Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen og Jón Ólafsson skrifa 20. febrúar 2025 12:01 Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður. Það er þessi veruleiki sem blasir við nýjum rektor Háskóla Íslands sem tekur við keflinu af Jóni Atla Benediktssyni 1. júlí næstkomandi. Rektor Háskólans er ekki ráðinn með sama hætti og opinberir embættismenn, heldur er kosið í embættið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfi. Allt háskólasamfélagið tekur þátt í kosningu rektors – starfsfólk stjórnsýslu, akademískt starfsfólk og nemendur – í kringum 20 þúsund manns. Og það er komið að kosningum: Þær verða haldnar 18. og 19. mars næstkomandi. Það mun koma í hlut næsta rektors Háskóla Íslands að berjast fyrir betri fjármögnun, enda er ljóst að vanfjármögnun skólans hefur þrengt að gæðum hans og um leið grafið undan öllum innviðum. Rektor þarf að tala skýrt um mikilvægi Háskóla Íslands fyrir íslenskt samfélag og sannfæra stjórnvöld um að hressilegs átaks sé þörf til að tryggja að þessi mikilvæga menntastofnun – miðstöð rannsókna og kennslu í landinu – njóti þess aðbúnaðar, tækifæra og fjármagns sem nauðsynlegt er fyrir samfélagslegan styrk Íslands til framtíðar. Magnús Karl Magnússon hefur þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands við þær flóknu aðstæður sem nú eru um framtíð og uppbyggingu skólans. Hann hefur gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á þeim tíma. Auk þess hefur Magnús Karl víðtæka stjórnunarreynslu og hefur í tengslum við hana verið óhræddur við að taka skýrt til máls um rannsókna-, þróunar- og vísindastarf og sýnt að hann skilur þarfir þess. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, sem talar skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn samfélagslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Við styðjum Magnús Karl því í rektorskosningum sem fram undan eru og hvetjum þig til að gera hið sama. Lotta María Ellingsen er prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands. Jón Ólafsson er prófessor við Íslensku- og menningardeild og Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður. Það er þessi veruleiki sem blasir við nýjum rektor Háskóla Íslands sem tekur við keflinu af Jóni Atla Benediktssyni 1. júlí næstkomandi. Rektor Háskólans er ekki ráðinn með sama hætti og opinberir embættismenn, heldur er kosið í embættið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfi. Allt háskólasamfélagið tekur þátt í kosningu rektors – starfsfólk stjórnsýslu, akademískt starfsfólk og nemendur – í kringum 20 þúsund manns. Og það er komið að kosningum: Þær verða haldnar 18. og 19. mars næstkomandi. Það mun koma í hlut næsta rektors Háskóla Íslands að berjast fyrir betri fjármögnun, enda er ljóst að vanfjármögnun skólans hefur þrengt að gæðum hans og um leið grafið undan öllum innviðum. Rektor þarf að tala skýrt um mikilvægi Háskóla Íslands fyrir íslenskt samfélag og sannfæra stjórnvöld um að hressilegs átaks sé þörf til að tryggja að þessi mikilvæga menntastofnun – miðstöð rannsókna og kennslu í landinu – njóti þess aðbúnaðar, tækifæra og fjármagns sem nauðsynlegt er fyrir samfélagslegan styrk Íslands til framtíðar. Magnús Karl Magnússon hefur þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands við þær flóknu aðstæður sem nú eru um framtíð og uppbyggingu skólans. Hann hefur gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á þeim tíma. Auk þess hefur Magnús Karl víðtæka stjórnunarreynslu og hefur í tengslum við hana verið óhræddur við að taka skýrt til máls um rannsókna-, þróunar- og vísindastarf og sýnt að hann skilur þarfir þess. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, sem talar skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn samfélagslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Við styðjum Magnús Karl því í rektorskosningum sem fram undan eru og hvetjum þig til að gera hið sama. Lotta María Ellingsen er prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands. Jón Ólafsson er prófessor við Íslensku- og menningardeild og Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun