Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 10:12 Eric Adams virtist borubrattur á leið úr dómsal í New York í gær. AP/Julia Demaree Nikhinson Háttsettur embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að mútuþægnimálið gegn Eric Adams, borgarstjóra New York, komi niður á getu hans til að starfa með Donald Trump, forseta, í aðgerðum hans varðandi farand- og flóttafólk. Því sé rétt að láta málið niður alla. Þetta sagði Emil Bove, starfandi aðstoðarríkissaksóknari, í dómsal í New York í gær. Erfiðlega hefur gengið að koma niðurfellingunni á borð dómara en margir saksóknarar sem ráðuneytið hefur sagt að setja nafn sitt á kröfu um niðurfellingu spillingarmálsins hafa sagt upp í stað þess að verða við skipuninni. Er það vegna þess að nýir forsvarsmenn ráðuneytisins hafa sagt opinberlega að þeir séu ekki að reyna að fella málið niður vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna þess að litlar líkur séu á sakfellingu. Þess í stað vilja þeir fella málið niður því það „kemur niður á getu Adams“ til að starfa með ríkisstjórn Donalds Trump hvað varðar farand- og flóttafólk sem heldur til í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og vegna þess að ákærurnar eiga að koma niður á getu hans til að hljóta endurkjör seinna á árinu. Adams hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum, sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum, í skiptum fyrir greiða. Sjá einnig: Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Ráðuneytið vill fella málið niður með þeim hætti að hægt verði að taka það upp aftur á nýjan leik, þyki tilefni til. Það þykir til marks um að Trump, sem gæti alveg eins náðað Adams, vilji halda borgarstjóranum í nokkurs konar gíslingu út kjörtímabil hans. Í dómsal í gær spurði Dale E. Ho, áðurnefndur dómari, Bove af hverju málið ætti að verða fellt niður. Hann sagði það vera vegna þess að málið kæmi niður á getu borgarstjórans til að starfa með Trump, eins og áður hefur komið fram. Spurði Ho þá, samkvæmt frétt New York Times, hvort sömu rök gætu verið notuð í spillingarmálum gegn öðrum embættismönnum í New York eins og yfirmanni lögreglunnar. „Já, algerlega,“ svaraði Bove. Er þetta í fyrsta sinn sem það heyrist úr dómsmálaráðuneyti Trumps að sömu rök og notuð hafa verið í máli Eric Adams, gætu verið notuð víðar í kerfinu. Eins og segir í grein New York Times, þykir það einstakt fordæmi að leggja til að forseti geti ákveðið á pólitískum grundvelli hvaða ákærur eigi rétt á sér og hverjar ekki. Emil Bove, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump, og núverandi starfandi aðstoðardómsmálaráðherra, sagði í dómsal í gær að Trump hefði rétt til að fella niður dómsmál af pólitískum ástæðum.Getty/Angela Weiss Fordæmalaus krafa Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur sagst fylgjast náið með vendingum í málinu og að til greina komi að vísa Adams úr embætti og boða til nýrra kosninga. Áköll eftir slíkum aðgerðum hafa orðið háværari að undanförnu, vegna áðurnefndra áhyggja af því að Adams verði bundinn Trump. Ho spurði Adams sérstaklega hvort að niðurfellingunni fylgdu kvaðir en borgarstjórinn sagði svo ekki vera. Hann sagðist ekki hafa brotið af sér og því væri varla hægt að sækja hann aftur til saka. Dómarinn neitaði að úrskurða strax í málinu og felldi því ákærurnar ekki niður strax í gær. Hann sagðist ætla að velta málinu fyrir sér en lofaði því að úrskurður drægist ekki á langinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa þó haldið því fram að hann hafi í raun ekkert vald til að hafna niðurfellingunni. Alex Spiro, lögmaður Adams, hélt því fram í dómsal í gær að enginn áfrýjunardómstóll hafi staðfest úrskurð dómara þar sem hann neitar að láta mál falla niður. Dómarinn spurði Bove þó hvort hann vissi til þess að sambærileg niðurfellingarkrafa hafi nokkurn tímann verið lögð fram, þar sem dómsmálaráðuneytið reynir að fella niður mál gegn embættismanni með þessum hætti. Eftir smá mótspyrnu viðurkenndi Bove að hann þekkti ekki til annars sambærilegs máls. