Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 22:06 Sævar Þór Jónsson segir tíðni þess að hjón geri kaupmála fara vaxandi á Íslandi. Vísir/Vilhelm Lögmaður segir Íslendinga gera kaupmála í auknum mæli og segist finna fyrir markverðri aukningu í kaupmálagerð á síðustu tíu árum og þá sérstaklega fyrir seinna hjónaband. Sævar Þór Jónsson lögmaður var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag og var tilefni viðtalsins nýlegar fréttir sem bárust frá Skotlandi í gær af íslenskum lækni búsettum þar sem hefur lent ansi óþægilegri stöðu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurtöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021 vegna óuppgerðs lífeyris. Hann giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann yrði giftur tveimur konum samtímis. Málið á sér engin fordæmi i skoskri réttarsögu né íslenskri að sögn Sævars. Fólk læri af reynslunni Hann segir íslenska dómstól ekki hafa fallist á það að persónubundin réttindi á borð við séreignasparnað komi til skipta í tilfelli skilnaðar. „Það er ansi fátítt að það sé samþykkt að lífeyrisréttindi komi til skipta. Það þarf sérstakar aðstæður til að svo verði,“ segir Sævar. Hann segir að það séu meira að segja fordæmi fyrir því að lífeyrir sjómanns komi ekki til skiptanna þegar hann og eiginkona hans sem hefur sinnt húsmóðurstörfum allt hjónabandið skilja. Hann segir í því samhengi að tíðni þess að íslensk hjón geri kaupmála hafi stóraukist á undanförnum árum. „Þetta er oftar en ekki það að fólk vill halda eignum fyrir utan fjárskipti þegar kemur að skilnaði. Það er kannski í mörgum tilvikum geta þetta verið hesthús, sumarbústaðir, aðrar aukaeignir sem einstaklingarnir eiga. Þetta er fólk oftar en ekki að gera í seinni sambúð, þegar fólk er komið í sambúð númer tvö. Þá hefur fólk lært af reynslunni og vill tryggja sig,“ segir hann. Lögin komin til ára sinna Sævar segir að lögin séu þó komin til ára sinna og að þau mættu fara í endurskoðun. „Vandamálið í dag snýr líka að því að þegar fólk er í seinni sambúð og þar er kominn nýr maki en börnin eru úr fyrra hjónabandi. Þá er það þannig að annar deyr og þá fær viðkomandi að sitja í óskiptu búi ef það er búið að gera erfðaskrá og þess háttar. Þetta leggst illa í börn úr fyrra hjónabandi að það sé allt í einu einhver annar aðili sem situr um eignirnar á meðan hann er á lífi,“ segir hann. „Það hefur stundum ekki gengið mjög vel fyrir þessa erfingja að ná síðan til eignanna þegar þessi viðkomandi aðili sem hefur sitið í óskiptu búi deyr. Það er kannski kominn tími til að þetta sé aðeins endurskoðað,“ segir Sævar. Er mikið mál að gera kaupmála? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er aðallega bara að stilla upp hvaða eignir það eru sem eiga að vera fyrir utan fjárskipti og það á ekki að vera flókið mál,“ segir hann. Reykjavík síðdegis Dómsmál Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sævar Þór Jónsson lögmaður var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag og var tilefni viðtalsins nýlegar fréttir sem bárust frá Skotlandi í gær af íslenskum lækni búsettum þar sem hefur lent ansi óþægilegri stöðu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurtöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021 vegna óuppgerðs lífeyris. Hann giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann yrði giftur tveimur konum samtímis. Málið á sér engin fordæmi i skoskri réttarsögu né íslenskri að sögn Sævars. Fólk læri af reynslunni Hann segir íslenska dómstól ekki hafa fallist á það að persónubundin réttindi á borð við séreignasparnað komi til skipta í tilfelli skilnaðar. „Það er ansi fátítt að það sé samþykkt að lífeyrisréttindi komi til skipta. Það þarf sérstakar aðstæður til að svo verði,“ segir Sævar. Hann segir að það séu meira að segja fordæmi fyrir því að lífeyrir sjómanns komi ekki til skiptanna þegar hann og eiginkona hans sem hefur sinnt húsmóðurstörfum allt hjónabandið skilja. Hann segir í því samhengi að tíðni þess að íslensk hjón geri kaupmála hafi stóraukist á undanförnum árum. „Þetta er oftar en ekki það að fólk vill halda eignum fyrir utan fjárskipti þegar kemur að skilnaði. Það er kannski í mörgum tilvikum geta þetta verið hesthús, sumarbústaðir, aðrar aukaeignir sem einstaklingarnir eiga. Þetta er fólk oftar en ekki að gera í seinni sambúð, þegar fólk er komið í sambúð númer tvö. Þá hefur fólk lært af reynslunni og vill tryggja sig,“ segir hann. Lögin komin til ára sinna Sævar segir að lögin séu þó komin til ára sinna og að þau mættu fara í endurskoðun. „Vandamálið í dag snýr líka að því að þegar fólk er í seinni sambúð og þar er kominn nýr maki en börnin eru úr fyrra hjónabandi. Þá er það þannig að annar deyr og þá fær viðkomandi að sitja í óskiptu búi ef það er búið að gera erfðaskrá og þess háttar. Þetta leggst illa í börn úr fyrra hjónabandi að það sé allt í einu einhver annar aðili sem situr um eignirnar á meðan hann er á lífi,“ segir hann. „Það hefur stundum ekki gengið mjög vel fyrir þessa erfingja að ná síðan til eignanna þegar þessi viðkomandi aðili sem hefur sitið í óskiptu búi deyr. Það er kannski kominn tími til að þetta sé aðeins endurskoðað,“ segir Sævar. Er mikið mál að gera kaupmála? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er aðallega bara að stilla upp hvaða eignir það eru sem eiga að vera fyrir utan fjárskipti og það á ekki að vera flókið mál,“ segir hann.
Reykjavík síðdegis Dómsmál Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira