á flugbrautina höfðu ekki verið felld. Umræddu trén eru um fjögur hundruð talsins en unnið er nú að því að fella þau. Margir hafa þá áhyggjur af stöðu sjúkraflugs vegna lokunarinnar en bæjar- og sveitarstjórarnir segja eitt mannslíf meira virði en vöxtur og viðgangur þúsund trjáa. Sjá nánar: Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Sjá nánar: Hver einasta mínúta skipti máli Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar eru skráð fyrir greininni. Aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni ekkert tilfinningaklám Þau segja flest hafa „beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði.“ Bæjar- og sveitarstjórarnir segja það sannarlega ekki við hæfi að kalla málið „tilfinningaklám.“ Það er vísun í orð Helgu Völu Helgadóttur lögmanns. Í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöld kallaði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Reykjavíkurflugvöll líflínu landsbyggðarinnar, þar á meðal fyrir langveik börn, gamalmenn og þungaðar konur. Helga Vala sagði þá Guðmundi að forðast „tilfinningaklám“ sem rök, hún telur það hagkvæmara að flugið færi í gegnum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þá segja þau ekkert tilfinningaklám að lengdur flutningstími í tímaháðu inngripi hafi hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. „Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira