„Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. febrúar 2025 20:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur trú á Heiðu Björg í hlutverki borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa fulla trú á því að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar verði afbragðsborgarstjóri. Vísir greindi frá því í dag að Heiða verði kjörinn borgarstjóri á aukafundi sem haldinn verður á morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fráfarandi forseti borgarstjórnar en segist ekki vera leið yfir því að kveðja embættið. Hún sé alltaf til í nýtt hlutverk og segir verkaskipti hluti af því að vera í stjórnmálum. Líkt og fram hefur komið herma heimildir Vísis að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar taki við embætti borgarstjóra á sérstökum aukafundi sem haldinn verður klukkan 16:40 á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem unnið hafa að því að mynda nýjan meirihluta undanfarna daga hafa haldið þétt að sér spilunum í dag og í gær en svo virðist sem að þær séu á lokasprettinum. Vanar konur Þórdís segir að það verði ekki mikið um hasar á fundinum á morgun. Einu málin á dagskrá séu kosningar um forseta borgarstjórnar, kosningar í nefndir og ráð og svo auðvitað kosning nýs borgarstjóra. Hún segist hafa fulla trú á oddvitunum fimm. „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri. Þetta eru vanar konur, búnar að vera lengi í borginni þannig ég hef fulla trú á því að þær viti alveg hvað þær eru að gera,“ segir hún. Hasarinn byrji bráðum Hún segist ekki vita hver taki við hlutverki forseta borgarstjórnar en segist hlakka til að taka til starfa í minnihluta. „Þetta er svona klassískur kosningafundur, ég á miklu frekar von á því að það verði hitafundur næsta formlegi fundur sem er eftir tíu daga. Ég held að hann verði stórskemmtilegur. Þá fáum við að sjá málefnaskrána og þá verður búið að kjósa og allir byrjaðir að vinna. Ég geri ráð fyrir því að þá gæti orðið svolítið fjör.“ Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fráfarandi forseti borgarstjórnar en segist ekki vera leið yfir því að kveðja embættið. Hún sé alltaf til í nýtt hlutverk og segir verkaskipti hluti af því að vera í stjórnmálum. Líkt og fram hefur komið herma heimildir Vísis að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar taki við embætti borgarstjóra á sérstökum aukafundi sem haldinn verður klukkan 16:40 á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem unnið hafa að því að mynda nýjan meirihluta undanfarna daga hafa haldið þétt að sér spilunum í dag og í gær en svo virðist sem að þær séu á lokasprettinum. Vanar konur Þórdís segir að það verði ekki mikið um hasar á fundinum á morgun. Einu málin á dagskrá séu kosningar um forseta borgarstjórnar, kosningar í nefndir og ráð og svo auðvitað kosning nýs borgarstjóra. Hún segist hafa fulla trú á oddvitunum fimm. „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri. Þetta eru vanar konur, búnar að vera lengi í borginni þannig ég hef fulla trú á því að þær viti alveg hvað þær eru að gera,“ segir hún. Hasarinn byrji bráðum Hún segist ekki vita hver taki við hlutverki forseta borgarstjórnar en segist hlakka til að taka til starfa í minnihluta. „Þetta er svona klassískur kosningafundur, ég á miklu frekar von á því að það verði hitafundur næsta formlegi fundur sem er eftir tíu daga. Ég held að hann verði stórskemmtilegur. Þá fáum við að sjá málefnaskrána og þá verður búið að kjósa og allir byrjaðir að vinna. Ég geri ráð fyrir því að þá gæti orðið svolítið fjör.“
Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira