Rómverjar og FCK sneru við dæminu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2025 20:29 Dybala fór mikinn í liði Roma. EPA-EFE/Riccardo Antimiani Nú er ljóst hvaða lið eru komin í 16-liða úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Rómverjar sneru við dæminu á heimavelli á meðan það var framlengt í bæði Noregi sem og Þýskalandi þar sem FC Kaupmannahöfn fór áfram á dramatískan hátt. Evrópudeildin Rómverjar sneru við dæminu eftir tap í Portúgal þegar Roma vann 3-2 sigur á Porto. Paulo Dybala skoraði tvö fyrstu mörk Roma en markið sem skildi liðin að skoraði hinn tvítugi Niccola Pisilli. Roma mætir annað hvort Athletic Bilbao eða erkifjendum sínum í Lazio. 🔚 Finisce così, vinciamo noi grazie ai gol di Dybala (doppietta) e Pisilli. 🔜 Siamo agli ottavi di finale di Europa League. E domani, ore 13, il sorteggio. #RomaPorto #UEL pic.twitter.com/ewTFdwNFRl— AS Roma (@OfficialASRoma) February 20, 2025 FCSB frá Rúmeníu lagði PAOK 2-0 og vann einvígi liðanna því 4-1 samanlagt. FCSB mætir annað hvort Lyon eða Eintracht Frankfurt. FCSB book their spot in tomorrow's #UELdraw 🤩#UEL pic.twitter.com/roJ6kCzbO1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Bodø/Glimt vann ótrúlegan 5-2 sigur á Twente í framlengdum leik. Staðan 3-2 að loknum venjulegum leiktíma þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartímar. Í Tyrklandi var AZ Alkmaar í heimsókn hjá Galatasaray. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 4-1 og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins sem endaði með 2-2 jafntefli. Seiya Maikuma kom Alkmaar yfir og Denso Kasius tvöfaldaði forystuna áður en Galatasaray jafnaði leikinn. Victor Osimhen með fyrra markið og Roland Sallai það síðara. Það var þó langt því frá nóg og AZ komið áfram. AZ Alkmaar mætir annað hvort Tottenhm Hotspur eða Manchester United. AZ Alkmaar draw in Istanbul to progress 👏#UEL pic.twitter.com/HSmuFRSZFE— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Sambandsdeild Evrópu Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Gent tryggði sér í kjölfarið 1-0 útisigur á Real Betis. Það dugði þó ekki til þar sem Betis vann fyrri leikinn 3-0 og er komið áfram. Betis mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sneri sínu einvígi gegn Heidenheim við. Eftir að tapa 2-1 á heimavelli vann FCK 3-1 í framlengdum leik. Hinn ungi Amin Chiakha, Kevin Diks (úr vítaspyrnu) og Rodrigo Huescas skoruðu mörk FCK í kvöld. FCK mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Fantastisk fight gennem 120 minutter sikrede F.C. København avancement til 1/8-finalerne med en 3-1-sejr i Heidenheim! #fcklive https://t.co/BW7q1tBa8j— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2025 Þá eru Borac og Pafos komin áfram. Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Rómverjar sneru við dæminu á heimavelli á meðan það var framlengt í bæði Noregi sem og Þýskalandi þar sem FC Kaupmannahöfn fór áfram á dramatískan hátt. Evrópudeildin Rómverjar sneru við dæminu eftir tap í Portúgal þegar Roma vann 3-2 sigur á Porto. Paulo Dybala skoraði tvö fyrstu mörk Roma en markið sem skildi liðin að skoraði hinn tvítugi Niccola Pisilli. Roma mætir annað hvort Athletic Bilbao eða erkifjendum sínum í Lazio. 🔚 Finisce così, vinciamo noi grazie ai gol di Dybala (doppietta) e Pisilli. 🔜 Siamo agli ottavi di finale di Europa League. E domani, ore 13, il sorteggio. #RomaPorto #UEL pic.twitter.com/ewTFdwNFRl— AS Roma (@OfficialASRoma) February 20, 2025 FCSB frá Rúmeníu lagði PAOK 2-0 og vann einvígi liðanna því 4-1 samanlagt. FCSB mætir annað hvort Lyon eða Eintracht Frankfurt. FCSB book their spot in tomorrow's #UELdraw 🤩#UEL pic.twitter.com/roJ6kCzbO1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Bodø/Glimt vann ótrúlegan 5-2 sigur á Twente í framlengdum leik. Staðan 3-2 að loknum venjulegum leiktíma þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartímar. Í Tyrklandi var AZ Alkmaar í heimsókn hjá Galatasaray. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 4-1 og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins sem endaði með 2-2 jafntefli. Seiya Maikuma kom Alkmaar yfir og Denso Kasius tvöfaldaði forystuna áður en Galatasaray jafnaði leikinn. Victor Osimhen með fyrra markið og Roland Sallai það síðara. Það var þó langt því frá nóg og AZ komið áfram. AZ Alkmaar mætir annað hvort Tottenhm Hotspur eða Manchester United. AZ Alkmaar draw in Istanbul to progress 👏#UEL pic.twitter.com/HSmuFRSZFE— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Sambandsdeild Evrópu Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Gent tryggði sér í kjölfarið 1-0 útisigur á Real Betis. Það dugði þó ekki til þar sem Betis vann fyrri leikinn 3-0 og er komið áfram. Betis mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sneri sínu einvígi gegn Heidenheim við. Eftir að tapa 2-1 á heimavelli vann FCK 3-1 í framlengdum leik. Hinn ungi Amin Chiakha, Kevin Diks (úr vítaspyrnu) og Rodrigo Huescas skoruðu mörk FCK í kvöld. FCK mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Fantastisk fight gennem 120 minutter sikrede F.C. København avancement til 1/8-finalerne med en 3-1-sejr i Heidenheim! #fcklive https://t.co/BW7q1tBa8j— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2025 Þá eru Borac og Pafos komin áfram.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira