Aukinn þungi færist í verkfallsaðgerðir kennara og í dag var samþykkt að ráðast í ótímabundnar aðgerðir í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa setið á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag og Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður hefur fylgst með fundinum. Hún verður í beinni frá Karphúsinu og fer yfir stöðuna.
Þá verður rætt við ríkislögreglustjóra um fjölgun nema í lögreglufræðum, við verðum í beinni frá þinginu og kynnum okkur heitar umræður sem verið hafa um samræmd próf. Kristján Már Unnarsson fer einnig yfir veika von í loðnuleit auk þess sem við kynnum okkur súkkulaðiæði sem ríður yfir landið.
Í Sportpakkanum verður rætt við þjálfara Víkings um æsispennandi leik í sambandsdeildinni og í Íslandi í dag hittir Sindri Sindrason föður stúlku sem hefur verið beitt ofbeldi í Breiðholtsskóla og spyr hvers vegna ekki sé tekið á málinu.