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Þetta sagði Emil Bove, starfandi aðstoðarríkissaksóknari, í dómsal í New York í gær. Erfiðlega hefur gengið að koma niðurfellingunni á borð dómara en margir saksóknarar sem ráðuneytið hefur sagt að setja nafn sitt á kröfu um niðurfellingu spillingarmálsins hafa sagt upp í stað þess að verða við skipuninni. Er það vegna þess að nýir forsvarsmenn ráðuneytisins hafa sagt opinberlega að þeir séu ekki að reyna að fella málið niður vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna þess að litlar líkur séu á sakfellingu. Þess í stað vilja þeir fella málið niður því það „kemur niður á getu Adams“ til að starfa með ríkisstjórn Donalds Trump hvað varðar farand- og flóttafólk sem heldur til í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og vegna þess að ákærurnar eiga að koma niður á getu hans til að hljóta endurkjör seinna á árinu. Adams hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum, sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum, í skiptum fyrir greiða. Sjá einnig: Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Ráðuneytið vill fella málið niður með þeim hætti að hægt verði að taka það upp aftur á nýjan leik, þyki tilefni til. Það þykir til marks um að Trump, sem gæti alveg eins náðað Adams, vilji halda borgarstjóranum í nokkurs konar gíslingu út kjörtímabil hans. Í dómsal í gær spurði Dale E. Ho, áðurnefndur dómari, Bove af hverju málið ætti að verða fellt niður. Hann sagði það vera vegna þess að málið kæmi niður á getu borgarstjórans til að starfa með Trump, eins og áður hefur komið fram. Spurði Ho þá, samkvæmt frétt New York Times, hvort sömu rök gætu verið notuð í spillingarmálum gegn öðrum embættismönnum í New York eins og yfirmanni lögreglunnar. „Já, algerlega,“ svaraði Bove. Er þetta í fyrsta sinn sem það heyrist úr dómsmálaráðuneyti Trumps að sömu rök og notuð hafa verið í máli Eric Adams, gætu verið notuð víðar í kerfinu. Eins og segir í grein New York Times, þykir það einstakt fordæmi að leggja til að forseti geti ákveðið á pólitískum grundvelli hvaða ákærur eigi rétt á sér og hverjar ekki. Emil Bove, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump, og núverandi starfandi aðstoðardómsmálaráðherra, sagði í dómsal í gær að Trump hefði rétt til að fella niður dómsmál af pólitískum ástæðum.Getty/Angela Weiss Fordæmalaus krafa Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur sagst fylgjast náið með vendingum í málinu og að til greina komi að vísa Adams úr embætti og boða til nýrra kosninga. Áköll eftir slíkum aðgerðum hafa orðið háværari að undanförnu, vegna áðurnefndra áhyggja af því að Adams verði bundinn Trump. Ho spurði Adams sérstaklega hvort að niðurfellingunni fylgdu kvaðir en borgarstjórinn sagði svo ekki vera. Hann sagðist ekki hafa brotið af sér og því væri varla hægt að sækja hann aftur til saka. Dómarinn neitaði að úrskurða strax í málinu og felldi því ákærurnar ekki niður strax í gær. Hann sagðist ætla að velta málinu fyrir sér en lofaði því að úrskurður drægist ekki á langinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa þó haldið því fram að hann hafi í raun ekkert vald til að hafna niðurfellingunni. Alex Spiro, lögmaður Adams, hélt því fram í dómsal í gær að enginn áfrýjunardómstóll hafi staðfest úrskurð dómara þar sem hann neitar að láta mál falla niður. Dómarinn spurði Bove þó hvort hann vissi til þess að sambærileg niðurfellingarkrafa hafi nokkurn tímann verið lögð fram, þar sem dómsmálaráðuneytið reynir að fella niður mál gegn embættismanni með þessum hætti. Eftir smá mótspyrnu viðurkenndi Bove að hann þekkti ekki til annars sambærilegs máls.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira