Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2025 10:31 Íslendingarnir hjá Fortuna Düsseldorf, Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson, fagna hér marki þess fyrrnefnda. Getty/ Lars Baron Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt flott tímabil með Fortuna Düsseldorf í þýsku b-deildinni þar sem liðið er í mikilli baráttu sæti í þýsku bundesligunni. Ísak Bergmann fékk mikið hrós í grein hjá þýska stórblaðinu Bild þar sem farið yfir það af hverju Ísak sé besti leikmaður síns liðs en ekki bara vegna markanna sem hann býr til fyrir liðið. Greinin í Bild byrjar á einfaldri fullyrðingu: „Ísak Jóhannesson (21 árs) er besti leikmaðurinn í liðinu hans Daniel Thioune (50 ára) á þessu tímabili. Ekki aðeins vegna þess að hann er búinn að búa til þrettán mörk (7 mörk, 6 stoðsendingar) eða hversu stöðugur leikmaður hann er heldur einnig vegna þess að hann er sannur leiðtogi þrátt fyrir ungan aldur,“ skrifar blaðamaður Bild. „Thioune setti meiri ábyrgð á miðjumanninn fyrir þetta tímabil. Það er magnað að sjá hversu vel Ísak skilar sínu hlutverki. Eitt lítið dæmi: Eftir alla leiki þá kemur Jóhannesson í fjölmiðlaviðtölin í næstum því hvert einasta skiptið og þó að það sé ekki beðið um það sérstaklega. Þar talar hann hreint út við fjölmiðlamenn,“ skrifar blaðamaðurinn og nefnir dæmi um orðalag Ísaks: Hertha var mun betri en við en við vorum bara heppnir. Þetta segir hann í staðinn fyrir að koma með einhverjar fótbolaklisjur,“ segir í greininni í Bild. Þar má líka finna viðtal við þjálfarann Daniel Thioune um íslenska landsliðsmanninn. „Ég fékk ekki að kynnast honum hér í fyrra þegar hann var bara tvítugur en það var ljóst að hann var mun þroskaðri en aðrir. Inn á vellinum af því að hann er að spila í sínu þriðja landi og er auk þess í íslenska landsliðinu. Líka með því að vera kosinn í liðsráðið og að hann sé búinn að festa sig hjá Fortuna í fimm ár. Það sýnir mér hvað hann er mikilvægur fyrir mig og okkur alla,“ sagði Daniel Thioune. Bild vísar í verðmat Transfermarkt á Ísaki sem er nú komið upp í 14,5 milljónir evra. Þeir telja að stærri lið geti fengið hann á útsöluverði með því annað hvort að kaupa hann á fimm milljónir evra eða sjö milljónir evra komist Düsseldorf upp. Ísak valdi aftur á móti að vera hjá Fortuna Düsseldorf og hann trúir á verkefnið þar. Það höfðu önnur félög áhuga á honum en hann valdi þýska félagið. Það sýnir þjálfaranum hollustuna svart og hvítu og af hverju óskar sé framar öllu að uppskera með Ísak í forystuhlutverki. Það má samt búast við auknum áhuga á Ísaki í sumar ekki síst ef Düsseldorf kemst ekki upp. Þá vita menn líka betur hvaða hlutverk þessi framtíðarleiðtogi íslenska landsliðsins færi í nýju landsliði Arnars Gunnlaugssonar. Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Ísak Bergmann fékk mikið hrós í grein hjá þýska stórblaðinu Bild þar sem farið yfir það af hverju Ísak sé besti leikmaður síns liðs en ekki bara vegna markanna sem hann býr til fyrir liðið. Greinin í Bild byrjar á einfaldri fullyrðingu: „Ísak Jóhannesson (21 árs) er besti leikmaðurinn í liðinu hans Daniel Thioune (50 ára) á þessu tímabili. Ekki aðeins vegna þess að hann er búinn að búa til þrettán mörk (7 mörk, 6 stoðsendingar) eða hversu stöðugur leikmaður hann er heldur einnig vegna þess að hann er sannur leiðtogi þrátt fyrir ungan aldur,“ skrifar blaðamaður Bild. „Thioune setti meiri ábyrgð á miðjumanninn fyrir þetta tímabil. Það er magnað að sjá hversu vel Ísak skilar sínu hlutverki. Eitt lítið dæmi: Eftir alla leiki þá kemur Jóhannesson í fjölmiðlaviðtölin í næstum því hvert einasta skiptið og þó að það sé ekki beðið um það sérstaklega. Þar talar hann hreint út við fjölmiðlamenn,“ skrifar blaðamaðurinn og nefnir dæmi um orðalag Ísaks: Hertha var mun betri en við en við vorum bara heppnir. Þetta segir hann í staðinn fyrir að koma með einhverjar fótbolaklisjur,“ segir í greininni í Bild. Þar má líka finna viðtal við þjálfarann Daniel Thioune um íslenska landsliðsmanninn. „Ég fékk ekki að kynnast honum hér í fyrra þegar hann var bara tvítugur en það var ljóst að hann var mun þroskaðri en aðrir. Inn á vellinum af því að hann er að spila í sínu þriðja landi og er auk þess í íslenska landsliðinu. Líka með því að vera kosinn í liðsráðið og að hann sé búinn að festa sig hjá Fortuna í fimm ár. Það sýnir mér hvað hann er mikilvægur fyrir mig og okkur alla,“ sagði Daniel Thioune. Bild vísar í verðmat Transfermarkt á Ísaki sem er nú komið upp í 14,5 milljónir evra. Þeir telja að stærri lið geti fengið hann á útsöluverði með því annað hvort að kaupa hann á fimm milljónir evra eða sjö milljónir evra komist Düsseldorf upp. Ísak valdi aftur á móti að vera hjá Fortuna Düsseldorf og hann trúir á verkefnið þar. Það höfðu önnur félög áhuga á honum en hann valdi þýska félagið. Það sýnir þjálfaranum hollustuna svart og hvítu og af hverju óskar sé framar öllu að uppskera með Ísak í forystuhlutverki. Það má samt búast við auknum áhuga á Ísaki í sumar ekki síst ef Düsseldorf kemst ekki upp. Þá vita menn líka betur hvaða hlutverk þessi framtíðarleiðtogi íslenska landsliðsins færi í nýju landsliði Arnars Gunnlaugssonar.
Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira