Íbúðin hefur verið endurnýjuð að öllu leyti á vandaðan máta, þar sem franskur stíll gefur eigninni einstakan karakter. Áhersla er lögð á hvítmálaða veggi sem leyfa húsgögnum og litríkum innanstokksmunum að njóta sín til fulls.
Stofa og borðstofa renna saman í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Frá borðstofu er útgengt á rúmgóðar suðursvalir. Eldhúsið er opið við stofu og borðstofu, prýtt stílhreinni dökkgrárri innréttingu með góðu vinnuplássi, og notalegum borðkrók. Á gólfum er gegnheilt eikarparket í fiskibeinamynstri, sem er skandinavísk og tímalaus klassík.
Baðherbergið er stílhreint með gegnheilum Terrazo flísum á gólfi og svokölluðum Subway-flísum á veggjum.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni, auk þess er þriðja herbergið á jarðhæð hússins.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.







