Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 14:31 Zlatan Ibrahimovic tók glaður við gyllta tapírnum sem hann sagði verðskuldaðan. Skjáskot/Striscia la notizia Sænska fótboltagoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, sem starfar sem stjórnandi hjá AC Milan á Ítalíu, veitti hinum gyllta tapír viðtöku í gær. Annað árið í röð. Satírski ítalski sjónvarpsþátturinn Striscia la notizia afhendir gyllta tapírinn reglulega. Hann er ætlaður frægu og hátt settu fólki sem gerir stór mistök, er gripið í bólinu eða bara almennt skítur í heyið. Engin regla er á afhendingunni, ekki einn tapír á ári eða slíkt, heldur er tapírinn afhentur eftir þörfum, eins oft og klúður fólks kallar á. Misvel er tekið í skammarverðlaunin. Fólk á til að hlaupa undan þáttastjórnendum þegar þeir nálgast háttsett með gyllta tapírinn að vopni. Zlatan er hins vegar öllu vanur, enda var hann að veita tapírnum viðtöku í níunda sinn í gær. Í þetta skipti var það vegna klúðurs félags hans, AC Milan, sem féll óvænt úr leik fyrir Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í vikunni. „Við erum vonsviknir og reiðir. Tapírinn á sannarlega rétt á sér,“ sagði Zlatan meðal annars í stuttu myndbandi sem birt var af afhendingunni á miðlum Striscia la notizia. Þetta er jafnframt annað árið í röð sem Zlatan fær tapírinn en í fyrra var það vegna rannsóknar ítalskra lögregluyfirvalda á eigendahópi AC Milan. Yfirvöld höfðu þá nýlega rutt sér leið inn á skrifstofur félagsins vegna þeirrar rannsóknar. Þrátt fyrir að Zlatan þekki vel til tapírsins á hann ekkert í fyrrum liðsfélaga hans hjá AC Milan, Ítalann Antonio Cassano, sem hefur reglulega gripið fyrirsagnirnar af misgáfulegum ástæðum. Cassano hefur hlotið tapírinn oftast allra, 21 sinni. Líkt og Zlatan kippir hann sér ekki of mikið upp við það og tekur við skammarverðlaununum með bros á vör. Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Satírski ítalski sjónvarpsþátturinn Striscia la notizia afhendir gyllta tapírinn reglulega. Hann er ætlaður frægu og hátt settu fólki sem gerir stór mistök, er gripið í bólinu eða bara almennt skítur í heyið. Engin regla er á afhendingunni, ekki einn tapír á ári eða slíkt, heldur er tapírinn afhentur eftir þörfum, eins oft og klúður fólks kallar á. Misvel er tekið í skammarverðlaunin. Fólk á til að hlaupa undan þáttastjórnendum þegar þeir nálgast háttsett með gyllta tapírinn að vopni. Zlatan er hins vegar öllu vanur, enda var hann að veita tapírnum viðtöku í níunda sinn í gær. Í þetta skipti var það vegna klúðurs félags hans, AC Milan, sem féll óvænt úr leik fyrir Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í vikunni. „Við erum vonsviknir og reiðir. Tapírinn á sannarlega rétt á sér,“ sagði Zlatan meðal annars í stuttu myndbandi sem birt var af afhendingunni á miðlum Striscia la notizia. Þetta er jafnframt annað árið í röð sem Zlatan fær tapírinn en í fyrra var það vegna rannsóknar ítalskra lögregluyfirvalda á eigendahópi AC Milan. Yfirvöld höfðu þá nýlega rutt sér leið inn á skrifstofur félagsins vegna þeirrar rannsóknar. Þrátt fyrir að Zlatan þekki vel til tapírsins á hann ekkert í fyrrum liðsfélaga hans hjá AC Milan, Ítalann Antonio Cassano, sem hefur reglulega gripið fyrirsagnirnar af misgáfulegum ástæðum. Cassano hefur hlotið tapírinn oftast allra, 21 sinni. Líkt og Zlatan kippir hann sér ekki of mikið upp við það og tekur við skammarverðlaununum með bros á vör.
Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira