Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Gerður Björk Sveinsdóttir, Íris Róbertsdóttir, Jóna Árný Þórðardóttir, Katrín Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Sigurjón Andrésson skrifa 19. febrúar 2025 20:32 Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins hefur þangað að sækja ýmis konar miðlæga þjónustu á vegum hins opinbera, þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir almannafé. Öll höfum við jafnan rétt til að nýta þá þjónustu. Stjórnsýslan í Reykjavík er stjórnsýsla okkar allra. Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Lengi hefur verið rætt um að flytja Reykjavíkurflugvöll burtu úr Vatnsmýrinni en öllum má ljóst vera að það gerist ekki á næstu árum eða jafnvel áratugum. Allt tal um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur lýsir skilningsleysi á aðstöðu okkar sem búum úti á landi. Fjarlægðin frá alþjóðaflugvellinum til höfuðborgarinnar er hættuleg hindrun, stórt ljón í veginum, fyrir fólk sem þarf að reka erindi sín í höfuðborginni, hvort sem það er fullfrískt eða í sjúkrabörum. Öll röskun á sjúkraflugi til höfuðborgarinnar þar sem Landspítalann okkar allra er að finna, er grafalvarlegt mál sem getur skilið á milli lífs og dauða. Eitt mannslíf er í okkar huga meira virði en vöxtur og viðgangur 1.000 trjáplantna. Af okkur sem skrifum undir þessa grein hafa flest beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði. Öll höfum við í það minnsta haft spurnir af slíkum tilvikum í okkar nánasta umhverfi. Að nefna tilfinningaklám í þessu samhengi, eins og gert var í þættinum Silfrið á RÚV á mánudagskvöld, er sannarlega ekki við hæfi. Við undirrituð mótmælum því að trjágróður í Öskjuhlíð njóti forgangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða. Árlega eru 630-650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð sjúkraflugs og þar segir enn fremur að í um 45% tilfella sé „um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Í þeim tilfellum, sem ekki teljast bráð, er ljóst að umræddar takmarkanir á notkun Reykjavíkurflugvallar munu hafa verulega hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu og fráflæði sjúklinga frá Landspítala.“ Þetta er ekkert tilfinningaklám. Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða. Við krefjumst þess að austur-vestur flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð strax aftur á sama tíma og öryggi flugs um brautina verði tryggt með því að fella þau tré sem fella þarf. Með vinsemd og virðingu, Höfundar eru bæjar- og sveitarstjórar Akureyrarbæjar, Múlaþings, Dalvíkurbyggðar, Vesturbyggðar, Vestmannaeyjabæjar, Fjarðabyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins hefur þangað að sækja ýmis konar miðlæga þjónustu á vegum hins opinbera, þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir almannafé. Öll höfum við jafnan rétt til að nýta þá þjónustu. Stjórnsýslan í Reykjavík er stjórnsýsla okkar allra. Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Lengi hefur verið rætt um að flytja Reykjavíkurflugvöll burtu úr Vatnsmýrinni en öllum má ljóst vera að það gerist ekki á næstu árum eða jafnvel áratugum. Allt tal um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur lýsir skilningsleysi á aðstöðu okkar sem búum úti á landi. Fjarlægðin frá alþjóðaflugvellinum til höfuðborgarinnar er hættuleg hindrun, stórt ljón í veginum, fyrir fólk sem þarf að reka erindi sín í höfuðborginni, hvort sem það er fullfrískt eða í sjúkrabörum. Öll röskun á sjúkraflugi til höfuðborgarinnar þar sem Landspítalann okkar allra er að finna, er grafalvarlegt mál sem getur skilið á milli lífs og dauða. Eitt mannslíf er í okkar huga meira virði en vöxtur og viðgangur 1.000 trjáplantna. Af okkur sem skrifum undir þessa grein hafa flest beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði. Öll höfum við í það minnsta haft spurnir af slíkum tilvikum í okkar nánasta umhverfi. Að nefna tilfinningaklám í þessu samhengi, eins og gert var í þættinum Silfrið á RÚV á mánudagskvöld, er sannarlega ekki við hæfi. Við undirrituð mótmælum því að trjágróður í Öskjuhlíð njóti forgangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða. Árlega eru 630-650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð sjúkraflugs og þar segir enn fremur að í um 45% tilfella sé „um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Í þeim tilfellum, sem ekki teljast bráð, er ljóst að umræddar takmarkanir á notkun Reykjavíkurflugvallar munu hafa verulega hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu og fráflæði sjúklinga frá Landspítala.“ Þetta er ekkert tilfinningaklám. Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða. Við krefjumst þess að austur-vestur flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð strax aftur á sama tíma og öryggi flugs um brautina verði tryggt með því að fella þau tré sem fella þarf. Með vinsemd og virðingu, Höfundar eru bæjar- og sveitarstjórar Akureyrarbæjar, Múlaþings, Dalvíkurbyggðar, Vesturbyggðar, Vestmannaeyjabæjar, Fjarðabyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun